Meira en sextíu matvörur í Iceland vitlaust merktar Sunna Valgerðardóttir skrifar 8. mars 2013 06:00 Vitlausar merkingar? Langstærsti hluti eftirlits með matvælum er reglubundnar skoðanir heilbrigðiseftirlits í verslunum. Fréttablaðið/Vilhelm Heilbrigðiseftirlitið gerði nýlega athugasemdir við meira en sextíu vörur í einni verslun Iceland. Ógerlegt að ná að hafa eftirlit með öllum vörum, segja eftirlitið og MAST. Ritstjóri Neytendablaðsins segir eftirliti ábótavant. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerði nýlega athugasemdir við merkingar á meira en sextíu vörum í verslun Iceland. Eigendur verslunarinnar fengu frest til að gera úrbætur en sumar vörur voru teknar strax úr umferð. Aðgerðin er hluti af reglubundnu eftirliti stofnunarinnar á merkingum matvæla. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að þrátt fyrir þennan mikla fjölda vara sé ógerlegt fyrir eftirlitsstofnanir að finna allar þær vörur sem séu vitlaust merktar á markaðnum. „Ég ætla mér ekki að heilbrigðiseftirlitin nái utan um allt, það væri voðalega erfitt,“ segir hann. „Ég hefði gjarnan viljað auka eftirlit en það er pólitísk spurning hvort það sé hægt þar sem eftirlitið kostar peninga.“ Ábendingar um matvörur berast til heilbrigðiseftirlitanna frá neytendum, samkeppnisaðilum og fyrirtækjunum sjálfum, en langstærsti hluti þeirra er reglubundið eftirlit með vörum í verslunum og á markaði. Að sögn Óskars eru ekki haldnar tölur yfir heildarfjölda þeirra vara sem skoðaðar eru, heldur einungis þær sem gerðar eru athugasemdir við. Hann bendir á að ekki eigi þó að beita innköllunum nema þegar vara er ekki örugg á markaði eða innihald ólöglegt. „Þó eru matvæli hér á landi yfir höfuð mjög örugg en við gætum auðvitað gert miklu betur ef fengist fjármagn til þess,“ segir hann. Herdís M. Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Matvælastofnun (MAST), tekur undir orð Óskars og segir öruggt að áætla að heilbrigðiseftirlitin nái einungis utan um brot af þeim vörum sem séu vitlaust merktar. „Það er engin leið að vita hversu stórum hluta þau ná,“ segir hún. „En það er engin leið til að ná yfir þetta allt saman.“ Eftirlit með matvælum á landinu er tvíþætt. Annars vegar annast heilbrigðiseftirlitssvæðin tíu skoðanir á vörum á markaði og hins vegar annast MAST framleiðslu á vörum. Samþætting með innköllunum og eftirliti stofnananna beggja er þó töluverð og er MAST iðulega höfð með í ráðum ef ákveðið er að innkalla vörur af markaði. Ekki náðist í forsvarsmenn Iceland við vinnslu fréttarinnar.. Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Sjá meira
Heilbrigðiseftirlitið gerði nýlega athugasemdir við meira en sextíu vörur í einni verslun Iceland. Ógerlegt að ná að hafa eftirlit með öllum vörum, segja eftirlitið og MAST. Ritstjóri Neytendablaðsins segir eftirliti ábótavant. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerði nýlega athugasemdir við merkingar á meira en sextíu vörum í verslun Iceland. Eigendur verslunarinnar fengu frest til að gera úrbætur en sumar vörur voru teknar strax úr umferð. Aðgerðin er hluti af reglubundnu eftirliti stofnunarinnar á merkingum matvæla. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að þrátt fyrir þennan mikla fjölda vara sé ógerlegt fyrir eftirlitsstofnanir að finna allar þær vörur sem séu vitlaust merktar á markaðnum. „Ég ætla mér ekki að heilbrigðiseftirlitin nái utan um allt, það væri voðalega erfitt,“ segir hann. „Ég hefði gjarnan viljað auka eftirlit en það er pólitísk spurning hvort það sé hægt þar sem eftirlitið kostar peninga.“ Ábendingar um matvörur berast til heilbrigðiseftirlitanna frá neytendum, samkeppnisaðilum og fyrirtækjunum sjálfum, en langstærsti hluti þeirra er reglubundið eftirlit með vörum í verslunum og á markaði. Að sögn Óskars eru ekki haldnar tölur yfir heildarfjölda þeirra vara sem skoðaðar eru, heldur einungis þær sem gerðar eru athugasemdir við. Hann bendir á að ekki eigi þó að beita innköllunum nema þegar vara er ekki örugg á markaði eða innihald ólöglegt. „Þó eru matvæli hér á landi yfir höfuð mjög örugg en við gætum auðvitað gert miklu betur ef fengist fjármagn til þess,“ segir hann. Herdís M. Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Matvælastofnun (MAST), tekur undir orð Óskars og segir öruggt að áætla að heilbrigðiseftirlitin nái einungis utan um brot af þeim vörum sem séu vitlaust merktar. „Það er engin leið að vita hversu stórum hluta þau ná,“ segir hún. „En það er engin leið til að ná yfir þetta allt saman.“ Eftirlit með matvælum á landinu er tvíþætt. Annars vegar annast heilbrigðiseftirlitssvæðin tíu skoðanir á vörum á markaði og hins vegar annast MAST framleiðslu á vörum. Samþætting með innköllunum og eftirliti stofnananna beggja er þó töluverð og er MAST iðulega höfð með í ráðum ef ákveðið er að innkalla vörur af markaði. Ekki náðist í forsvarsmenn Iceland við vinnslu fréttarinnar..
Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent