Stefna á Íslandsmet í hundakerruakstri Hanna Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2013 07:00 Benedikt Magnússon ætlar ásamt fleirum að setja Íslandsmet í hundakerruakstri í Heiðmörk á laugardaginn. Mynd/úr einkasafni Benedikt Magnússon ætlar ásamt félögum að setja tuttugu sleðahunda fyrir kerru í Heiðmörk um helgina. Hann segir þá fá mikla ánægju og útrás við dráttinn. Hundarnir munu draga vagna á hjólum en hver og einn vegur um hundrað kíló. „Við ætlum að reyna að setja um tuttugu hunda fyrir framan sleða en það er mesti fjöldi sem hefur verið settur fyrir framan eitthvað apparat hér á landi,“ segir Benedikt Magnússon þjálfari, sem hyggst ásamt fleirum setja Íslandsmet í hundakerruakstri í Heiðmörk næstkomandi laugardag. Hundarnir, sem eru af tegundinni Siberian Husky, eru allir í eigu Benedikts og félaga hans. Benedikt á sjálfur sex hundanna. Að sögn Benedikts hefur farið mikil vinna í þjálfun hundanna. „Ef þú vilt eiga hunda sem fara einhverjar vegalengdir þarftu náttúrlega að láta þá fara þessar vegalengdir. Þú þarft sem sagt að þjálfa mikið.“ Þar sem enginn er snjórinn þessa dagana draga hundarnir vagna á hjólum sem vega um 100 kíló, en vagninn ber einn til tvo menn. „Við stefnum á að láta þá hlaupa um fimm, sex kílómetra en þetta er bara gert upp á gamanið. Við erum komin mjög stutt í þessu sporti hér á landi. Lengsta hlaupið sem hefur farið fram hér á landi er um þrjátíu kílómetrar. Úti í heimi eru þeir kannski að fara þúsund kílómetra en það tekur þá kannski fimm daga.“ Spurður hvort hann sjái fyrir sér auknar vinsældir íþróttarinnar segist hann vona að svo verði en bætir við: „Hinn almenni hundaeigandi er að kaupa sér gæludýr, en þeir sem eiga sleðahunda vilja vinnudýr. Þetta eru tveir ólíkir heimar en þeir geta alveg farið saman. Það hafa verið stofnaðir tveir klúbbar í kringum þetta, Sleðahundaklúbbur Íslands og Draghundasport Íslands, en fjöldi fólks er meðlimir í klúbbnum og margir þeirra eiga ekki einu sinni sleðahund. Þannig að það greinilegt að það er fjöldi fólks sem hefur áhuga á þessu.“ Benedikt segir hundana fá mikið út úr því að draga sleða. „Hundunum finnst þetta mjög gaman og þeir alveg bíða eftir því að fá að komast út. Þetta eru vinnudýr og í þessu fá þeir mikla útrás.“ Eins og áður segir mun atburðurinn fara fram í Heiðmörk næstkomandi laugardag klukkan tvö. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Benedikt Magnússon ætlar ásamt félögum að setja tuttugu sleðahunda fyrir kerru í Heiðmörk um helgina. Hann segir þá fá mikla ánægju og útrás við dráttinn. Hundarnir munu draga vagna á hjólum en hver og einn vegur um hundrað kíló. „Við ætlum að reyna að setja um tuttugu hunda fyrir framan sleða en það er mesti fjöldi sem hefur verið settur fyrir framan eitthvað apparat hér á landi,“ segir Benedikt Magnússon þjálfari, sem hyggst ásamt fleirum setja Íslandsmet í hundakerruakstri í Heiðmörk næstkomandi laugardag. Hundarnir, sem eru af tegundinni Siberian Husky, eru allir í eigu Benedikts og félaga hans. Benedikt á sjálfur sex hundanna. Að sögn Benedikts hefur farið mikil vinna í þjálfun hundanna. „Ef þú vilt eiga hunda sem fara einhverjar vegalengdir þarftu náttúrlega að láta þá fara þessar vegalengdir. Þú þarft sem sagt að þjálfa mikið.“ Þar sem enginn er snjórinn þessa dagana draga hundarnir vagna á hjólum sem vega um 100 kíló, en vagninn ber einn til tvo menn. „Við stefnum á að láta þá hlaupa um fimm, sex kílómetra en þetta er bara gert upp á gamanið. Við erum komin mjög stutt í þessu sporti hér á landi. Lengsta hlaupið sem hefur farið fram hér á landi er um þrjátíu kílómetrar. Úti í heimi eru þeir kannski að fara þúsund kílómetra en það tekur þá kannski fimm daga.“ Spurður hvort hann sjái fyrir sér auknar vinsældir íþróttarinnar segist hann vona að svo verði en bætir við: „Hinn almenni hundaeigandi er að kaupa sér gæludýr, en þeir sem eiga sleðahunda vilja vinnudýr. Þetta eru tveir ólíkir heimar en þeir geta alveg farið saman. Það hafa verið stofnaðir tveir klúbbar í kringum þetta, Sleðahundaklúbbur Íslands og Draghundasport Íslands, en fjöldi fólks er meðlimir í klúbbnum og margir þeirra eiga ekki einu sinni sleðahund. Þannig að það greinilegt að það er fjöldi fólks sem hefur áhuga á þessu.“ Benedikt segir hundana fá mikið út úr því að draga sleða. „Hundunum finnst þetta mjög gaman og þeir alveg bíða eftir því að fá að komast út. Þetta eru vinnudýr og í þessu fá þeir mikla útrás.“ Eins og áður segir mun atburðurinn fara fram í Heiðmörk næstkomandi laugardag klukkan tvö.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira