Er svo ekta íslenskt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2013 00:01 Mynd/Stefán Ragga Gísla er á leiðinni á rokkhátíðina Aldrei fór ég suður, í fyrsta skipti á ævinni. Þar ætlar hún að syngja nokkur lög með Fjallabræðrum, meðal annars eitt nýtt úr eigin smiðju, Þetta er ást. Ég hef aldrei farið áður á rokkhátíðina á Ísafirði en það hafa eiginlega allir gert sem ég þekki. Ég er búin að vera á leiðinni í mörg ár svo það hlaut að koma að því," segir Ragga Gísla, sem einmitt er á leiðinni vestur á Ísafjörð í dag á Aldrei fór ég suður. „Rokkstjórinn, hann Jón Þór, hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að syngja með karlakórnum Fjallabræðrum og ég sló til. Svo samdi ég lag í framhaldinu handa okkur, bara þegar við vorum að búa til prógrammið, og fékk vinkonu mína, Steinunni Þorvalds, til að semja texta." Ragga segir Fjallabræður flottan kór og skemmtilegan og með honum spili frábært band, sem kenni sig við kórinn. „Þar eru tveir úrvals trommarar, bassi og hljómborðsleikari. Kórstjórinn, Halldór Gunnar Pálsson, er svo mikill rokkari að hann er með rafmagnsgítar og stjórnar með honum. Svo er skrautfjöðrin, Unnur Birna fiðluleikari. Hún puntar nú ekkert smá upp á. Það er logandi gaman að taka þátt í þessu verkefni." Spurð hvort stífar æfingar hafi farið fram svarar Ragga. „Ég held ég sé búin að fara á tvær, þrjár æfingar. Þetta eru lög sem ég kann og allt bara small hjá okkur. Stundum gerist það og stundum ekki. Strákarnir eru svo góðir, þeir eru með tónlistina í blóðinu." Hún býst við að koma fram í stórri skemmu. „Þetta er svo stór kór og trommararnir tveir í bandinu taka sitt pláss," segir hún. Ætlar þú að fljúga vestur? „Já, á Fokkernum, þrátt fyrir að framleiðendur hans segi hann ekki hæfan til að lenda þar, vegna þrengsla í aðfluginu. En ég hef oft flogið til Ísafjarðar þannig að ég kannast alveg við það þegar við strjúkum vængjunum utan í klettabeltin. Íslenskir flugmenn vinna kraftaverk oft á dag." Ragga kveðst hafa hlakkað til Ísafjarðarferðarinnar frá því hún kom fyrst til tals. „Ég held það verði magnað að upplifa þá stemningu sem ríkir í bæjarfélaginu um þessa helgi. Þetta er svo alvöru íslenskt. Þessi eldmóður sem er í okkur Íslendingum og þarf að halda við. Ég tel líka að Ísfirðingar beri virðingu fyrir sér og umhverfi sínu og það ætti að vera til eftirbreytni fyrir okkur hin." Fer Birkir með þér? „Já, hann fílar þetta í tætlur. Fer með mér á allar tónlistarhátíðir og ég fer með honum á fótboltaleiki. Það er frábært þegar áhugamálin eru þau sömu. Þetta er ást." Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Ragga Gísla er á leiðinni á rokkhátíðina Aldrei fór ég suður, í fyrsta skipti á ævinni. Þar ætlar hún að syngja nokkur lög með Fjallabræðrum, meðal annars eitt nýtt úr eigin smiðju, Þetta er ást. Ég hef aldrei farið áður á rokkhátíðina á Ísafirði en það hafa eiginlega allir gert sem ég þekki. Ég er búin að vera á leiðinni í mörg ár svo það hlaut að koma að því," segir Ragga Gísla, sem einmitt er á leiðinni vestur á Ísafjörð í dag á Aldrei fór ég suður. „Rokkstjórinn, hann Jón Þór, hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að syngja með karlakórnum Fjallabræðrum og ég sló til. Svo samdi ég lag í framhaldinu handa okkur, bara þegar við vorum að búa til prógrammið, og fékk vinkonu mína, Steinunni Þorvalds, til að semja texta." Ragga segir Fjallabræður flottan kór og skemmtilegan og með honum spili frábært band, sem kenni sig við kórinn. „Þar eru tveir úrvals trommarar, bassi og hljómborðsleikari. Kórstjórinn, Halldór Gunnar Pálsson, er svo mikill rokkari að hann er með rafmagnsgítar og stjórnar með honum. Svo er skrautfjöðrin, Unnur Birna fiðluleikari. Hún puntar nú ekkert smá upp á. Það er logandi gaman að taka þátt í þessu verkefni." Spurð hvort stífar æfingar hafi farið fram svarar Ragga. „Ég held ég sé búin að fara á tvær, þrjár æfingar. Þetta eru lög sem ég kann og allt bara small hjá okkur. Stundum gerist það og stundum ekki. Strákarnir eru svo góðir, þeir eru með tónlistina í blóðinu." Hún býst við að koma fram í stórri skemmu. „Þetta er svo stór kór og trommararnir tveir í bandinu taka sitt pláss," segir hún. Ætlar þú að fljúga vestur? „Já, á Fokkernum, þrátt fyrir að framleiðendur hans segi hann ekki hæfan til að lenda þar, vegna þrengsla í aðfluginu. En ég hef oft flogið til Ísafjarðar þannig að ég kannast alveg við það þegar við strjúkum vængjunum utan í klettabeltin. Íslenskir flugmenn vinna kraftaverk oft á dag." Ragga kveðst hafa hlakkað til Ísafjarðarferðarinnar frá því hún kom fyrst til tals. „Ég held það verði magnað að upplifa þá stemningu sem ríkir í bæjarfélaginu um þessa helgi. Þetta er svo alvöru íslenskt. Þessi eldmóður sem er í okkur Íslendingum og þarf að halda við. Ég tel líka að Ísfirðingar beri virðingu fyrir sér og umhverfi sínu og það ætti að vera til eftirbreytni fyrir okkur hin." Fer Birkir með þér? „Já, hann fílar þetta í tætlur. Fer með mér á allar tónlistarhátíðir og ég fer með honum á fótboltaleiki. Það er frábært þegar áhugamálin eru þau sömu. Þetta er ást."
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira