Áhyggjur af áhyggjum Mikaels Torfasonar Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 11. apríl 2013 07:00 Ritstjóri Fréttablaðsins, Mikael Torfason, ritar í leiðara blaðsins þann 2. apríl sl. undir yfirskriftinni „Námsmannabólan“ um það meðal annars hvort fjárfesting í háskólanámi borgi sig á Íslandi, fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Í leiðaranum bendir Mikael réttilega á að hlutfall framhalds- og háskólamenntaðra á vinnumarkaði hefur aukist undanfarna áratugi og veltir því upp hvort tími sé kominn til að staldra við, enda sé „engu samfélagi hollt að útskrifa fólk úr ríkisstyrktum háskólum sem á ekki von á góðu þegar komið er út í atvinnulífið“. Ísland er reyndar talsverður eftirbátur samanburðarlanda hvað menntunarstig varðar, því þrátt fyrir jákvæða þróun í átt að hærra menntunarstigi færast viðmiðunarhóparnir – þau lönd sem lengra eru komin – líka áfram með tímanum. Mikael bendir á mikilvægi þess að auka samsvörun milli menntunar og atvinnulífs og nefnir í því samhengi skort á tæknimenntuðu fólki á vinnumarkaði, sem nú er staðreynd. Lítil aðsókn í raungreinanám er vissulega vandamál sem vert er að laga. Aðgerðir gegn þeirri þróun þarf þó að hefja strax við upphaf skólagöngu barna ef vel á að vera. Mikael leggur til að tekið verði upp hvatakerfi á háskólastiginu, sem beint gæti nemendum á tilteknar brautir, og er það eflaust góðra gjalda vert, svo framarlega sem slíkt er hluti af stærra átaki á öllum skólastigum. Í leiðaranum er jafnframt minnst á þá staðreynd að ævitekjur háskólagenginna vega ekki alltaf upp kostnaðinn við að afla sér menntunar. Athuganir á arðsemi menntunar á Íslandi sýna reyndar að menntun borgar sig, enn sem komið er. Bandalag háskólamanna (BHM) tekur þó undir með Mikael að til þess að íslenskt atvinnulíf megi eflast og halda í við samkeppni á alþjóðavísu þarf að gæta þess að hér verði áfram hagstætt að sækja sér þekkingu. Íslenskt menntakerfi er óhagstætt, hvað ævitekjur varðar, að því leyti að hér tekur lengri tíma en í samanburðarlöndum að afla þeirrar grunnmenntunar sem er forsenda háskólanáms. BHM leggur því til að tími til stúdentsprófs verði styttur.Menntun borgar sig Samfélagslega sýnin sem lýst er í leiðara Mikaels, að mögulega væri rétt að hverfa frá áætlunum um að auka menntunarstig á íslenskum vinnumarkaði, er óneitanlega sérkennileg. Í skýrslu McKinsey og félaga „Charting a growth path for Iceland“, sem birt var síðastliðið haust, er rýnt í hagstærðir með það fyrir augum að greina vaxtarmöguleika Íslands í átt til aukinnar hagsældar. Þar er bent á það með skýrum hætti að Ísland eigi hvað mesta vaxtarmöguleika á hinum alþjóðlega hluta vinnumarkaðarins, sem ekki byggir beint á staðbundnum auðlindum eða aðstæðum. Forsenda þess að nýta þá möguleika er að efla menntunarstig og styrkja atvinnumöguleika háskólamenntaðra. Mikael bendir í leiðara sínum réttilega á að samsvörun skortir milli námsvals þeirra sem nú stunda háskólanám og þess hvers konar þekkingu vantar nú helst á vinnumarkaði. Þetta misræmi mun þó ekki endilega leiða til atvinnuleysis þeirra sem útskrifast með menntun sem ekki er eftirspurn eftir. Þeir einstaklingar munu líklega eiga betri atvinnumöguleika vegna menntunar sinnar, enda þótt þeir fái kannski ekki starf við hæfi. BHM hefur ítrekað bent á þá staðreynd að yfirsýn skortir í opinberum hagtölum yfir það hvort háskólamenntaðir á vinnumarkaði eru í störfum sem samsvara menntun þeirra. Slík greining er nauðsynleg ef raunverulegur vilji er til að efla samsvörun milli námsvals og þarfa atvinnulífsins. Við eigum ekki að hafa áhyggjur af því að fólk mennti sig í auknum mæli. Áhyggjurnar ættu fremur að beinast að því að okkur mistakist að nýta menntunina til að efla hagsæld Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Orrustan um Ísland Kosningarnar fram undan eru orrustan um Ísland: Baráttan um auðlindirnar. Baráttan um manngildið. Baráttan um leikreglur samfélagsins og sjálfan grundvöll þess. Á síðustu fjórum árum hafa jafnaðarmenn á Íslandi náð að jafna lífskjör í landinu, við nánast óvinnandi skilyrði, samhliða miklu hreinsunarstarfi eftir frjálshyggjupartíið sem stóð í 18 ár á undan. 16. apríl 2013 07:00 Námsmannabólan Um aldamótin var næstum helmingur Íslendinga án framhaldsmenntunar en í dag er um þriðjungur Íslendinga einungis með svokallað grunnskólapróf. Fólki með háskólamenntun hefur fjölgað álíka mikið á þessu tímabili og í dag hafa aldrei fleiri Íslendingar verið skráðir í nám í háskóla. Þetta hljóta að teljast frábær tíðindi. 2. apríl 2013 10:30 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins, Mikael Torfason, ritar í leiðara blaðsins þann 2. apríl sl. undir yfirskriftinni „Námsmannabólan“ um það meðal annars hvort fjárfesting í háskólanámi borgi sig á Íslandi, fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Í leiðaranum bendir Mikael réttilega á að hlutfall framhalds- og háskólamenntaðra á vinnumarkaði hefur aukist undanfarna áratugi og veltir því upp hvort tími sé kominn til að staldra við, enda sé „engu samfélagi hollt að útskrifa fólk úr ríkisstyrktum háskólum sem á ekki von á góðu þegar komið er út í atvinnulífið“. Ísland er reyndar talsverður eftirbátur samanburðarlanda hvað menntunarstig varðar, því þrátt fyrir jákvæða þróun í átt að hærra menntunarstigi færast viðmiðunarhóparnir – þau lönd sem lengra eru komin – líka áfram með tímanum. Mikael bendir á mikilvægi þess að auka samsvörun milli menntunar og atvinnulífs og nefnir í því samhengi skort á tæknimenntuðu fólki á vinnumarkaði, sem nú er staðreynd. Lítil aðsókn í raungreinanám er vissulega vandamál sem vert er að laga. Aðgerðir gegn þeirri þróun þarf þó að hefja strax við upphaf skólagöngu barna ef vel á að vera. Mikael leggur til að tekið verði upp hvatakerfi á háskólastiginu, sem beint gæti nemendum á tilteknar brautir, og er það eflaust góðra gjalda vert, svo framarlega sem slíkt er hluti af stærra átaki á öllum skólastigum. Í leiðaranum er jafnframt minnst á þá staðreynd að ævitekjur háskólagenginna vega ekki alltaf upp kostnaðinn við að afla sér menntunar. Athuganir á arðsemi menntunar á Íslandi sýna reyndar að menntun borgar sig, enn sem komið er. Bandalag háskólamanna (BHM) tekur þó undir með Mikael að til þess að íslenskt atvinnulíf megi eflast og halda í við samkeppni á alþjóðavísu þarf að gæta þess að hér verði áfram hagstætt að sækja sér þekkingu. Íslenskt menntakerfi er óhagstætt, hvað ævitekjur varðar, að því leyti að hér tekur lengri tíma en í samanburðarlöndum að afla þeirrar grunnmenntunar sem er forsenda háskólanáms. BHM leggur því til að tími til stúdentsprófs verði styttur.Menntun borgar sig Samfélagslega sýnin sem lýst er í leiðara Mikaels, að mögulega væri rétt að hverfa frá áætlunum um að auka menntunarstig á íslenskum vinnumarkaði, er óneitanlega sérkennileg. Í skýrslu McKinsey og félaga „Charting a growth path for Iceland“, sem birt var síðastliðið haust, er rýnt í hagstærðir með það fyrir augum að greina vaxtarmöguleika Íslands í átt til aukinnar hagsældar. Þar er bent á það með skýrum hætti að Ísland eigi hvað mesta vaxtarmöguleika á hinum alþjóðlega hluta vinnumarkaðarins, sem ekki byggir beint á staðbundnum auðlindum eða aðstæðum. Forsenda þess að nýta þá möguleika er að efla menntunarstig og styrkja atvinnumöguleika háskólamenntaðra. Mikael bendir í leiðara sínum réttilega á að samsvörun skortir milli námsvals þeirra sem nú stunda háskólanám og þess hvers konar þekkingu vantar nú helst á vinnumarkaði. Þetta misræmi mun þó ekki endilega leiða til atvinnuleysis þeirra sem útskrifast með menntun sem ekki er eftirspurn eftir. Þeir einstaklingar munu líklega eiga betri atvinnumöguleika vegna menntunar sinnar, enda þótt þeir fái kannski ekki starf við hæfi. BHM hefur ítrekað bent á þá staðreynd að yfirsýn skortir í opinberum hagtölum yfir það hvort háskólamenntaðir á vinnumarkaði eru í störfum sem samsvara menntun þeirra. Slík greining er nauðsynleg ef raunverulegur vilji er til að efla samsvörun milli námsvals og þarfa atvinnulífsins. Við eigum ekki að hafa áhyggjur af því að fólk mennti sig í auknum mæli. Áhyggjurnar ættu fremur að beinast að því að okkur mistakist að nýta menntunina til að efla hagsæld Íslands.
Orrustan um Ísland Kosningarnar fram undan eru orrustan um Ísland: Baráttan um auðlindirnar. Baráttan um manngildið. Baráttan um leikreglur samfélagsins og sjálfan grundvöll þess. Á síðustu fjórum árum hafa jafnaðarmenn á Íslandi náð að jafna lífskjör í landinu, við nánast óvinnandi skilyrði, samhliða miklu hreinsunarstarfi eftir frjálshyggjupartíið sem stóð í 18 ár á undan. 16. apríl 2013 07:00
Námsmannabólan Um aldamótin var næstum helmingur Íslendinga án framhaldsmenntunar en í dag er um þriðjungur Íslendinga einungis með svokallað grunnskólapróf. Fólki með háskólamenntun hefur fjölgað álíka mikið á þessu tímabili og í dag hafa aldrei fleiri Íslendingar verið skráðir í nám í háskóla. Þetta hljóta að teljast frábær tíðindi. 2. apríl 2013 10:30
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar