Er svo ekta íslenskt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2013 00:01 Mynd/Stefán Ragga Gísla er á leiðinni á rokkhátíðina Aldrei fór ég suður, í fyrsta skipti á ævinni. Þar ætlar hún að syngja nokkur lög með Fjallabræðrum, meðal annars eitt nýtt úr eigin smiðju, Þetta er ást. Ég hef aldrei farið áður á rokkhátíðina á Ísafirði en það hafa eiginlega allir gert sem ég þekki. Ég er búin að vera á leiðinni í mörg ár svo það hlaut að koma að því," segir Ragga Gísla, sem einmitt er á leiðinni vestur á Ísafjörð í dag á Aldrei fór ég suður. „Rokkstjórinn, hann Jón Þór, hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að syngja með karlakórnum Fjallabræðrum og ég sló til. Svo samdi ég lag í framhaldinu handa okkur, bara þegar við vorum að búa til prógrammið, og fékk vinkonu mína, Steinunni Þorvalds, til að semja texta." Ragga segir Fjallabræður flottan kór og skemmtilegan og með honum spili frábært band, sem kenni sig við kórinn. „Þar eru tveir úrvals trommarar, bassi og hljómborðsleikari. Kórstjórinn, Halldór Gunnar Pálsson, er svo mikill rokkari að hann er með rafmagnsgítar og stjórnar með honum. Svo er skrautfjöðrin, Unnur Birna fiðluleikari. Hún puntar nú ekkert smá upp á. Það er logandi gaman að taka þátt í þessu verkefni." Spurð hvort stífar æfingar hafi farið fram svarar Ragga. „Ég held ég sé búin að fara á tvær, þrjár æfingar. Þetta eru lög sem ég kann og allt bara small hjá okkur. Stundum gerist það og stundum ekki. Strákarnir eru svo góðir, þeir eru með tónlistina í blóðinu." Hún býst við að koma fram í stórri skemmu. „Þetta er svo stór kór og trommararnir tveir í bandinu taka sitt pláss," segir hún. Ætlar þú að fljúga vestur? „Já, á Fokkernum, þrátt fyrir að framleiðendur hans segi hann ekki hæfan til að lenda þar, vegna þrengsla í aðfluginu. En ég hef oft flogið til Ísafjarðar þannig að ég kannast alveg við það þegar við strjúkum vængjunum utan í klettabeltin. Íslenskir flugmenn vinna kraftaverk oft á dag." Ragga kveðst hafa hlakkað til Ísafjarðarferðarinnar frá því hún kom fyrst til tals. „Ég held það verði magnað að upplifa þá stemningu sem ríkir í bæjarfélaginu um þessa helgi. Þetta er svo alvöru íslenskt. Þessi eldmóður sem er í okkur Íslendingum og þarf að halda við. Ég tel líka að Ísfirðingar beri virðingu fyrir sér og umhverfi sínu og það ætti að vera til eftirbreytni fyrir okkur hin." Fer Birkir með þér? „Já, hann fílar þetta í tætlur. Fer með mér á allar tónlistarhátíðir og ég fer með honum á fótboltaleiki. Það er frábært þegar áhugamálin eru þau sömu. Þetta er ást." Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Ragga Gísla er á leiðinni á rokkhátíðina Aldrei fór ég suður, í fyrsta skipti á ævinni. Þar ætlar hún að syngja nokkur lög með Fjallabræðrum, meðal annars eitt nýtt úr eigin smiðju, Þetta er ást. Ég hef aldrei farið áður á rokkhátíðina á Ísafirði en það hafa eiginlega allir gert sem ég þekki. Ég er búin að vera á leiðinni í mörg ár svo það hlaut að koma að því," segir Ragga Gísla, sem einmitt er á leiðinni vestur á Ísafjörð í dag á Aldrei fór ég suður. „Rokkstjórinn, hann Jón Þór, hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að syngja með karlakórnum Fjallabræðrum og ég sló til. Svo samdi ég lag í framhaldinu handa okkur, bara þegar við vorum að búa til prógrammið, og fékk vinkonu mína, Steinunni Þorvalds, til að semja texta." Ragga segir Fjallabræður flottan kór og skemmtilegan og með honum spili frábært band, sem kenni sig við kórinn. „Þar eru tveir úrvals trommarar, bassi og hljómborðsleikari. Kórstjórinn, Halldór Gunnar Pálsson, er svo mikill rokkari að hann er með rafmagnsgítar og stjórnar með honum. Svo er skrautfjöðrin, Unnur Birna fiðluleikari. Hún puntar nú ekkert smá upp á. Það er logandi gaman að taka þátt í þessu verkefni." Spurð hvort stífar æfingar hafi farið fram svarar Ragga. „Ég held ég sé búin að fara á tvær, þrjár æfingar. Þetta eru lög sem ég kann og allt bara small hjá okkur. Stundum gerist það og stundum ekki. Strákarnir eru svo góðir, þeir eru með tónlistina í blóðinu." Hún býst við að koma fram í stórri skemmu. „Þetta er svo stór kór og trommararnir tveir í bandinu taka sitt pláss," segir hún. Ætlar þú að fljúga vestur? „Já, á Fokkernum, þrátt fyrir að framleiðendur hans segi hann ekki hæfan til að lenda þar, vegna þrengsla í aðfluginu. En ég hef oft flogið til Ísafjarðar þannig að ég kannast alveg við það þegar við strjúkum vængjunum utan í klettabeltin. Íslenskir flugmenn vinna kraftaverk oft á dag." Ragga kveðst hafa hlakkað til Ísafjarðarferðarinnar frá því hún kom fyrst til tals. „Ég held það verði magnað að upplifa þá stemningu sem ríkir í bæjarfélaginu um þessa helgi. Þetta er svo alvöru íslenskt. Þessi eldmóður sem er í okkur Íslendingum og þarf að halda við. Ég tel líka að Ísfirðingar beri virðingu fyrir sér og umhverfi sínu og það ætti að vera til eftirbreytni fyrir okkur hin." Fer Birkir með þér? „Já, hann fílar þetta í tætlur. Fer með mér á allar tónlistarhátíðir og ég fer með honum á fótboltaleiki. Það er frábært þegar áhugamálin eru þau sömu. Þetta er ást."
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira