Þurfti að sanna nafn sitt með kirkjubókum Sunna Valgerðardóttir skrifar 3. apríl 2013 09:00 Breytingar í nánd? Fjölskylduheiður er ein aðalástæða þess að fullorðnir Íslendingar ákveða að breyta nöfnum sínum. Þó heita langflestir sama nafninu allt sitt líf. Fréttablaðið/Valli Fjölskyldutengsl eru aðalástæða þess að fólk breytir nafni sínu í þjóðskrá. Ungur maður þurfti að leita í kirkjubækur til að fá nafn sitt leiðrétt. Kona þurfti að láta upphafsstaf móður sinnar nægja og er ósátt við hámarksstafafjölda kerfisins. Ólafur Steinar missti ættarnafn sitt á pappírum þegar þjóðskrá var tölvuvædd, þar sem nafnið var of langt fyrir kerfið. „Þegar ég varð átján ára sóttist ég eftir því að fá þetta leiðrétt," segir Ólafur, sem þurfti að lokum að leita í gamlar kirkjubækur til að sýna fram á að hann hefði verið skírður upprunalega nafninu sínu. Hann var skírður Ólafur Steinar Kristjánsson Þorvaldz en ættarnafnið strokaðist út árið 1986 sökum tæknilegra annmarka þjóðskrár. „Ég sannaði að ég er skírður þessu nafni og þeir enduðu á því að leiðrétta það, sem var vesen því seta er ekki lengur viðurkenndur stafur í íslenska stafrófinu. Ég fékk þetta í gegn að lokum og nú heita báðir strákarnir mínir nafninu og bróðir minn ætti að geta þetta ef hann drattaðist til þess eftir allt erfiðið sem ég hef gengið í gegnum," segir Ólafur á léttum nótum. Ninna Karla Katrínardóttir bar áður nafnið Ása Ninna Katrínardóttir. „Ég notaði Ásunafnið lítið sem ekkert og það fór í raun í taugarnar á mér að hafa það þarna," segir Ninna. „Fólk greip yfirleitt fyrra nafnið og ég var því yfirleitt kölluð Ása, sem mér fannst leiðinlegt því Ninna er að mínu mati afskaplega fallegt nafn og ég fékk það í höfuðið á ömmu minni." Ninna lét því verða af breytingunni og lét í leiðinni kenna sig við stjúpföður sinn, Karl. Sólveig Ása B. Tryggvadóttir vildi láta kenna sig við móður sína, Björgu. Hún fékk þó þau svör frá þjóðskrá að þar sem nafnið væri orðið of langt þyrfti hún að segja skilið við Ásunafnið til að passa inn í kerfið. „Upphaflega ætlaði ég að vera Bjargar-Tryggvadóttir, en þar sem þetta varð svo mikið vesen endaði ég á einu litlu B-i," segir Sólveig. „Það er ansi fúlt að stafafjöldinn sé svona takmarkaður." Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Fjölskyldutengsl eru aðalástæða þess að fólk breytir nafni sínu í þjóðskrá. Ungur maður þurfti að leita í kirkjubækur til að fá nafn sitt leiðrétt. Kona þurfti að láta upphafsstaf móður sinnar nægja og er ósátt við hámarksstafafjölda kerfisins. Ólafur Steinar missti ættarnafn sitt á pappírum þegar þjóðskrá var tölvuvædd, þar sem nafnið var of langt fyrir kerfið. „Þegar ég varð átján ára sóttist ég eftir því að fá þetta leiðrétt," segir Ólafur, sem þurfti að lokum að leita í gamlar kirkjubækur til að sýna fram á að hann hefði verið skírður upprunalega nafninu sínu. Hann var skírður Ólafur Steinar Kristjánsson Þorvaldz en ættarnafnið strokaðist út árið 1986 sökum tæknilegra annmarka þjóðskrár. „Ég sannaði að ég er skírður þessu nafni og þeir enduðu á því að leiðrétta það, sem var vesen því seta er ekki lengur viðurkenndur stafur í íslenska stafrófinu. Ég fékk þetta í gegn að lokum og nú heita báðir strákarnir mínir nafninu og bróðir minn ætti að geta þetta ef hann drattaðist til þess eftir allt erfiðið sem ég hef gengið í gegnum," segir Ólafur á léttum nótum. Ninna Karla Katrínardóttir bar áður nafnið Ása Ninna Katrínardóttir. „Ég notaði Ásunafnið lítið sem ekkert og það fór í raun í taugarnar á mér að hafa það þarna," segir Ninna. „Fólk greip yfirleitt fyrra nafnið og ég var því yfirleitt kölluð Ása, sem mér fannst leiðinlegt því Ninna er að mínu mati afskaplega fallegt nafn og ég fékk það í höfuðið á ömmu minni." Ninna lét því verða af breytingunni og lét í leiðinni kenna sig við stjúpföður sinn, Karl. Sólveig Ása B. Tryggvadóttir vildi láta kenna sig við móður sína, Björgu. Hún fékk þó þau svör frá þjóðskrá að þar sem nafnið væri orðið of langt þyrfti hún að segja skilið við Ásunafnið til að passa inn í kerfið. „Upphaflega ætlaði ég að vera Bjargar-Tryggvadóttir, en þar sem þetta varð svo mikið vesen endaði ég á einu litlu B-i," segir Sólveig. „Það er ansi fúlt að stafafjöldinn sé svona takmarkaður."
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira