Valin í dómnefnd fyrir reynslubolta Ugla Egilsdóttir skrifar 12. desember 2013 07:00 Hrönn Sveinsdóttir hefur farið á margar kvikmyndahátíðir að undanförnu en henni finnst Berlinale standa upp úr. Fréttablaðið/GVA Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, hefur verið valin í dómnefnd Europa Cinemas-verðlaunanna á Berlinale-kvikmyndahátíðinni. „Það er einstakur heiður að fá að vera með í dómnefndinni því að þetta er aðeins fyrir reynslubolta,“ segir Hrönn. „Þetta er flott viðurkenning á því sem við höfum verið að gera í Bíó Paradís, sem er fyrsta og eina listræna kvikmyndahúsið á Íslandi. Þeir hjá Europa Cinemas eru mjög impóneraðir yfir brautryðjandastarfi Bíó Paradísar hér á Íslandi. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir tengslanet okkar í evrópskum kvikmyndaheimi.“ Á Berlinale-hátíðinni eru margir verðlaunaflokkar. „Í Europa Cinemas-verðlaununum er einn sigurvegari. Honum hlotnast Europa Cinemas-stimpillinn sem gefur stóraukna möguleika á dreifingu á þeirri mynd. Þessi stimpill er mikils virði.“ Dómnefndin er valin af stjórn Europa Cinemas-samtakanna. Í samtökunum eru um 1170 kvikmyndahús í 68 löndum. „Bíó Paradís hefur verið meðlimur í samtökunum síðan 2012. Ég var að koma af ráðstefnu í Grikklandi hjá þessum samtökum þar sem eftir því var tekið hvað við höfum unnið merkilegt starf miðað við hvað við erum í erfiðri stöðu. Við höfum til dæmis þurft að flytja inn myndir sjálf því fáar listrænar kvikmyndir eru fluttar hingað inn af öðrum.“ Hrönn veit ekki enn hverjir verða með henni í dómnefnd, en auk hennar verða tveir aðrir í dómnefndinni. „Ég er rosalega spennt. Hún verður örugglega skipað einhverjum helstu bíósérfræðingum Evrópu svo ég get ekki beðið. Mér finnst Berlínarhátíðin vera langskemmtilegust af þessum stóru hátíðum. Þar sér maður langáhugaverðustu myndirnar. Við munum að sjálfsögðu færa rjómann af þessum myndum til Íslands svo áhorfendur hérna fái notið þess besta sem heimurinn hefur upp á að bjóða í kvikmyndagerð.“ Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, hefur verið valin í dómnefnd Europa Cinemas-verðlaunanna á Berlinale-kvikmyndahátíðinni. „Það er einstakur heiður að fá að vera með í dómnefndinni því að þetta er aðeins fyrir reynslubolta,“ segir Hrönn. „Þetta er flott viðurkenning á því sem við höfum verið að gera í Bíó Paradís, sem er fyrsta og eina listræna kvikmyndahúsið á Íslandi. Þeir hjá Europa Cinemas eru mjög impóneraðir yfir brautryðjandastarfi Bíó Paradísar hér á Íslandi. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir tengslanet okkar í evrópskum kvikmyndaheimi.“ Á Berlinale-hátíðinni eru margir verðlaunaflokkar. „Í Europa Cinemas-verðlaununum er einn sigurvegari. Honum hlotnast Europa Cinemas-stimpillinn sem gefur stóraukna möguleika á dreifingu á þeirri mynd. Þessi stimpill er mikils virði.“ Dómnefndin er valin af stjórn Europa Cinemas-samtakanna. Í samtökunum eru um 1170 kvikmyndahús í 68 löndum. „Bíó Paradís hefur verið meðlimur í samtökunum síðan 2012. Ég var að koma af ráðstefnu í Grikklandi hjá þessum samtökum þar sem eftir því var tekið hvað við höfum unnið merkilegt starf miðað við hvað við erum í erfiðri stöðu. Við höfum til dæmis þurft að flytja inn myndir sjálf því fáar listrænar kvikmyndir eru fluttar hingað inn af öðrum.“ Hrönn veit ekki enn hverjir verða með henni í dómnefnd, en auk hennar verða tveir aðrir í dómnefndinni. „Ég er rosalega spennt. Hún verður örugglega skipað einhverjum helstu bíósérfræðingum Evrópu svo ég get ekki beðið. Mér finnst Berlínarhátíðin vera langskemmtilegust af þessum stóru hátíðum. Þar sér maður langáhugaverðustu myndirnar. Við munum að sjálfsögðu færa rjómann af þessum myndum til Íslands svo áhorfendur hérna fái notið þess besta sem heimurinn hefur upp á að bjóða í kvikmyndagerð.“
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira