Tónlistin er dásamleg veira Kjartan Guðmundsson skrifar 21. mars 2013 11:00 Geiri Sæm segist fylgjast vel með ungu íslensku tónlistarfólki í dag og hefur meðal annars áhuga á að vinna með Kiriyama Family. Fréttablaðið/Stefán „Málið er að ef maður hefur einu sinni náð tökum á tónlistinni og náð tökum á henni, þá lætur hún mann ekkert í friði. Ég verð ofsalega eirðarlaus ef ég kem ekki með einhverjum hætti að tónlist í smá tíma. Þetta er dásamleg veira," segir popparinn Geiri Sæm, sem hefur sent frá sér sitt fyrsta lag í áraraðir, eða síðan þriðja sólóplatan hans kom út árið 1991. Lagið heitir Frá topp oní tær og er eins konar virðingarvottur við foreldra Geira, þau Sæmund Pálsson, betur þekktan sem Sæma rokk, og Ásgerði Ásgeirsdóttur. „Mig langaði hreinlega til að gera lag um þau. Þau hafa reynst mér mjög vel og samband þeirra er mjög fallegt. Pabbi hefur alltaf verið óskaplega góður við mömmu og er mjög góð fyrirmynd hvað þetta varðar, svo mér fannst þau tilvalið umfjöllunarefni," segir Geiri og bætir við að vegna textans um dansandi heiðurshjónin hafi honum þótt tilvalið að útsetja lagið í dálítið gamaldags rokkstíl með blásturshljóðfærum og öllu tilheyrandi. Frá topp oní tær er þegar komið í spilun á útvarpsstöðvum og segir tónlistarmaðurinn að fleiri lögum verði varpað í spilun á næstunni. Endanlegt markmið sé þó að gera stóra plötu í samstarfi við Senu og vonast hann til að sú geti komið út á þessu ári. Aðspurður segir hann að vel geti gerst að spilamennska fylgi í kjölfarið. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, sem spilaði með Geira í sveitinni Hunangstunglinu forðum daga, er Geira til halds og trausts þessa dagana og telur popparinn líklegt að hann hói saman fleiri gömlum félögum, bæti við einhverjum nýjum og búi til band í kringum dæmið. Í kringum 1990 gaf Geiri út þrjár plötur, Fílinn, Er ást í tunglinu? og Jörð, sem nutu vinsælda en hann hefur haft hægar um sig síðustu árin. „Þetta er fáránlega langur tími, hvað á maður að segja?" spyr Geiri og hlær, en útskýrir svo að hann hafi búið erlendis um hríð auk þess að hafa samið stef í fullu starfi á tímabili og samið tónlist fyrir aðra, en þessa dagana starfar hann sem matreiðslumaður á Hrafnistu. „Svo er ég auðvitað fjölskyldumaður og barneignir og brauðstrit hafa tekið sinn tíma," segir hann. Froðan, eitt af vinsælustu lögum Geira, náði efsta sæti vinsældalista seint á síðasta ári þegar Raggi Bjarna og Jón Jónsson gerðu nýja útgáfu af laginu. Geiri segir það frábært þegar lög öðlast endurnýjun lífdaga og hann fylgist vel með ungu popptónlistarfólki á Íslandi í dag. „Ég hef gríðarlega gaman af mörgum, til dæmis Retro Stefson og Ásgeiri Trausta. Ég hef líka sérlega gaman af Kiriyama Family og jafnvel stendur til að við gerum lag saman. Það er ýmislegt í gangi," segir Geiri og bætir við að það sé gaman að vera mættur aftur í slaginn. Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
„Málið er að ef maður hefur einu sinni náð tökum á tónlistinni og náð tökum á henni, þá lætur hún mann ekkert í friði. Ég verð ofsalega eirðarlaus ef ég kem ekki með einhverjum hætti að tónlist í smá tíma. Þetta er dásamleg veira," segir popparinn Geiri Sæm, sem hefur sent frá sér sitt fyrsta lag í áraraðir, eða síðan þriðja sólóplatan hans kom út árið 1991. Lagið heitir Frá topp oní tær og er eins konar virðingarvottur við foreldra Geira, þau Sæmund Pálsson, betur þekktan sem Sæma rokk, og Ásgerði Ásgeirsdóttur. „Mig langaði hreinlega til að gera lag um þau. Þau hafa reynst mér mjög vel og samband þeirra er mjög fallegt. Pabbi hefur alltaf verið óskaplega góður við mömmu og er mjög góð fyrirmynd hvað þetta varðar, svo mér fannst þau tilvalið umfjöllunarefni," segir Geiri og bætir við að vegna textans um dansandi heiðurshjónin hafi honum þótt tilvalið að útsetja lagið í dálítið gamaldags rokkstíl með blásturshljóðfærum og öllu tilheyrandi. Frá topp oní tær er þegar komið í spilun á útvarpsstöðvum og segir tónlistarmaðurinn að fleiri lögum verði varpað í spilun á næstunni. Endanlegt markmið sé þó að gera stóra plötu í samstarfi við Senu og vonast hann til að sú geti komið út á þessu ári. Aðspurður segir hann að vel geti gerst að spilamennska fylgi í kjölfarið. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, sem spilaði með Geira í sveitinni Hunangstunglinu forðum daga, er Geira til halds og trausts þessa dagana og telur popparinn líklegt að hann hói saman fleiri gömlum félögum, bæti við einhverjum nýjum og búi til band í kringum dæmið. Í kringum 1990 gaf Geiri út þrjár plötur, Fílinn, Er ást í tunglinu? og Jörð, sem nutu vinsælda en hann hefur haft hægar um sig síðustu árin. „Þetta er fáránlega langur tími, hvað á maður að segja?" spyr Geiri og hlær, en útskýrir svo að hann hafi búið erlendis um hríð auk þess að hafa samið stef í fullu starfi á tímabili og samið tónlist fyrir aðra, en þessa dagana starfar hann sem matreiðslumaður á Hrafnistu. „Svo er ég auðvitað fjölskyldumaður og barneignir og brauðstrit hafa tekið sinn tíma," segir hann. Froðan, eitt af vinsælustu lögum Geira, náði efsta sæti vinsældalista seint á síðasta ári þegar Raggi Bjarna og Jón Jónsson gerðu nýja útgáfu af laginu. Geiri segir það frábært þegar lög öðlast endurnýjun lífdaga og hann fylgist vel með ungu popptónlistarfólki á Íslandi í dag. „Ég hef gríðarlega gaman af mörgum, til dæmis Retro Stefson og Ásgeiri Trausta. Ég hef líka sérlega gaman af Kiriyama Family og jafnvel stendur til að við gerum lag saman. Það er ýmislegt í gangi," segir Geiri og bætir við að það sé gaman að vera mættur aftur í slaginn.
Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira