Speglaveggurinn líklega áfram Þorgils Jónsson skrifar 8. mars 2013 06:00 Íbúar gegnt glerklæðningunni á Þingholtsstræti voru ósáttir við speglun sem af henni varð. Málið var tekið fyrir á ný en veggurinn fær líklega að halda sér. Fréttablaðið/Daníel Allt útlit er fyrir að glerveggurinn á húsi Menntaskólans í Reykjavík fái að standa, en um hann hafa staðið nokkrar deilur. Veggurinn var byggður síðasta sumar, en húsið hafði þá látið verulega á sjá. Eftir að hann reis gerðu nágrannar hins vegar athugasemdir við að speglun af húsunum í glerveggnum gerði það að verkum að friðhelgi einkalífs þeirra yrði fyrir „óþolandi inngripi“. Byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum var fellt úr gildi í september með ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ástæðan var að grenndaráhrifin væru slík að yfirvöldum hefði borið að grenndarkynna framkvæmdirnar. Málið var því sett í ferli á ný og bárust umsagnir frá íbúum og skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa. Sjö íbúar sem búa gegnt veggnum sendu inn mótmæli í umsagnarferlinu en eigendur tveggja fasteigna lýstu yfir ánægju með niðurstöðuna. Í sameiginlegri umsögn skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa kemur fram að vissulega sé speglun í veggnum og athugað hafi verið hvernig draga megi úr henni. Ýmsar hugmyndir hafi verið reifaðar en engin þeirra sé talin ásættanleg eða raunhæf. Umsóknin um leyfi var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í síðustu viku, þar sem engar athugasemdir voru gerðar. Henni var vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa og verður líklega afgreidd endanlega á fundi næstkomandi þriðjudag. Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira
Allt útlit er fyrir að glerveggurinn á húsi Menntaskólans í Reykjavík fái að standa, en um hann hafa staðið nokkrar deilur. Veggurinn var byggður síðasta sumar, en húsið hafði þá látið verulega á sjá. Eftir að hann reis gerðu nágrannar hins vegar athugasemdir við að speglun af húsunum í glerveggnum gerði það að verkum að friðhelgi einkalífs þeirra yrði fyrir „óþolandi inngripi“. Byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum var fellt úr gildi í september með ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ástæðan var að grenndaráhrifin væru slík að yfirvöldum hefði borið að grenndarkynna framkvæmdirnar. Málið var því sett í ferli á ný og bárust umsagnir frá íbúum og skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa. Sjö íbúar sem búa gegnt veggnum sendu inn mótmæli í umsagnarferlinu en eigendur tveggja fasteigna lýstu yfir ánægju með niðurstöðuna. Í sameiginlegri umsögn skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa kemur fram að vissulega sé speglun í veggnum og athugað hafi verið hvernig draga megi úr henni. Ýmsar hugmyndir hafi verið reifaðar en engin þeirra sé talin ásættanleg eða raunhæf. Umsóknin um leyfi var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í síðustu viku, þar sem engar athugasemdir voru gerðar. Henni var vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa og verður líklega afgreidd endanlega á fundi næstkomandi þriðjudag.
Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira