Til varnar svartri vinnu Pawel Bartoszek skrifar 5. apríl 2013 07:00 „Öflugt atvinnulíf er forsenda öflugs velferðarkerfis." Hve oft hefur maður ekki heyrt einhvern stjórnmálamanninn fara með þessa norrænu möntru? „Við þurfum fleiri störf ef við viljum gott heilbrigðiskerfi."„Við þurfum að auka útflutningsverðmæti ef við ætlum að reka hér gott menntakerfi." Auðvitað er þetta allt saman satt og rétt. En þessi hugsunarháttur fær fólk til að snúa hlutum á haus. Menn fara beinlínis að halda að helsti tilgangur atvinnulífsins sé að afla ríkissjóði tekna. Það er rugl. Tölum aðeins um atvinnulífið. Atvinnulífið er stórmerkilegt fyrirbæri. Einhver á bilaðan bíl. Einhver annar kann að gera við bíl. Sá er svangur og langar í pitsu. Pitsugerðarmanninn langar í nýtt parket. Konan sem kann að leggja parket vill læra spænsku á kvöldin. Maðurinn sem kennir henni spænsku var að eignast barn og þarf notaðan barnavagn. Gott atvinnulíf kann að leysa úr öllum þessum flækjum. Það er sama hvort menn krukka í Excel-skjölum eða safna dósum niðri í bæ um helgar, einhver vinna er samfélaginu oftast gagnlegri en engin vinna. Og vel á minnst: Það er samfélaginu mun gagnlegra að menn vinni svart frekar en að þeir vinni ekkert. Þó það sé ekki sérstaklega vinsælt að segja það.Að skila sínu Hugsum okkur mann sem er nýkominn úr meðferð eftir áralanga eiturlyfjaneyslu. Hann þiggur kannski einhverjar bætur en enginn er sérstaklega spenntur fyrir því að ráða þennan fyrrum dópista í vinnu. Hann fær samt kannski einhver minni verkefni: Gerir við tölvur fyrir fólk, selur eitthvað drasl á Barnalandi, leigir út íbúð sína til túrista meðan hann flytur til mömmu. Allt svart. Kannski vill þessi aðili ekki að þær bætur sem hann er að fá skerðist. Kannski tímir hann ekki að borga skatta. Kannski er vinna hans ekki það mikils virði að hann gæti selt hana ef hann þyrfti að borga skatta. Kannski er hann félagsfælinn og þorir ekki að tala við skattayfirvöld, veit ekki að hann þarf að setja sig á „staðgreiðsluskrá", fá sér „vasknúmer", reikna sér „endurgjald", standa skil á „iðgjöldum" og borga „tryggingargjald". Eða kannski er hann bara latur. Óneitanlega eru flestar ástæðurnar tiltölulega eigingjarnar. Þessi tiltekni fyrrum fíkill er vissulega ekki að skila sínu í ríkiskassann. Jú, jú, ef „allir myndu hugsa svona" þá væri engin Harpa. Ég veit. En hann er að skila einhverju til samfélagsins. Það er einhver sem kaupir gamalt drasl á Barnalandi sem er betur settur. Tölva einhvers er ekki lengur biluð. Einhver tékkneskur puttaferðalangur krassar í sófa og er sáttur.Ólöglegt hitt og þetta Nýlega mátti heyra fréttir af því að það væri fullt af „ólöglegum" gististöðum í Reykjavík. Jú, vefsíður eins og airbnb.com hafa gert mönnum mögulegt að hýsa túrista á sófanum hjá sér. Hugsið ykkur: Án sérstaks leyfis! Án þess að handlaug sé í hverju herbergi! Án þess að rúmin séu nægilega stór. Án þess að menn hafi skilað inn þeim tíu skjölum frá tíu ólíkum aðilum sem þarf til að opna gistiheimili. Hugsa sér. Lög eru samin af fólki. Oft hefur þetta fólk sem semur lögin svokallaða „hagsmunaðila" með í ráðum. Hagsmunaaðilar eiga það til að þvælast fyrir nýjabrumi. Eitt nýtt eyðublað fyrir mann sem hefur rekið hótel í tíu ár er minni þröskuldur en tíu eyðublöð fyrir einhvern sem er að stíga sín fyrstu spor í þeim bransa. Ég myndi vilja sjá fólki gert auðveldara að stunda atvinnurekstur á Íslandi. Ég get því miður ekki sagt að ég hafi á undanförnum fjórum árum séð mörg skref í þá veru en þigg ábendingar þar um. Ég myndi líka vilja að fólk fengi að halda eftir stærri hluta tekna sinna. Ekki endilega með þeim eilítið kuklkenndu rökum að það muni í raun „auka tekjur". Það er ekkert víst. Enda er það heldur ekki aðalmarkmiðið. Gott atvinnulíf er ekki bara uppspretta fjármagns fyrir ríkið. Gott atvinnulíf, atvinnulíf sem gerir við bíla, bakar pitsur og kennir spænsku er markmið í sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
„Öflugt atvinnulíf er forsenda öflugs velferðarkerfis." Hve oft hefur maður ekki heyrt einhvern stjórnmálamanninn fara með þessa norrænu möntru? „Við þurfum fleiri störf ef við viljum gott heilbrigðiskerfi."„Við þurfum að auka útflutningsverðmæti ef við ætlum að reka hér gott menntakerfi." Auðvitað er þetta allt saman satt og rétt. En þessi hugsunarháttur fær fólk til að snúa hlutum á haus. Menn fara beinlínis að halda að helsti tilgangur atvinnulífsins sé að afla ríkissjóði tekna. Það er rugl. Tölum aðeins um atvinnulífið. Atvinnulífið er stórmerkilegt fyrirbæri. Einhver á bilaðan bíl. Einhver annar kann að gera við bíl. Sá er svangur og langar í pitsu. Pitsugerðarmanninn langar í nýtt parket. Konan sem kann að leggja parket vill læra spænsku á kvöldin. Maðurinn sem kennir henni spænsku var að eignast barn og þarf notaðan barnavagn. Gott atvinnulíf kann að leysa úr öllum þessum flækjum. Það er sama hvort menn krukka í Excel-skjölum eða safna dósum niðri í bæ um helgar, einhver vinna er samfélaginu oftast gagnlegri en engin vinna. Og vel á minnst: Það er samfélaginu mun gagnlegra að menn vinni svart frekar en að þeir vinni ekkert. Þó það sé ekki sérstaklega vinsælt að segja það.Að skila sínu Hugsum okkur mann sem er nýkominn úr meðferð eftir áralanga eiturlyfjaneyslu. Hann þiggur kannski einhverjar bætur en enginn er sérstaklega spenntur fyrir því að ráða þennan fyrrum dópista í vinnu. Hann fær samt kannski einhver minni verkefni: Gerir við tölvur fyrir fólk, selur eitthvað drasl á Barnalandi, leigir út íbúð sína til túrista meðan hann flytur til mömmu. Allt svart. Kannski vill þessi aðili ekki að þær bætur sem hann er að fá skerðist. Kannski tímir hann ekki að borga skatta. Kannski er vinna hans ekki það mikils virði að hann gæti selt hana ef hann þyrfti að borga skatta. Kannski er hann félagsfælinn og þorir ekki að tala við skattayfirvöld, veit ekki að hann þarf að setja sig á „staðgreiðsluskrá", fá sér „vasknúmer", reikna sér „endurgjald", standa skil á „iðgjöldum" og borga „tryggingargjald". Eða kannski er hann bara latur. Óneitanlega eru flestar ástæðurnar tiltölulega eigingjarnar. Þessi tiltekni fyrrum fíkill er vissulega ekki að skila sínu í ríkiskassann. Jú, jú, ef „allir myndu hugsa svona" þá væri engin Harpa. Ég veit. En hann er að skila einhverju til samfélagsins. Það er einhver sem kaupir gamalt drasl á Barnalandi sem er betur settur. Tölva einhvers er ekki lengur biluð. Einhver tékkneskur puttaferðalangur krassar í sófa og er sáttur.Ólöglegt hitt og þetta Nýlega mátti heyra fréttir af því að það væri fullt af „ólöglegum" gististöðum í Reykjavík. Jú, vefsíður eins og airbnb.com hafa gert mönnum mögulegt að hýsa túrista á sófanum hjá sér. Hugsið ykkur: Án sérstaks leyfis! Án þess að handlaug sé í hverju herbergi! Án þess að rúmin séu nægilega stór. Án þess að menn hafi skilað inn þeim tíu skjölum frá tíu ólíkum aðilum sem þarf til að opna gistiheimili. Hugsa sér. Lög eru samin af fólki. Oft hefur þetta fólk sem semur lögin svokallaða „hagsmunaðila" með í ráðum. Hagsmunaaðilar eiga það til að þvælast fyrir nýjabrumi. Eitt nýtt eyðublað fyrir mann sem hefur rekið hótel í tíu ár er minni þröskuldur en tíu eyðublöð fyrir einhvern sem er að stíga sín fyrstu spor í þeim bransa. Ég myndi vilja sjá fólki gert auðveldara að stunda atvinnurekstur á Íslandi. Ég get því miður ekki sagt að ég hafi á undanförnum fjórum árum séð mörg skref í þá veru en þigg ábendingar þar um. Ég myndi líka vilja að fólk fengi að halda eftir stærri hluta tekna sinna. Ekki endilega með þeim eilítið kuklkenndu rökum að það muni í raun „auka tekjur". Það er ekkert víst. Enda er það heldur ekki aðalmarkmiðið. Gott atvinnulíf er ekki bara uppspretta fjármagns fyrir ríkið. Gott atvinnulíf, atvinnulíf sem gerir við bíla, bakar pitsur og kennir spænsku er markmið í sjálfu sér.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun