„Út úr skápnum“ Jón Bjarnason skrifar 28. febrúar 2013 06:00 „Á sama tíma kom VG út úr skápnum sem einhvers konar krataflokkur með áherslur á kvenfrelsi og umhverfismál. Það er ekki að sjá á samþykktri stjórnmálaályktun flokksins að hann sé róttækur vinstri flokkur, sem er samt sú skilgreining sem margir flokksmenn hans vilja kenna sig við.“ Þannig kemst leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag (27. febrúar 2013) að orði og ræður sér ekki fyrir kæti yfir kúvendingu landsfundar Vinstri grænna á stefnuskrá flokksins. Með því að samþykkja áframhald aðlögunar að ESB og klára það ferli er flokkurinn (VG) „allt í einu orðinn möguleiki í þriggja flokka stjórn með Bjartri framtíð og Samfylkingu“. Og ritstjóri Fréttablaðsins er bjartsýnn fyrir hönd ESB-sinna: „Að lokum er ljóst að innan bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru margir Evrópusinnar. Þeir gætu ákveðið að kjósa áframhaldandi viðræður.“ Og skiljanlega ræður ritstjórinn sér ekki fyrir kæti eftir niðurlægingu landsfundarins gagnvart þeim hugsjónum sem VG var stofnað um en leiðaranum lýkur þannig: „Hins vegar er möguleg þriggja flokka stjórn tveggja keimlíkra frjálslyndra jafnaðarmannaflokka og vinstriflokks, sem er að mörgu leyti hættur að haga sér eins og vinstriflokkur, með áframhaldandi aðildarviðræður sem aðalmál. Þetta verður athyglisvert.“Það er mikil alvara á ferð Rétt er að rifja upp að Vinstrihreyfingin – grænt framboð var stofnuð til að standa vörð um frjálst og fullvalda Ísland og berjast gegn umsókn og aðild að ESB og á þeim forsendum fórum við, frambjóðendur VG í kosningarnar 2009 og unnum stórsigur. Því miður var sú stefna og þau kosningaloforð brotin með umsókninni að ESB vorið 2009. Því ferli átti hins vegar að vera lokið vel innan kjörtímabilsins samkvæmt yfirlýsingu margra þeirra sem guldu já við að senda umsóknina til ESB. Með landsfundarsamþykkt sinni núna um áframhaldandi aðlögun og aðildarvinnu að ESB er gengið þvert á grunngildi og hugsjónir Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hugsjónirnar sem flokkurinn var einmitt stofnaður um. Er nema vona að kratarnir gleðjist. Jafnframt er sú staðreynd herhvöt til okkar allra, þeirra sem hafna þessu ferli og vilja standa vörð um frjálst og fullvalda Ísland.ESB hefur sitt á hreinu Afstaða ESB er og hefur alltaf verið ljós: „Í fyrsta lagi er mikilvægt að undirstrika það að hugtakið samningaviðræður getur verið misvísandi. Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu. Um þessar reglur verður ekki samið.“ „First, it is important to underline that the term „negotiation“ can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate‘s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules … are not negotiable.“ Það á ekki að „kíkja í pakkann“ eða fara með blekkingar gagnvart þjóðinni þegar fullveldi hennar er annars vegar. http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„Á sama tíma kom VG út úr skápnum sem einhvers konar krataflokkur með áherslur á kvenfrelsi og umhverfismál. Það er ekki að sjá á samþykktri stjórnmálaályktun flokksins að hann sé róttækur vinstri flokkur, sem er samt sú skilgreining sem margir flokksmenn hans vilja kenna sig við.“ Þannig kemst leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag (27. febrúar 2013) að orði og ræður sér ekki fyrir kæti yfir kúvendingu landsfundar Vinstri grænna á stefnuskrá flokksins. Með því að samþykkja áframhald aðlögunar að ESB og klára það ferli er flokkurinn (VG) „allt í einu orðinn möguleiki í þriggja flokka stjórn með Bjartri framtíð og Samfylkingu“. Og ritstjóri Fréttablaðsins er bjartsýnn fyrir hönd ESB-sinna: „Að lokum er ljóst að innan bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru margir Evrópusinnar. Þeir gætu ákveðið að kjósa áframhaldandi viðræður.“ Og skiljanlega ræður ritstjórinn sér ekki fyrir kæti eftir niðurlægingu landsfundarins gagnvart þeim hugsjónum sem VG var stofnað um en leiðaranum lýkur þannig: „Hins vegar er möguleg þriggja flokka stjórn tveggja keimlíkra frjálslyndra jafnaðarmannaflokka og vinstriflokks, sem er að mörgu leyti hættur að haga sér eins og vinstriflokkur, með áframhaldandi aðildarviðræður sem aðalmál. Þetta verður athyglisvert.“Það er mikil alvara á ferð Rétt er að rifja upp að Vinstrihreyfingin – grænt framboð var stofnuð til að standa vörð um frjálst og fullvalda Ísland og berjast gegn umsókn og aðild að ESB og á þeim forsendum fórum við, frambjóðendur VG í kosningarnar 2009 og unnum stórsigur. Því miður var sú stefna og þau kosningaloforð brotin með umsókninni að ESB vorið 2009. Því ferli átti hins vegar að vera lokið vel innan kjörtímabilsins samkvæmt yfirlýsingu margra þeirra sem guldu já við að senda umsóknina til ESB. Með landsfundarsamþykkt sinni núna um áframhaldandi aðlögun og aðildarvinnu að ESB er gengið þvert á grunngildi og hugsjónir Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hugsjónirnar sem flokkurinn var einmitt stofnaður um. Er nema vona að kratarnir gleðjist. Jafnframt er sú staðreynd herhvöt til okkar allra, þeirra sem hafna þessu ferli og vilja standa vörð um frjálst og fullvalda Ísland.ESB hefur sitt á hreinu Afstaða ESB er og hefur alltaf verið ljós: „Í fyrsta lagi er mikilvægt að undirstrika það að hugtakið samningaviðræður getur verið misvísandi. Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu. Um þessar reglur verður ekki samið.“ „First, it is important to underline that the term „negotiation“ can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate‘s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules … are not negotiable.“ Það á ekki að „kíkja í pakkann“ eða fara með blekkingar gagnvart þjóðinni þegar fullveldi hennar er annars vegar. http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun