Ferðasaga bítnikka Sara McMahon skrifar 4. apríl 2013 14:00 „Besti lærdómurinn hlýst af reynslu" skrifaði rithöfundurinn Jack Kerouac og er inntak setningarinnar gegnumgangandi þema kvikmyndarinnar On The Road sem byggð er á samnefndri sögu Kerouacs. Sagan gerist á seinni hluta fimmta áratugarins og segir frá upplifunum rithöfundarins Sals Paradise, sem ferðast um endilöng Bandaríkin ásamt hinum frjálsþenkjandi vini sínum, Dean Moriarty, og kærustu hans, Marylou. Ritverkið er svo aftur byggt á eigin reynslu höfundarins og þykir lýsandi fyrir „beatnik" ritstefnuna sem braust upp á yfirborðið í Bandaríkjunum í kjölfar stríðsloka. Líkt og titill myndarinnar gefur til kynna er sagan ferðasaga og leikur Sam Riley rithöfundinn unga, Sal Paradise. Með hlutverk Deans Moriarty fer leikarinn Garrett Hedlund og Kristen Stewart leikur hina barnungu kærustu hans, Marylou. Með önnur hlutverk fara Amy Adams, Tom Sturridge, Mad Men-leikkonan Elisabeth Moss og Kirsten Dunst, sem leikur Camille, eiginkonu söguhetjunnar. Brasilíski leikstjórinn Walter Salles leikstýrir myndinni. Hann er hvað þekktastur fyrir myndina Diarios de motocicleta sem skartaði þeim Gael García Bernal og Rodrigo De la Serna í aðalhlutverkum. Lengi hefur staðið til að gera mynd byggða á bók Kerouac og áttu Brad Pitt og Ethan Hawke eitt sinn að fara með hlutverk Paradise og Moriarty. Árið 2005 ætlaði leikstjórinn Joel Schumacher að takast á við verkið með þeim Colin Farrell og Billy Crudup í aðalhlutverkum. Svo fór að Salles tók við keflinu. Í upphafi sóttist hann eftir James Franco og Joseph Gordon-Levitt í aðalhlutverkin en að lokum hrepptu Hedlund og Riley hnossið. Þrátt fyrir frábæran leikarahóp fær myndin aðeins sæmilega dóma og hlýtur 44 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com og 6,1 í einkunn hjá Imdb.com. Einn gagnrýnandi Rottentomatoes.com segir söguna ekki ætlaða kvikmyndaforminu en annar lýsir henni sem „útbreiddum sóðaskap líkt og ritverkið sjálft" og meinar það sem hrós.Sam Riley leikur rithöfundinn Sal Paradise í kvikmyndinni On The Road. Myndin er byggð á samnefndu ritverki Jacks Kerouac. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
„Besti lærdómurinn hlýst af reynslu" skrifaði rithöfundurinn Jack Kerouac og er inntak setningarinnar gegnumgangandi þema kvikmyndarinnar On The Road sem byggð er á samnefndri sögu Kerouacs. Sagan gerist á seinni hluta fimmta áratugarins og segir frá upplifunum rithöfundarins Sals Paradise, sem ferðast um endilöng Bandaríkin ásamt hinum frjálsþenkjandi vini sínum, Dean Moriarty, og kærustu hans, Marylou. Ritverkið er svo aftur byggt á eigin reynslu höfundarins og þykir lýsandi fyrir „beatnik" ritstefnuna sem braust upp á yfirborðið í Bandaríkjunum í kjölfar stríðsloka. Líkt og titill myndarinnar gefur til kynna er sagan ferðasaga og leikur Sam Riley rithöfundinn unga, Sal Paradise. Með hlutverk Deans Moriarty fer leikarinn Garrett Hedlund og Kristen Stewart leikur hina barnungu kærustu hans, Marylou. Með önnur hlutverk fara Amy Adams, Tom Sturridge, Mad Men-leikkonan Elisabeth Moss og Kirsten Dunst, sem leikur Camille, eiginkonu söguhetjunnar. Brasilíski leikstjórinn Walter Salles leikstýrir myndinni. Hann er hvað þekktastur fyrir myndina Diarios de motocicleta sem skartaði þeim Gael García Bernal og Rodrigo De la Serna í aðalhlutverkum. Lengi hefur staðið til að gera mynd byggða á bók Kerouac og áttu Brad Pitt og Ethan Hawke eitt sinn að fara með hlutverk Paradise og Moriarty. Árið 2005 ætlaði leikstjórinn Joel Schumacher að takast á við verkið með þeim Colin Farrell og Billy Crudup í aðalhlutverkum. Svo fór að Salles tók við keflinu. Í upphafi sóttist hann eftir James Franco og Joseph Gordon-Levitt í aðalhlutverkin en að lokum hrepptu Hedlund og Riley hnossið. Þrátt fyrir frábæran leikarahóp fær myndin aðeins sæmilega dóma og hlýtur 44 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com og 6,1 í einkunn hjá Imdb.com. Einn gagnrýnandi Rottentomatoes.com segir söguna ekki ætlaða kvikmyndaforminu en annar lýsir henni sem „útbreiddum sóðaskap líkt og ritverkið sjálft" og meinar það sem hrós.Sam Riley leikur rithöfundinn Sal Paradise í kvikmyndinni On The Road. Myndin er byggð á samnefndu ritverki Jacks Kerouac.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira