Gráa gullið á vinnumarkaði Stefán Einar Stefánsson skrifar 11. mars 2013 06:00 Að meðaltali er fjórðungur atvinnuleitenda hérlendis 50 ára og eldri. Margt bendir til þess að þeir einstaklingar sem eru komnir yfir miðjan aldur og verða fyrir því að missa vinnuna eigi erfiðara en hinir sem yngri eru með að fá starf að nýju. Svo virðist vera sem langtímaatvinnuleysi hjá þeim sé meira en yngri hópum. Fljótlega eftir að VR hóf að þjónusta atvinnulausa félagsmenn sína í ágúst síðastliðnum urðu atvinnuráðgjafar félagsins varir við það viðhorf meðal atvinnuleitenda að það ?þýði ekki fyrir? fólk yfir fimmtugu að sækja um ákveðin störf þar sem það sé ekki með ?rétta? kennitölu. Það er því gjarnan upplifun þeirra að atvinnurekendur telji þá of gamla í starfið – það taki því jafnvel ekki að ráða þá og þjálfa upp. Margir lýsa þeirri sannfæringu sinni að umsóknir þeirra strandi á kennitölunni og þær séu ekki einu sinni skoðaðar. Þetta er viðhorf sem margir atvinnuleitendur á fyrrnefndu aldursskeiði hafa til atvinnuleitarinnar – að þeir fái ekki, vegna aldurs síns, tækifæri til að keppa á jafnréttisgrundvelli við yngri umsækjendur.Reynslan skiptir máli Því hefur lengi verið haldið fram að tengsl milli langtímaatvinnuleysis og lítillar formlegrar menntunar séu ótvíræð. Þegar þessi hópur er skoðaður er ekki endilega fylgni þar á milli. Til að mynda eru 406 atvinnulausir félagsmenn VR á aldrinum 50 til 70 ára. Þar af eru 86 þeirra með háskólapróf, 46 með löggilt iðnnám, 63 félagsmenn hafa lokið starfsnámi ýmiss konar, 160 með grunnskólapróf og 51 sem hefur lokið námi til stúdentsprófs. Þetta er því fjölbreyttur hópur sem gjarnan hefur mikla og fjölbreytta starfsreynslu að baki. Endurmenntun og margs konar símenntun er einnig orðin algengari en áður tíðkaðist og fjölmargir í þessum hópi hafa sótt ýmis námskeið eða lagt stund á nám sem gerir þá hæfari til þátttöku á vinnumarkaði. Í aðstæðum þar sem reynsla og menntun eiga að skera úr um hæfni geta atvinnurekendur ekki litið fram hjá þeirri lífsreynslu sem einstaklingur öðlast með árunum, reynslu sem enginn skóli getur kennt. Þess konar reynsla er ómetanleg fyrir atvinnulífið, ekki síður en samfélagið í víðari skilningi. Rannsóknir hafa einnig sýnt að starfsmenn á þessu aldursbili eru að jafnaði tryggari starfsmenn en þeir sem yngri eru. Þeir endast lengur í starfi hjá sama vinnuveitanda, eru með færri veikindadaga og hafa aðrar fjölskyldutengdar skyldur en þeir sem yngri eru. Það er á vissan hátt sérkennilegt að atvinnurekendur hafi ekki lært að meta þau verðmæti sem felast í aldri og reynslu. Jafnvel má halda því fram að í þeim efnum hafi okkur farið aftur á síðastliðnum áratugum. Það er þekkt staðreynd innan stjórnunarfræða að blönduðum vinnustöðum hvað kyn og aldur varðar vegnar að jafnaði betur en þeim sem byggja á einsleitum hópi starfsmanna. Það er því spurning hvort atvinnurekendur séu að nota rétta mælikvarða þegar þeir bera saman menntun og reynslu? Er reynslan of léttvæg fundin?Gull sem ekki glóir Þetta eru áleitnar spurningar sem við getum ekki hunsað. Sem samfélag höfum við ekki efni á að ganga fram hjá sterkum umsækjendum á grundvelli aldurs. Þeir sem eldri eru búa yfir gífurlegum verðmætum sem enginn atvinnurekandi ætti að líta fram hjá þegar verið er að velja nýjan starfskraft til fyrirtækis – verðmætin sem felast í ?gráa gullinu? ættu að vera öllum ljós. Þar er á ferðinni verðmætt gull, þó ekki glói á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Að meðaltali er fjórðungur atvinnuleitenda hérlendis 50 ára og eldri. Margt bendir til þess að þeir einstaklingar sem eru komnir yfir miðjan aldur og verða fyrir því að missa vinnuna eigi erfiðara en hinir sem yngri eru með að fá starf að nýju. Svo virðist vera sem langtímaatvinnuleysi hjá þeim sé meira en yngri hópum. Fljótlega eftir að VR hóf að þjónusta atvinnulausa félagsmenn sína í ágúst síðastliðnum urðu atvinnuráðgjafar félagsins varir við það viðhorf meðal atvinnuleitenda að það ?þýði ekki fyrir? fólk yfir fimmtugu að sækja um ákveðin störf þar sem það sé ekki með ?rétta? kennitölu. Það er því gjarnan upplifun þeirra að atvinnurekendur telji þá of gamla í starfið – það taki því jafnvel ekki að ráða þá og þjálfa upp. Margir lýsa þeirri sannfæringu sinni að umsóknir þeirra strandi á kennitölunni og þær séu ekki einu sinni skoðaðar. Þetta er viðhorf sem margir atvinnuleitendur á fyrrnefndu aldursskeiði hafa til atvinnuleitarinnar – að þeir fái ekki, vegna aldurs síns, tækifæri til að keppa á jafnréttisgrundvelli við yngri umsækjendur.Reynslan skiptir máli Því hefur lengi verið haldið fram að tengsl milli langtímaatvinnuleysis og lítillar formlegrar menntunar séu ótvíræð. Þegar þessi hópur er skoðaður er ekki endilega fylgni þar á milli. Til að mynda eru 406 atvinnulausir félagsmenn VR á aldrinum 50 til 70 ára. Þar af eru 86 þeirra með háskólapróf, 46 með löggilt iðnnám, 63 félagsmenn hafa lokið starfsnámi ýmiss konar, 160 með grunnskólapróf og 51 sem hefur lokið námi til stúdentsprófs. Þetta er því fjölbreyttur hópur sem gjarnan hefur mikla og fjölbreytta starfsreynslu að baki. Endurmenntun og margs konar símenntun er einnig orðin algengari en áður tíðkaðist og fjölmargir í þessum hópi hafa sótt ýmis námskeið eða lagt stund á nám sem gerir þá hæfari til þátttöku á vinnumarkaði. Í aðstæðum þar sem reynsla og menntun eiga að skera úr um hæfni geta atvinnurekendur ekki litið fram hjá þeirri lífsreynslu sem einstaklingur öðlast með árunum, reynslu sem enginn skóli getur kennt. Þess konar reynsla er ómetanleg fyrir atvinnulífið, ekki síður en samfélagið í víðari skilningi. Rannsóknir hafa einnig sýnt að starfsmenn á þessu aldursbili eru að jafnaði tryggari starfsmenn en þeir sem yngri eru. Þeir endast lengur í starfi hjá sama vinnuveitanda, eru með færri veikindadaga og hafa aðrar fjölskyldutengdar skyldur en þeir sem yngri eru. Það er á vissan hátt sérkennilegt að atvinnurekendur hafi ekki lært að meta þau verðmæti sem felast í aldri og reynslu. Jafnvel má halda því fram að í þeim efnum hafi okkur farið aftur á síðastliðnum áratugum. Það er þekkt staðreynd innan stjórnunarfræða að blönduðum vinnustöðum hvað kyn og aldur varðar vegnar að jafnaði betur en þeim sem byggja á einsleitum hópi starfsmanna. Það er því spurning hvort atvinnurekendur séu að nota rétta mælikvarða þegar þeir bera saman menntun og reynslu? Er reynslan of léttvæg fundin?Gull sem ekki glóir Þetta eru áleitnar spurningar sem við getum ekki hunsað. Sem samfélag höfum við ekki efni á að ganga fram hjá sterkum umsækjendum á grundvelli aldurs. Þeir sem eldri eru búa yfir gífurlegum verðmætum sem enginn atvinnurekandi ætti að líta fram hjá þegar verið er að velja nýjan starfskraft til fyrirtækis – verðmætin sem felast í ?gráa gullinu? ættu að vera öllum ljós. Þar er á ferðinni verðmætt gull, þó ekki glói á.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun