Lífið

Taka upp plötu í Los Angeles

Freyr Bjarnason skrifar
Dansk-íslenska hljómsveitin My bubba, sem áður hét My bubba & Mi, er nú stödd í Los Angeles að taka upp nýja plötu með hinum virta, bandaríska upptökustjóra Noah Georgeson. Hann hefur áður unnið með Joanna Newsom, Devendra Banhart og The Strokes.

Platan verður gefin út hjá danska útgáfufyrirtækinu Fake Diamond Records í haust. Af öðrum hljómsveitum sem gefið hafa út á vegum Fake Diamond eru Oh Land, Eagger Stunn og Darkness Falls.

Platan verður með framandi áhrifum og er eins konar ferðalag í gegnum ímynduð höf og heimsálfur sem stúlkurnar hafa látið sig dreyma um í skandínavíska skammdeginu. Eftir vesturförina halda þær í lítið tónleikaferðalag um Danmörku og koma fram á Gloria-sviðinu á Hróarskelduhátíðinni.

My bubba, sem skipuð Guðbjörgu Tómasdóttur (Bubbu) og My Larsdotter frá Svíþjóð, hefur lagt í ótal tónleikaferðalög um Evrópu og Bandaríkin og spilað m.a. á CMJ, Culture Collide, Iceland Airwaves og SPOT-Festival. Fyrsta plata sveitarinnar, How It‘s Done in Italy, kom út 2009. EP-platan Wild & You kom svo út í fyrra hjá Kimi Records.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá sveitina spila í upptöku frá Airwaves-hátíðinni í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.