Hálfníræð skíðar enn á gervimjaðmakúlum 23. febrúar 2013 06:00 Elín Guðmannsdóttir hefur staðið á skíðum í marga áratugi og er ekki af baki dottin þótt hún sé orðin 84 og sé með gervimjaðmaliði. Sonur Elínar kveðst hafa haft áhyggjur af fyrstu skíðaferð hennar í fjögur ár en það hafi reynst óþarft. „Þetta hreyfði við manni," segir Elín Guðmundsdóttir, 84 ára skíðakona og fyrrverandi tannlæknir, sem í síðustu viku renndi sér sína fyrstu ferð í fjögur ár. Myndband sem Ingimar Örn Jónsson, sonur Elínar, tók af henni að renna sér í Bláfjöllum hefur vakið athygli og hrifningu á Facebook. Ingimar viðurkennir að hafa haft dálitlar áhyggjur af móður sinni í skíðabrekkunni í fyrsta skipti í svo langan tíma. „Hún er búin að fara í mjaðmaskipti og þá er maður hræddur um að það sé eitthvað að styrknum eða þrekinu en það var nú ekki að sjá á henni þegar við vorum að skíða niður. En þetta er bara eins og hún sagði sjálf; hræðslan er bara í huganum," segir sonurinn. „Það hefur vantað snjó og svo fóru skíðin mín óvart til Noregs," útskýrir Elín hið langa skíðahlé sem nú er lokið. Hún kveðst við góða heilsu þó að gerviliðirnir í mjöðmunum sem hún fékk fyrir rúmum áratug setji henni viss mörk: „Það er eiginlega það sem heldur aftur af mér að fara í erfiðar brekkur. Ég er ekki bangin en ég veit að það er ekki aftur snúið ef eitthvað kemur upp á í sambandi við það." Öll fjölskyldan hefur alla tíð stundað skíðaíþróttina af miklu kappi. „Hún ól okkur systkinin á sínum tíma upp á skíðum, meðal annars í Kerlingarfjöllum. Svo vorum við svo heppin að mamma og pabbi fengu strax áhuga á að fara til Austurríkis áður en skipulegar ferðir þangað byrjuðu. Það er auðvitað skíðaparadís," segir Ingimar. „Þetta þótti bara sjálfsagt þegar veturinn var genginn í garð og snjór var kominn í fjöllin," bætir Elín við. Síðast fór hún í skíðaferð erlendis til Davos í Sviss fyrir fimm árum. Það sé einfaldlega frábært að vera á skíðum. „Yfirleitt fór ég erlendis á skíði á hverju ári. Annars er ég komin það mikið í golfið að það hefur tekið yfir." Elín neitar því ekki að vera komin nokkuð áleiðis í aldurskalanum fyrir skíðagarp. „Ekkert alvarlega samt," undirstrikar hún þó og hlær hjartanlega. gar@frettabladid.is Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Elín Guðmannsdóttir hefur staðið á skíðum í marga áratugi og er ekki af baki dottin þótt hún sé orðin 84 og sé með gervimjaðmaliði. Sonur Elínar kveðst hafa haft áhyggjur af fyrstu skíðaferð hennar í fjögur ár en það hafi reynst óþarft. „Þetta hreyfði við manni," segir Elín Guðmundsdóttir, 84 ára skíðakona og fyrrverandi tannlæknir, sem í síðustu viku renndi sér sína fyrstu ferð í fjögur ár. Myndband sem Ingimar Örn Jónsson, sonur Elínar, tók af henni að renna sér í Bláfjöllum hefur vakið athygli og hrifningu á Facebook. Ingimar viðurkennir að hafa haft dálitlar áhyggjur af móður sinni í skíðabrekkunni í fyrsta skipti í svo langan tíma. „Hún er búin að fara í mjaðmaskipti og þá er maður hræddur um að það sé eitthvað að styrknum eða þrekinu en það var nú ekki að sjá á henni þegar við vorum að skíða niður. En þetta er bara eins og hún sagði sjálf; hræðslan er bara í huganum," segir sonurinn. „Það hefur vantað snjó og svo fóru skíðin mín óvart til Noregs," útskýrir Elín hið langa skíðahlé sem nú er lokið. Hún kveðst við góða heilsu þó að gerviliðirnir í mjöðmunum sem hún fékk fyrir rúmum áratug setji henni viss mörk: „Það er eiginlega það sem heldur aftur af mér að fara í erfiðar brekkur. Ég er ekki bangin en ég veit að það er ekki aftur snúið ef eitthvað kemur upp á í sambandi við það." Öll fjölskyldan hefur alla tíð stundað skíðaíþróttina af miklu kappi. „Hún ól okkur systkinin á sínum tíma upp á skíðum, meðal annars í Kerlingarfjöllum. Svo vorum við svo heppin að mamma og pabbi fengu strax áhuga á að fara til Austurríkis áður en skipulegar ferðir þangað byrjuðu. Það er auðvitað skíðaparadís," segir Ingimar. „Þetta þótti bara sjálfsagt þegar veturinn var genginn í garð og snjór var kominn í fjöllin," bætir Elín við. Síðast fór hún í skíðaferð erlendis til Davos í Sviss fyrir fimm árum. Það sé einfaldlega frábært að vera á skíðum. „Yfirleitt fór ég erlendis á skíði á hverju ári. Annars er ég komin það mikið í golfið að það hefur tekið yfir." Elín neitar því ekki að vera komin nokkuð áleiðis í aldurskalanum fyrir skíðagarp. „Ekkert alvarlega samt," undirstrikar hún þó og hlær hjartanlega. gar@frettabladid.is
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira