Jafnréttisviðurkenning Samtaka meðlagsgreiðenda 2013 Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 6. apríl 2013 06:00 Frá því að Samtök meðlagsgreiðenda voru stofnuð fyrir tæpu ári síðan hefur átt sér stað bylting í umræðunni og í afstöðu stjórnmálamanna í málefnum umgengnisforeldra. Strax í upphafi var það ásetningur samtakanna að vekja athygli á bágum réttindum og lífskjörum meðlagsgreiðenda og annarra umgengnisforeldra og jafnframt að stemma stigu við ómannúðlegri aðför stofnana sveitarfélaganna að heill og velferð fjölskyldna meðlagsgreiðenda. Samtökin telja ósýnileika þjóðfélagshópsins vera undirrót bágra lífskjara umgengnisforeldra, og að forsendan fyrir heildstæðum réttarbótum sé fólgin í bættri almannaskráningu, en í dag eru umgengnisforeldrar færðir til bókar sem barnlausir einstaklingar í Þjóðskrá Íslands. Ef umgengnisforeldrar væru skráðir í bókum hins opinbera væri hægt að rannsaka fjárhagslegan og félagslegan hag þeirra eins og gert er með aðra þjóðfélagshópa og leiðrétta aðkomu þeirra að velferðarkerfinu til samræmis við aukna þátttöku feðra í uppeldi skilnaðarbarna. Séu stofnanir sveitarfélaganna undanskildar þá hafa samtökin mætt miklum skilningi og velvilja hjá stjórnvöldum, þingmönnum, opinberum stofnunum, Samtökum fjármálafyrirtækja, bönkum og fræðasamfélaginu. Er ástæða til að þakka öllum þeim aðilum sem samtökin hafa átt samskipti við fyrir góðar móttökur á starfsárinu sem er að líða. Eitt af markmiðum samtakanna er að kynna fyrir kjósendum afstöðu stjórnmálamanna í málefnum umgengnisforeldra, en jafnframt að gera þeim stjórnmálamönnum hátt undir höfði sem vinna að bættum hag umgengnisforeldra og fjölskyldna þeirra. Stjórn samtakanna ákvað því að veita árlega tveimur stjórnmálamönnum sérstaka jafnréttisviðurkenningu sem ötulast hafa beitt sér fyrir bættum lífskjörum umgengnisforeldra. Var það samdóma álit stjórnar samtakanna að veita Guðmundi Steingrímssyni og Pétri H. Blöndal alþingismönnum jafnréttisviðurkenningu Samtaka meðlagsgreiðenda 2013. Pétur H. Blöndal hefur verið ötull baráttumaður fyrir jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði en hefur jafnframt lengi bent á kerfisgalla í bótakerfinu sem hefur leitt til bágra lífskjara umgengnisforeldra. Á vettvangi stjórnmálanna, sem og í almennri umræðu, ruddi Pétur brautina fyrir réttindabaráttu umgengnisforeldra og lagði jafnframt þann grunn sem Samtök meðlagsgreiðenda starfa á í dag. Samtök meðlagsgreiðenda vilja stuðla að jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins og hafa auk þess bent á að rannsóknir sýna að aukið foreldrajafnrétti styrkir stöðu kvenna á vinnumarkaði. Guðmundur Steingrímsson hefur beitt sér sérstaklega í málefnum umgengnisforeldra á því kjörtímabili sem er senn að líða. Í fyrsta lagi beitti hann sér fyrir að heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá var færð í lög, og jafnframt heimild dómara til að úrskurða um lögheimili skilnaðarbarna. Í öðru lagi hefur Guðmundur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að börn sem búa á tveimur stöðum geti annaðhvort fengið tvöfalt lögheimili, eða notið nýrrar lagalegar stöðu jafnrar búsetu. Í þriðja lagi hefur Guðmundur lagt fram tillögu á þingi um að fjöldi umgengnisforeldra verði skráður auk hjúskaparstöðu, kyns og fjölda barna. Um er að ræða þrjú mikilvæg skref í átt að bættum lífskjörum og réttindum umgengnisforeldra. Jafnréttisviðurkenning Samtaka meðlagsgreiðenda er þakklætisvottur frá félagsmönnum og jafnframt hvatning til áframhaldandi góðra verka í þágu jafnréttis á öllum sviðum samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Frá því að Samtök meðlagsgreiðenda voru stofnuð fyrir tæpu ári síðan hefur átt sér stað bylting í umræðunni og í afstöðu stjórnmálamanna í málefnum umgengnisforeldra. Strax í upphafi var það ásetningur samtakanna að vekja athygli á bágum réttindum og lífskjörum meðlagsgreiðenda og annarra umgengnisforeldra og jafnframt að stemma stigu við ómannúðlegri aðför stofnana sveitarfélaganna að heill og velferð fjölskyldna meðlagsgreiðenda. Samtökin telja ósýnileika þjóðfélagshópsins vera undirrót bágra lífskjara umgengnisforeldra, og að forsendan fyrir heildstæðum réttarbótum sé fólgin í bættri almannaskráningu, en í dag eru umgengnisforeldrar færðir til bókar sem barnlausir einstaklingar í Þjóðskrá Íslands. Ef umgengnisforeldrar væru skráðir í bókum hins opinbera væri hægt að rannsaka fjárhagslegan og félagslegan hag þeirra eins og gert er með aðra þjóðfélagshópa og leiðrétta aðkomu þeirra að velferðarkerfinu til samræmis við aukna þátttöku feðra í uppeldi skilnaðarbarna. Séu stofnanir sveitarfélaganna undanskildar þá hafa samtökin mætt miklum skilningi og velvilja hjá stjórnvöldum, þingmönnum, opinberum stofnunum, Samtökum fjármálafyrirtækja, bönkum og fræðasamfélaginu. Er ástæða til að þakka öllum þeim aðilum sem samtökin hafa átt samskipti við fyrir góðar móttökur á starfsárinu sem er að líða. Eitt af markmiðum samtakanna er að kynna fyrir kjósendum afstöðu stjórnmálamanna í málefnum umgengnisforeldra, en jafnframt að gera þeim stjórnmálamönnum hátt undir höfði sem vinna að bættum hag umgengnisforeldra og fjölskyldna þeirra. Stjórn samtakanna ákvað því að veita árlega tveimur stjórnmálamönnum sérstaka jafnréttisviðurkenningu sem ötulast hafa beitt sér fyrir bættum lífskjörum umgengnisforeldra. Var það samdóma álit stjórnar samtakanna að veita Guðmundi Steingrímssyni og Pétri H. Blöndal alþingismönnum jafnréttisviðurkenningu Samtaka meðlagsgreiðenda 2013. Pétur H. Blöndal hefur verið ötull baráttumaður fyrir jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði en hefur jafnframt lengi bent á kerfisgalla í bótakerfinu sem hefur leitt til bágra lífskjara umgengnisforeldra. Á vettvangi stjórnmálanna, sem og í almennri umræðu, ruddi Pétur brautina fyrir réttindabaráttu umgengnisforeldra og lagði jafnframt þann grunn sem Samtök meðlagsgreiðenda starfa á í dag. Samtök meðlagsgreiðenda vilja stuðla að jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins og hafa auk þess bent á að rannsóknir sýna að aukið foreldrajafnrétti styrkir stöðu kvenna á vinnumarkaði. Guðmundur Steingrímsson hefur beitt sér sérstaklega í málefnum umgengnisforeldra á því kjörtímabili sem er senn að líða. Í fyrsta lagi beitti hann sér fyrir að heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá var færð í lög, og jafnframt heimild dómara til að úrskurða um lögheimili skilnaðarbarna. Í öðru lagi hefur Guðmundur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að börn sem búa á tveimur stöðum geti annaðhvort fengið tvöfalt lögheimili, eða notið nýrrar lagalegar stöðu jafnrar búsetu. Í þriðja lagi hefur Guðmundur lagt fram tillögu á þingi um að fjöldi umgengnisforeldra verði skráður auk hjúskaparstöðu, kyns og fjölda barna. Um er að ræða þrjú mikilvæg skref í átt að bættum lífskjörum og réttindum umgengnisforeldra. Jafnréttisviðurkenning Samtaka meðlagsgreiðenda er þakklætisvottur frá félagsmönnum og jafnframt hvatning til áframhaldandi góðra verka í þágu jafnréttis á öllum sviðum samfélagsins.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar