Lífið

Taka upp plötu í Vestmannaeyjum

Taka upp Hér má sjá þá Jake Dypka, söngvarann Pete Liddle, Árna Óla, Matt Taylor söngvara og Charle Hugall.
Taka upp Hér má sjá þá Jake Dypka, söngvarann Pete Liddle, Árna Óla, Matt Taylor söngvara og Charle Hugall.
„Þeir komu hingað í gær og ætla að vera næstu fimm daga við upptökur,“ segir Árni Óli Ólafsson, eigandi upptökuversins Island Studios í Vestmannaeyjum. Breska sveitin Dry the River er þar að taka upp efni á nýja plötu.

Sveitin hefur verið starfrækt síðustu fjögur ár og verið vinsæl í heimlandinu sem og á meginlandi Evrópu. Fyrri plata þeirra, Shallow Bed, kom út í fyrra og í kjölfarið var Dry the River á sæti BBC yfir tónlist ársins 2012. Sveitina skipa þeir Peter Liddle, Matthew Taylor, Scott Miller, Jon Warren og Will Harvey. Gagnrýnandi Guardian líkir sveitinni við Mumford & Sons með hljóm sínum.

„Þeir eru hérna tveir úr sveitinni ásamt upptökustjóra og myndatökumanni og eru að taka upp sönginn á næstu plötu sinni. Þeir hafa verið eitthvað að ferðast um landið áður þeir komu hingað að vinna,“ segir Árni Óli og bætir við að þeir hafi bókað tímann í stúdíóinu fyrir nokkru síðan. Island Studios var stofnað árið 2007 og segir Árni þetta ekki í fyrsta sinn sem þeir fái erlendar sveitir til sín. „Sveitir sækja í að koma hingað til að taka upp í friði og ró en við bjóðum upp á fyrsta flokks aðstöðu hérna.“ -áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.