Innlent

Rannsókn á innkaupamálum LSH er hafin

Sunna Valgerðardóttir skrifar
Tölvupóstsamskipti tveggja starfsmanna innkaupadeildar LSH urðu til þess að spítalinn var kærður til samkeppniseftirlitsins. 
Fréttablaðið/Vilhelm
Tölvupóstsamskipti tveggja starfsmanna innkaupadeildar LSH urðu til þess að spítalinn var kærður til samkeppniseftirlitsins. Fréttablaðið/Vilhelm
Samkeppniseftirlitið er byrjað að rannsaka meint brot innkaupadeildar Landspítalans (LSH) á samkeppnislögum. Það var fyrirtækið Logaland ehf. sem kærði spítalann til eftirlitsins í síðasta mánuði vegna vinnubragða í innkaupum á heilbrigðisvörum og -tækjum.

Fyrirtækið áætlar að meirihlutinn af um níu milljarða árlegri veltu á þeim markaði fari í gegnum innkaupadeildina. Ástæðan var fyrirvaralaus ákvörðun LSH um að hætta að kaupa vörur frá Logalandi og beina viðskiptum sínum til Hátækni. Um var að ræða sömu vöru frá sama framleiðanda.

Í tölvupósti á milli tveggja starfsmanna Landspítala kemur fram að verð Logalands sé lægra en í Hátækni en í svari verkefnastjóra innkaupasviðs kemur fram: „Viltu reyna að pressa verðin niður meira?"

Landspítalinn hefur frest til 30. apríl til að skila inn gögnum til Samkeppniseftirlitsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×