Lífið

Ósáttur Bacon

Kevin Bacon er ósáttur við hversu lítið vægi kvenpersónur fá í The Following.
Kevin Bacon er ósáttur við hversu lítið vægi kvenpersónur fá í The Following.
Sjónvarpsþættirnir The Following með Kevin Bacon í aðalhlutverki hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum Star Magazine er leikarinn þó alls ekki sáttur við framleiðendur sjónvarpsþáttanna þrátt fyrir gott gengi þeirra.

Bacon er ósáttur við karlrembulegan söguþráð þáttanna og finnst kvenpersónurnar fá alltof lítið vægi. „Kevin er bálreiður yfir því að hann skuli ekki fá nokkuð um söguþráðinn að segja. Honum er illa við þá mynd sem dregin er upp af konum í þáttunum,“ hafði tímaritið eftir heimildarmanni. „Hann er vansæll þrátt fyrir velgengni þáttanna, en framleiðendur þáttanna settu honum úrslitakost; annaðhvort hlýðir hann eða hann verður látinn fara.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.