Lífið

Útskrifast í Mirstrument-fræðum

Freyr Bjarnason skrifar
Mugison byrjaði að smíða mirstrument fyrir þremur árum.
Mugison byrjaði að smíða mirstrument fyrir þremur árum.
Mugison heldur útskriftartónleika í hljóðverinu Sundlauginni í Mosfellsbæ á laugardaginn. Hann útskrifast með meistaragráðu í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands nú í vor.

„Þetta eru síðustu tónleikarnir tengdir skólanum. Hringferðin með Of Monsters and Men og tónleikarnir á Sónar voru hluti af því líka,“ segir Mugison. Nám hans tengist hljóðfærinu Mirstrument sem hann byrjaði að smíða fyrir þremur árum ásamt Páli Einarssyni. Það samanstendur af lyklaborði með 192 tökkum, tveimur iPad-tölvum og í gólfbúnaði eru rafmagn, ljósatengi, RME-hljóðkort og fleira.

„Ég hef verið að reyna að gera eitthvað við þetta hljóðfæri og skrásetja ferlið. Þetta er síðasti hlutinn af því hvernig mér gengur og svo fer þetta allt inn í lokaritgerðina sem ég á að skila eftir mánuð,“ segir hann.

Aðspurður segir hann námið hafa verið virkilega áhugavert. „Maður kemur inn með verkefni sem maður ætlar að einbeita sér að og svo er stutt við bakið á manni. Ég sendi „mentornum“ tölvupóst í hverri viku um hvað ég er að gera. Þetta er svolítið eins og maður fengi einkaþjálfara sem hvetur mann áfram og sér nýja vinkla á hlutunum.“

Mugison hvetur þá sem ætla á tónleikana. sem hefjast kl. 17, til að taka með sér pullu ef þeir vilja setjast niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.