Lífið

Styrkja Davíð Olgeirsson

Davíð Þ. Olgeirsson.
Davíð Þ. Olgeirsson.
Vinir Davíðs Olgeirssonar, tónlistarmanns og markaðsstjóra Háskólans á Bifröst, hafa hafið sölu á stuttermabolum til styrktar honum.

Davíð lenti í því að blóðgúlpur sprakk í höfði hans á knattspyrnuæfingu í febrúar sem orsakaði heilablæðingu og hefur hann verið í stífri endurhæfingu síðan.

Karl Sigurðsson borgarfulltrúi er einn af þeim sem standa að söfnuninni en þeir Davíð voru saman í strákasveitinni Brooklyn Fæv.

Olgeir Hallgrímsson hannar bolina. Hægt er panta eintök á póstfanginu kallisig@gmail.com en nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu söfnunarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.