Útboð ríkisstyrktra strandsiglinga óþarfi Svavar Hávarðsson skrifar 8. mars 2013 06:00 Á hálfum mánuði hafa Eimskip, Samskip og ríkið kynnt áætlanir er varða strandsiglingar. fréttablaðið/gva Forstjóri Eimskips telur ástæðulaust að ríkið bjóði út ríkisstyrktar strandsiglingar. Markaðurinn hafi þegar leyst málið og hugmyndafræði ríkisins tilheyri fortíðinni. Ný hugsun í siglingum myndar svigrúm fyrir tvö fyrirtæki í strandsiglingum. Stóru flutningafyrirtækin tvö, Samskip og Eimskip, hafa á innan við tveimur vikum kynnt nýjar strandsiglingaleiðir með tengingu við Bretland og meginland Evrópu. Stjórnvöld boða á sama tíma útboð ríkisstyrktra strandsiglinga. Forstjóri Eimskips telur útboðið óþarft enda hafi markaðurinn leyst málið og hugmyndir ríkisins um strandsiglingar tilheyri fortíðinni. Eimskip kynntu á miðvikudag breytingar á siglingakerfi félagsins, sem hafa verið í undirbúningi allt síðasta ár. Hluti þess er ný vikuleg strandsiglingaleið sem tengir Ísland við Færeyjar, Bretland og meginland Evrópu. Skip félagsins munu koma vikulega við í Reykjavík, á Ísafirði, Akureyri og Reyðarfirði. Samskip urðu fyrri til og kynntu nýja hringleið í flutningum þegar vika lifði af febrúarmánuði. Flutningaskip á vegum félagsins fer frá Reykjavík til sömu hafna á landsbyggðinni og þaðan til Bretlands og Evrópu með viðkomu í Færeyjum. Bæði félögin útiloka ekki að viðkomustöðum verði fjölgað í framtíðinni. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir ekki um strandsiglingar að ræða eins og tíðkuðust á árum áður. Til sé komin tenging við erlendar hafnir sem geri siglingarnar mögulegar. „Ég spyr mig hvort sé þörf á því að ríkið sé að vasast í því að bjóða út strandsiglingar. Tvö félög ætla að sinna þessu. Það er ekkert pláss fyrir meira og oft gott þegar markaðurinn tekur þetta hlutverk að sér. Við vonum að það sé að gerast þannig að ríkið þurfi ekki að niðurgreiða flutninga út á land. Þetta sé eðlilegur hlutur í okkar viðskiptum,“ segir Gylfi, sem segir að fari útboðið fram muni Eimskip taka þátt í því. Hann telur að sú tegund strandsiglinga sem ríkið boði að boðin verði út tilheyri fortíðinni. Hringkeyrsla innanlands, eins og ríkið áætli, sé gengin sér til húðar. Spurður hvort markaðurinn beri tvö stór félög í siglingum segir Gylfi að það hefði aldrei gengið ef aðeins væri um að ræða að fara hringinn í kringum landið. Hins vegar sé um allt annan hlut að ræða þegar hringurinn nái til hafna erlendis, og þetta tvennt í raun ósamanburðarhæft. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, segir mjög líklegt að félagið taki þátt í útboði en á sama tíma sé það dapurleg tilhugsun að hugað sé að niðurgreiddum siglingum á þessum markaði. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Forstjóri Eimskips telur ástæðulaust að ríkið bjóði út ríkisstyrktar strandsiglingar. Markaðurinn hafi þegar leyst málið og hugmyndafræði ríkisins tilheyri fortíðinni. Ný hugsun í siglingum myndar svigrúm fyrir tvö fyrirtæki í strandsiglingum. Stóru flutningafyrirtækin tvö, Samskip og Eimskip, hafa á innan við tveimur vikum kynnt nýjar strandsiglingaleiðir með tengingu við Bretland og meginland Evrópu. Stjórnvöld boða á sama tíma útboð ríkisstyrktra strandsiglinga. Forstjóri Eimskips telur útboðið óþarft enda hafi markaðurinn leyst málið og hugmyndir ríkisins um strandsiglingar tilheyri fortíðinni. Eimskip kynntu á miðvikudag breytingar á siglingakerfi félagsins, sem hafa verið í undirbúningi allt síðasta ár. Hluti þess er ný vikuleg strandsiglingaleið sem tengir Ísland við Færeyjar, Bretland og meginland Evrópu. Skip félagsins munu koma vikulega við í Reykjavík, á Ísafirði, Akureyri og Reyðarfirði. Samskip urðu fyrri til og kynntu nýja hringleið í flutningum þegar vika lifði af febrúarmánuði. Flutningaskip á vegum félagsins fer frá Reykjavík til sömu hafna á landsbyggðinni og þaðan til Bretlands og Evrópu með viðkomu í Færeyjum. Bæði félögin útiloka ekki að viðkomustöðum verði fjölgað í framtíðinni. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir ekki um strandsiglingar að ræða eins og tíðkuðust á árum áður. Til sé komin tenging við erlendar hafnir sem geri siglingarnar mögulegar. „Ég spyr mig hvort sé þörf á því að ríkið sé að vasast í því að bjóða út strandsiglingar. Tvö félög ætla að sinna þessu. Það er ekkert pláss fyrir meira og oft gott þegar markaðurinn tekur þetta hlutverk að sér. Við vonum að það sé að gerast þannig að ríkið þurfi ekki að niðurgreiða flutninga út á land. Þetta sé eðlilegur hlutur í okkar viðskiptum,“ segir Gylfi, sem segir að fari útboðið fram muni Eimskip taka þátt í því. Hann telur að sú tegund strandsiglinga sem ríkið boði að boðin verði út tilheyri fortíðinni. Hringkeyrsla innanlands, eins og ríkið áætli, sé gengin sér til húðar. Spurður hvort markaðurinn beri tvö stór félög í siglingum segir Gylfi að það hefði aldrei gengið ef aðeins væri um að ræða að fara hringinn í kringum landið. Hins vegar sé um allt annan hlut að ræða þegar hringurinn nái til hafna erlendis, og þetta tvennt í raun ósamanburðarhæft. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, segir mjög líklegt að félagið taki þátt í útboði en á sama tíma sé það dapurleg tilhugsun að hugað sé að niðurgreiddum siglingum á þessum markaði.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira