Telur Umferðarstofu gera óhóflegar kröfur Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. apríl 2013 11:30 Jón Jónsson bifvélavirki segist vilja auka veg metangass í íslenskum samgöngum enda sé þjóðhagslegur ávinningur af því gífurlegur. Hann stendur í stappi við Umferðarstofu um réttindi til breytinga. Fréttablaðið/Pjetur Óhóflegar kröfur Umferðarstofu torvelda einyrkjum á sviði bifvélavirkjunar að öðlast réttindi til að setja metanbúnað í bíla. Þetta segir Jón Jónsson bifvélavirki sem ekki hefur fengið slík réttindi viðurkennd þrátt yfir að hafa setið og staðist tilskilið námskeið á bílgreinasviði Iðunnar fræðsluseturs fyrir rúmum tveimur árum. "Kennararnir sem kenndu okkur í Borgarholtsskóla sögðu okkur að eftir námskeiðið færum við á lista Umferðarstofu sem löggiltir metanísetningar- og viðgerðarmenn. En svo þegar á reynir eru kröfurnar svo miklar hjá Umferðarstofu að ekki er hægt að verða við þeim," segir Jón. Hann segir stranda á kröfu Umferðarstofu um að hann setji búnað í bíl og sérfræðingur þeirra taki út verkið að því loknu. "En á meðan ég er ekki á lista Umferðarstofu selja hinir aðilarnir mér ekki metanbúnað. Þannig að þetta er mótsagnakennt hjá þeim." Við eftirgrennslan segist Jón hafa fengið þau svör hjá Umferðarstofu að sérfræðingur stofnunarinnar, sem taka á út breytinguna hjá honum, sé ekki sérmenntaður í metanfræðum. "Og það nær ekki nokkurri átt að maður sem ekki hefur réttindi skuli banna mér að vinna við þessa hluti. Svona vitlausar kröfur eru ekki til þess að flýta því að bílaflotanum verði hér breytt yfir í metan." Um leið segist Jón hafa spurt að því hvort viðlíka reglur ætti að setja um aðra viðkvæma öryggisþætti í bílaviðgerðum, svo sem um bremsu- eða stýrisviðgerðir, en svo væri ekki. "En það væri alveg eins ástæða til að setja eins reglur um úttekt vegna svoleiðis verkefna. Annars er metanbúnaðurinn ekkert hættulegur í sjálfu sér. Maður þarf bara að vita einhver grunnatriði," segir Jón. Egill Örn Jóhannesson, bílgreinakennari hjá Iðunni, segist sammála því að vinnubrögð Umferðarstofu séu röng þegar kemur að því að viðurkenna réttindi til metanbreytinga. Vinnulagið sem viðhaft sé torveldi þeim sem ekki vinni nú þegar á sérhæfðum breytingaverkstæðum fyrir metan að verða sér úti um réttindin. Dæmi Jóns sé ekki einsdæmi, en um þessar mundir láti annar bifvélavirki reyna á það sama eftir að hafa setið námskeið hjá Iðunni. "Þeir hjá Umferðarstofu hafa alltaf staðið á móti því að farið sé út í þessar breytingar því í einhverjum lögum segir að bannað sé að breyta eldsneytiskerfum bíla," segir hann.Engar kvaðir vegna kaupa á búnaði Umferðarstofa segir misskilning að til þess að fá keyptan búnað til metanbreytinga þurfi viðkomandi að vera skráður á lista stofnunarinnar yfir ísetningaraðila sem uppfylla tilskilin skilyrði. Haldi einhver slíku fram sé það hvorki frá Umferðarstofu komið né hafi þeir starfsmenn stofnunarinnar sem hafa með málaflokkinn að gera haft nokkra afspurn af því að söluaðilar geri þess konar kröfur. Þeir sem hafa hug á að breyta bifreiðum þannig að þær gangi fyrir metangasi þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði Umferðarstofu: 1. Að starfsábyrgðartrygging sé í gildi. 2. Að upplýsingar um menntun séu fengnar Umferðarstofu í té. 3. Að viðkomandi hafi setið námskeið um hvernig ísetningu metans á að vera háttað og sé með staðfestingu þess efnis. 4. Að starfsstöð viðkomandi sé tekin út af fulltrúa Umferðarstofu. 5. Að fyrir liggi breytt bifreið sem nýtir metan sem orkugjafa. Þá bifreið er skylt að færa til breytingaskoðunar á skoðunarstöð í samræmi við 12. gr. reglugerðar nr. 8/2009 um skoðun ökutækja. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Óhóflegar kröfur Umferðarstofu torvelda einyrkjum á sviði bifvélavirkjunar að öðlast réttindi til að setja metanbúnað í bíla. Þetta segir Jón Jónsson bifvélavirki sem ekki hefur fengið slík réttindi viðurkennd þrátt yfir að hafa setið og staðist tilskilið námskeið á bílgreinasviði Iðunnar fræðsluseturs fyrir rúmum tveimur árum. "Kennararnir sem kenndu okkur í Borgarholtsskóla sögðu okkur að eftir námskeiðið færum við á lista Umferðarstofu sem löggiltir metanísetningar- og viðgerðarmenn. En svo þegar á reynir eru kröfurnar svo miklar hjá Umferðarstofu að ekki er hægt að verða við þeim," segir Jón. Hann segir stranda á kröfu Umferðarstofu um að hann setji búnað í bíl og sérfræðingur þeirra taki út verkið að því loknu. "En á meðan ég er ekki á lista Umferðarstofu selja hinir aðilarnir mér ekki metanbúnað. Þannig að þetta er mótsagnakennt hjá þeim." Við eftirgrennslan segist Jón hafa fengið þau svör hjá Umferðarstofu að sérfræðingur stofnunarinnar, sem taka á út breytinguna hjá honum, sé ekki sérmenntaður í metanfræðum. "Og það nær ekki nokkurri átt að maður sem ekki hefur réttindi skuli banna mér að vinna við þessa hluti. Svona vitlausar kröfur eru ekki til þess að flýta því að bílaflotanum verði hér breytt yfir í metan." Um leið segist Jón hafa spurt að því hvort viðlíka reglur ætti að setja um aðra viðkvæma öryggisþætti í bílaviðgerðum, svo sem um bremsu- eða stýrisviðgerðir, en svo væri ekki. "En það væri alveg eins ástæða til að setja eins reglur um úttekt vegna svoleiðis verkefna. Annars er metanbúnaðurinn ekkert hættulegur í sjálfu sér. Maður þarf bara að vita einhver grunnatriði," segir Jón. Egill Örn Jóhannesson, bílgreinakennari hjá Iðunni, segist sammála því að vinnubrögð Umferðarstofu séu röng þegar kemur að því að viðurkenna réttindi til metanbreytinga. Vinnulagið sem viðhaft sé torveldi þeim sem ekki vinni nú þegar á sérhæfðum breytingaverkstæðum fyrir metan að verða sér úti um réttindin. Dæmi Jóns sé ekki einsdæmi, en um þessar mundir láti annar bifvélavirki reyna á það sama eftir að hafa setið námskeið hjá Iðunni. "Þeir hjá Umferðarstofu hafa alltaf staðið á móti því að farið sé út í þessar breytingar því í einhverjum lögum segir að bannað sé að breyta eldsneytiskerfum bíla," segir hann.Engar kvaðir vegna kaupa á búnaði Umferðarstofa segir misskilning að til þess að fá keyptan búnað til metanbreytinga þurfi viðkomandi að vera skráður á lista stofnunarinnar yfir ísetningaraðila sem uppfylla tilskilin skilyrði. Haldi einhver slíku fram sé það hvorki frá Umferðarstofu komið né hafi þeir starfsmenn stofnunarinnar sem hafa með málaflokkinn að gera haft nokkra afspurn af því að söluaðilar geri þess konar kröfur. Þeir sem hafa hug á að breyta bifreiðum þannig að þær gangi fyrir metangasi þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði Umferðarstofu: 1. Að starfsábyrgðartrygging sé í gildi. 2. Að upplýsingar um menntun séu fengnar Umferðarstofu í té. 3. Að viðkomandi hafi setið námskeið um hvernig ísetningu metans á að vera háttað og sé með staðfestingu þess efnis. 4. Að starfsstöð viðkomandi sé tekin út af fulltrúa Umferðarstofu. 5. Að fyrir liggi breytt bifreið sem nýtir metan sem orkugjafa. Þá bifreið er skylt að færa til breytingaskoðunar á skoðunarstöð í samræmi við 12. gr. reglugerðar nr. 8/2009 um skoðun ökutækja.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira