Framhaldsskólum ekki hlíft Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 26. mars 2013 06:00 Í Morgunblaðinu 28. febrúar sl. skrifar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður grein sem hún nefnir Frestun menntastefnu og tíundar tillögur frá fundi Samtaka atvinnulífsins. Þar sagði að efla þyrfti menntun, rannsóknir og nýsköpun. Hún rifjar líka upp gamlar tillögur um að stytta námstíma til stúdentsprófs og að efla skuli iðn- og verknám til að draga úr brotthvarfi frá námi. Þingmaðurinn segir tillögurnar ekki nýjar því unnið hafi verið að þeim í ráðherratíð sinni. Hún segir það mikil mistök hjá ríkisstjórninni að fresta gildistöku mikilvægasta hluta laganna til 2015 sem gangi einmitt út á efla iðn- og starfsnám, stytta námstímann og minnka brotthvarf úr námi.Ákvæði um nýbreytni Í þeim hluta laganna sem skotið var á frest eru tilgreind ákvæði um nýbreytni í námsmati, fimm daga lengingu starfstíma skóla, helstu tegundir lokaprófa, aðalnámskrá, námskrár og námsbrautalýsingar skóla, starfsgreinaráð og vinnustaðanám. Þar eru engin markmið tilgreind um að efla iðn- og verknám, stytta námstíma og minnka brotthvarf úr námi. Enda segja lögin lítið um hvernig nemendur eigi að vera menntaðir við lok framhaldsskóla. Í lagafrumvörpunum var valin sú leið að festa ekki niður lengd námstíma því hann geti verið breytilegur frá upphafi grunnskóla og til loka framhaldsskóla. Um þessa nálgun hefur verið sátt enda í meira samræmi við skráða og óskráða skólastefnu hér á landi en einhliða inngrip í lengd námstíma til stúdentsprófs. Þegar þingmaðurinn mælti fyrir lagafrumvörpunum í ráðherratíð sinni kom fram að gildi stúdentsprófs yrði áfram óskorað. Áréttaði Alþingi að gæði þess yrðu ekki skert og það hefði áfram þá stöðu að veita aðgang að háskólanámi. Í vinnu starfsgreinaráða við að útfæra iðn- og verknám síðan ríkir ekki sú hugsun að mennta fleiri nemendur á skemmri tíma til lokaprófs úr framhaldsskóla. En þegar kemur að námstíma til stúdentsprófs er vakin upp gamla tuggan um að stytting námstíma minnki brotthvarf úr námi. Þessi fullyrðing hefur hvorki verið rannsökuð né studd rökum. Stytting námstíma er ófrjó kerfisumræða, hún er hvorki menntastefna né forgangsmál í menntamálum. Gagnlegra er að standa með menntuninni í raun og veru í stað þess að kasta fram klisjum og fullyrðingum sem eiga sér ekki stoð í lögunum. Þessu má líkja við að atvinnulífið hafi dottið út 2008, og síðan þá ekki fylgst með þeirri þróun sem átt hefur sér stað. Nú hefur ASÍ tekið höndum saman við atvinnulífið við að móta menntastefnu fyrir þá ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar. Þingmaðurinn sér ekkert athugavert við að ASÍ og SA taki sér dagskrárvaldið! En að hlusta á sérfræðingana í skólunum nær ekki upp á pallborðið.Dýrar breytingar Framhaldsskólalögin fela í sér dýrar breytingar; kostnaður er áætlaður á bilinu 1,3 – 1,7 milljarðar á verðlagi ársins 2008. Þeir fjármunir hurfu í efnahagshruninu. Oft heyrist að lítill niðurskurður hafi orðið í framhaldsskólum landsins þar sem þeir séu hluti af velferðarkerfinu. Þá er vísað til hinnar margrómuðu forgangsröðunar í ríkisfjármálum. Sú er ekki raunin og allt tal um að skólunum hafi verið hlíft er hrein blekking. Þetta veit fagfólkið í skólunum. Staðreyndir sýna svart á hvítu mikinn niðurskurð allt frá 2004/2005 sem hleypur á milljörðum. Afleiðingarnar eru sístækkandi námshópar, minni stuðningur við nemendur og vítahringur slæmra starfsskilyrða svo að skólastarfið er komið í öngstræti. Orsakir brotthvarfs frá námi eru flóknari en svo að skólunum sé bara um að kenna.Mikilvægast að skila fénu Kennarasamtökin hafa aldrei litið á námstíma sem heilagt atriði. Þvert á móti hafa þau lengi haft þá áherslu að nemendum eigi að bjóðast möguleikar á að ljúka námi á mislöngum tíma og á mismunandi aldri. Mikilvægast fyrir framhaldsskólana er að þeim verði skilað því fé sem hefur verið rifið innan úr þeim með niðurskurði á löngum tíma. Framhaldsskóli fyrir alla, fjölbreytt nám við hæfi, valkostir og stuðningur er mun þýðingarmeira og miklu framar í forgangsröðinni en einhliða áhersla á árafjöldann. Út úr þessari þröngu og ófrjóu hugsun þarf að komast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 28. febrúar sl. skrifar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður grein sem hún nefnir Frestun menntastefnu og tíundar tillögur frá fundi Samtaka atvinnulífsins. Þar sagði að efla þyrfti menntun, rannsóknir og nýsköpun. Hún rifjar líka upp gamlar tillögur um að stytta námstíma til stúdentsprófs og að efla skuli iðn- og verknám til að draga úr brotthvarfi frá námi. Þingmaðurinn segir tillögurnar ekki nýjar því unnið hafi verið að þeim í ráðherratíð sinni. Hún segir það mikil mistök hjá ríkisstjórninni að fresta gildistöku mikilvægasta hluta laganna til 2015 sem gangi einmitt út á efla iðn- og starfsnám, stytta námstímann og minnka brotthvarf úr námi.Ákvæði um nýbreytni Í þeim hluta laganna sem skotið var á frest eru tilgreind ákvæði um nýbreytni í námsmati, fimm daga lengingu starfstíma skóla, helstu tegundir lokaprófa, aðalnámskrá, námskrár og námsbrautalýsingar skóla, starfsgreinaráð og vinnustaðanám. Þar eru engin markmið tilgreind um að efla iðn- og verknám, stytta námstíma og minnka brotthvarf úr námi. Enda segja lögin lítið um hvernig nemendur eigi að vera menntaðir við lok framhaldsskóla. Í lagafrumvörpunum var valin sú leið að festa ekki niður lengd námstíma því hann geti verið breytilegur frá upphafi grunnskóla og til loka framhaldsskóla. Um þessa nálgun hefur verið sátt enda í meira samræmi við skráða og óskráða skólastefnu hér á landi en einhliða inngrip í lengd námstíma til stúdentsprófs. Þegar þingmaðurinn mælti fyrir lagafrumvörpunum í ráðherratíð sinni kom fram að gildi stúdentsprófs yrði áfram óskorað. Áréttaði Alþingi að gæði þess yrðu ekki skert og það hefði áfram þá stöðu að veita aðgang að háskólanámi. Í vinnu starfsgreinaráða við að útfæra iðn- og verknám síðan ríkir ekki sú hugsun að mennta fleiri nemendur á skemmri tíma til lokaprófs úr framhaldsskóla. En þegar kemur að námstíma til stúdentsprófs er vakin upp gamla tuggan um að stytting námstíma minnki brotthvarf úr námi. Þessi fullyrðing hefur hvorki verið rannsökuð né studd rökum. Stytting námstíma er ófrjó kerfisumræða, hún er hvorki menntastefna né forgangsmál í menntamálum. Gagnlegra er að standa með menntuninni í raun og veru í stað þess að kasta fram klisjum og fullyrðingum sem eiga sér ekki stoð í lögunum. Þessu má líkja við að atvinnulífið hafi dottið út 2008, og síðan þá ekki fylgst með þeirri þróun sem átt hefur sér stað. Nú hefur ASÍ tekið höndum saman við atvinnulífið við að móta menntastefnu fyrir þá ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar. Þingmaðurinn sér ekkert athugavert við að ASÍ og SA taki sér dagskrárvaldið! En að hlusta á sérfræðingana í skólunum nær ekki upp á pallborðið.Dýrar breytingar Framhaldsskólalögin fela í sér dýrar breytingar; kostnaður er áætlaður á bilinu 1,3 – 1,7 milljarðar á verðlagi ársins 2008. Þeir fjármunir hurfu í efnahagshruninu. Oft heyrist að lítill niðurskurður hafi orðið í framhaldsskólum landsins þar sem þeir séu hluti af velferðarkerfinu. Þá er vísað til hinnar margrómuðu forgangsröðunar í ríkisfjármálum. Sú er ekki raunin og allt tal um að skólunum hafi verið hlíft er hrein blekking. Þetta veit fagfólkið í skólunum. Staðreyndir sýna svart á hvítu mikinn niðurskurð allt frá 2004/2005 sem hleypur á milljörðum. Afleiðingarnar eru sístækkandi námshópar, minni stuðningur við nemendur og vítahringur slæmra starfsskilyrða svo að skólastarfið er komið í öngstræti. Orsakir brotthvarfs frá námi eru flóknari en svo að skólunum sé bara um að kenna.Mikilvægast að skila fénu Kennarasamtökin hafa aldrei litið á námstíma sem heilagt atriði. Þvert á móti hafa þau lengi haft þá áherslu að nemendum eigi að bjóðast möguleikar á að ljúka námi á mislöngum tíma og á mismunandi aldri. Mikilvægast fyrir framhaldsskólana er að þeim verði skilað því fé sem hefur verið rifið innan úr þeim með niðurskurði á löngum tíma. Framhaldsskóli fyrir alla, fjölbreytt nám við hæfi, valkostir og stuðningur er mun þýðingarmeira og miklu framar í forgangsröðinni en einhliða áhersla á árafjöldann. Út úr þessari þröngu og ófrjóu hugsun þarf að komast.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun