Innlent

Ferðafólk getur fengið vöktun

Ferðamenn geta aukið öryggi sitt með nýrri þjónustu.
Ferðamenn geta aukið öryggi sitt með nýrri þjónustu.
Ferðamenn, innlendir sem erlendir í styttri sem lengri ferðum, hafa nú kost á því að láta fylgjast með að þeir skili sér úr ferðum sínum. Undanfarna mánuði hafa Slysavarnafélagið Landsbjörg og Neyðarlínan unnið að því að setja upp kerfi sem getur tekið við og vaktað ferðir ferðamanna.

Vonast er til að sem flestir nýti sér þessa þjónustu, því ef illa fer er hægt að bregðast við með skilvirkari hætti en ella. Fyrir liggja þá allar upplýsingar um viðkomandi og hans ferðaáætlun. Að auki er þjónustan tengd við 112 Iceland-appið.

Einfalt er að nota þjónustuna en viðkomandi þarf að skrá sig á vefnum www.safetravel.is.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×