Innlent

Húsavíkurprestur á fund biskups

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar
Solveig Lára 
Guðmundsdóttir
Solveig Lára Guðmundsdóttir
„Ég er búin að boða fund á morgun [í dag] á Húsavík með sóknarnefndinni og sóknarprestinum þar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, um mál Guðnýjar Jónu Kristjánsdóttur, sem sagði sögu sína af nauðgun í Kastljósi.

Guðný Jóna greindi meðal annars frá því að Sighvatur Karlsson prestur hefði ýjað að því að hún ætti að falla frá kærunni. Agnes M. Sigurðardóttir biskup sagði í gær að Guðný hefði sýnt hugrekki og að Solveig Lára myndi fylgja málinu eftir. „Ég mun fá að heyra hvernig aðkoma prestsins var. Síðan mun ég útskýra í hvernig feril svona mál eiga að fara. Það er aldrei hlutverk presta að vera einhvers konar sáttargjörðaraðilar á milli þolenda og gerenda í ofbeldismálum,“ segir Solveig Lára. Mjög mikilvægt sé að þolendum ofbeldis sé alltaf trúað og veitt fagleg hjálp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×