Lífið

Tónverk eftir börn og ungmenni frumflutt

Sara McMahon skrifar
Mikill fjöldi fólks sótti tónleikana. Þrettán tónverk úr smiðju barna og ungmenna voru flutt í Hörpu á þriðjudag. 
Fréttablaðið/vilhelm
Mikill fjöldi fólks sótti tónleikana. Þrettán tónverk úr smiðju barna og ungmenna voru flutt í Hörpu á þriðjudag. Fréttablaðið/vilhelm
Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, fór fram í Hörpunni á þriðjudag. Þar fluttu atvinnuhljóðfæraleikarar þrettán tónverk eftir börn og ungmenni. Upptakturinn er samstarfsverkefni Hörpu og Barnamenningarhátíðar í Reykjavík.

Alls voru 59 tónverk send inn þetta árið og voru þrettán verk valin til frekari vinnslu með tónskáldunum Tryggva M. Baldvinssyni og Hafdísi Bjarnadóttur. „Tónskáldin komu verkunum í rétt form fyrir tónlistarfólkið og unnu þetta í samstarfi við krakkana. Atvinnufólk flutti síðan verkin í Hörpu á þriðjudag og börnin sátu í salnum og hlustuðu á eigin tónverk,“ segir Elfa Lilja Gísladóttir, tónlistarkennari og verkefnastjóri Upptakts.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.