Lífið

Þægilegt að losna við hárið

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Elísabet og Elín afhentu Ljósinu 1,1 milljón króna sem var samanlagður afrakstur skólans og þeirra í góðgerðadegi skólans fyrir viku síðan. Sömu upphæð fékk Amnesty International. Fréttablaðið/Valli
Elísabet og Elín afhentu Ljósinu 1,1 milljón króna sem var samanlagður afrakstur skólans og þeirra í góðgerðadegi skólans fyrir viku síðan. Sömu upphæð fékk Amnesty International. Fréttablaðið/Valli
„Það miklu auðveldara núna að þurfa ekki að sjáum hárið á sér,“ segir Elísabet Huld Þorbergsdóttir, nemi í tíunda bekk í Hagaskóla sem ásamt vinkonu sinni Elínu Maríu Árnadóttur, rakaði af sér hárið til styrktar Ljósinu á góðgerðadegi skólans fyrir viku síðan.

Alls safnaði skólinn 2,2 milljónum króna sem skiptust jafnt á milli Amnesty International og Ungra aðstandenda hjá Ljósinu, stuðningshópur fyrir börn og unglinga sem eiga foreldra sem greinst hafa með krabbamein. Elísabet Huld hefur reynslu af þeim hópi þar sem hún missti föður sinn úr krabbameini fyrir einu og hálfu ári síðan en í samtali við Fréttablaðið fyrr í mánuðinum sagðist hún vilja að þeim sökum gera eitthvað sérstakt fyrir söfnunina.

Hárið af stöllunum fékk að fjúka fyrir viku síðan fyrir framan allan skólann og í beinni útsendingu í fréttatíma Rúv. „Ég varð ekkert stressuð fyrr en um tíu mínútum áður en raksturinn hófst. Þá felldi ég nokkur tár,“ segir Elísabet og bætir við að tilfinningin að raka af sé hárið hafi verið skrýtin. „Þetta var pínu hræðilegt og fáránlegt að horfa á allt hrúguna af hári sem lá á gólfinu. Nú er ég hinsvegar bara sátt og þetta er bara frekar þægilegt.“

Elísabet og Elín eru þegar byrjaðar að safna aftur og ætla báðar að eiga hárið sem fékk að fjúka til minningar um þessa reynslu. Athæfi Elísabetar og Elínar safnaði um hálfri milljón fyrir Ljósið. „Við erum í skýjunum með árangurinn enda náðum við okkar takmarki.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.