Bindur vonir við ósátta stjórnarliða Þorgils Jónsson skrifar 8. mars 2013 06:00 Þór Saari „Það er svo sem lítið við þessu að segja. Það er meirihlutinn á þingi sem ákveður að beita valdi sínu eftir því sem honum hentar." Þetta segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, í samtali við Fréttablaðið en hann er ósáttur við ákvörðun, Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, um að taka vantrauststillögu hans ekki á dagskrá fyrr en á mánudaginn. Hann segist þó ekki bjartsýnn á að tillagan verði samþykkt, en vonar að ósáttir stjórnarliðar mæti ekki í atkvæðagreiðsluna. Í tilkynningu segir Ásta Ragnheiður að eftir samtal við forystumenn flokka hafi verið ljóst að ekki væri vilji til að veita afbrigði til þess að taka tillöguna í gær. Hún sagði meginsjónarmið sitt að tryggja að allir þingmenn geti gert ráðstafanir til að vera við atkvæðagreiðsluna. Með þessu ættu allir að geta verið viðstaddir atkvæðagreiðsluna „þannig að vilji þingsins geti þá komið skýrt fram". Þór segist aðspurður telja nokkrar líkur á því að tillagan verði samþykkt, „en ég þori ekki að leyfa mér að vera mjög bjartsýnn." Þór segir mikla óánægju innan stjórnarflokkana með framgöngu formanna stjórnarflokkanna, þeirra Katrínar Jakobsdóttur og Árna Páls Árnasonar, í stjórnarskrármálinu og segist aðspurður vona að fólk úr þeim hópi sniðgangi atkvæðagreiðsluna. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
„Það er svo sem lítið við þessu að segja. Það er meirihlutinn á þingi sem ákveður að beita valdi sínu eftir því sem honum hentar." Þetta segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, í samtali við Fréttablaðið en hann er ósáttur við ákvörðun, Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, um að taka vantrauststillögu hans ekki á dagskrá fyrr en á mánudaginn. Hann segist þó ekki bjartsýnn á að tillagan verði samþykkt, en vonar að ósáttir stjórnarliðar mæti ekki í atkvæðagreiðsluna. Í tilkynningu segir Ásta Ragnheiður að eftir samtal við forystumenn flokka hafi verið ljóst að ekki væri vilji til að veita afbrigði til þess að taka tillöguna í gær. Hún sagði meginsjónarmið sitt að tryggja að allir þingmenn geti gert ráðstafanir til að vera við atkvæðagreiðsluna. Með þessu ættu allir að geta verið viðstaddir atkvæðagreiðsluna „þannig að vilji þingsins geti þá komið skýrt fram". Þór segist aðspurður telja nokkrar líkur á því að tillagan verði samþykkt, „en ég þori ekki að leyfa mér að vera mjög bjartsýnn." Þór segir mikla óánægju innan stjórnarflokkana með framgöngu formanna stjórnarflokkanna, þeirra Katrínar Jakobsdóttur og Árna Páls Árnasonar, í stjórnarskrármálinu og segist aðspurður vona að fólk úr þeim hópi sniðgangi atkvæðagreiðsluna.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira