Hálfníræð skíðar enn á gervimjaðmakúlum 23. febrúar 2013 06:00 Elín Guðmannsdóttir hefur staðið á skíðum í marga áratugi og er ekki af baki dottin þótt hún sé orðin 84 og sé með gervimjaðmaliði. Sonur Elínar kveðst hafa haft áhyggjur af fyrstu skíðaferð hennar í fjögur ár en það hafi reynst óþarft. „Þetta hreyfði við manni," segir Elín Guðmundsdóttir, 84 ára skíðakona og fyrrverandi tannlæknir, sem í síðustu viku renndi sér sína fyrstu ferð í fjögur ár. Myndband sem Ingimar Örn Jónsson, sonur Elínar, tók af henni að renna sér í Bláfjöllum hefur vakið athygli og hrifningu á Facebook. Ingimar viðurkennir að hafa haft dálitlar áhyggjur af móður sinni í skíðabrekkunni í fyrsta skipti í svo langan tíma. „Hún er búin að fara í mjaðmaskipti og þá er maður hræddur um að það sé eitthvað að styrknum eða þrekinu en það var nú ekki að sjá á henni þegar við vorum að skíða niður. En þetta er bara eins og hún sagði sjálf; hræðslan er bara í huganum," segir sonurinn. „Það hefur vantað snjó og svo fóru skíðin mín óvart til Noregs," útskýrir Elín hið langa skíðahlé sem nú er lokið. Hún kveðst við góða heilsu þó að gerviliðirnir í mjöðmunum sem hún fékk fyrir rúmum áratug setji henni viss mörk: „Það er eiginlega það sem heldur aftur af mér að fara í erfiðar brekkur. Ég er ekki bangin en ég veit að það er ekki aftur snúið ef eitthvað kemur upp á í sambandi við það." Öll fjölskyldan hefur alla tíð stundað skíðaíþróttina af miklu kappi. „Hún ól okkur systkinin á sínum tíma upp á skíðum, meðal annars í Kerlingarfjöllum. Svo vorum við svo heppin að mamma og pabbi fengu strax áhuga á að fara til Austurríkis áður en skipulegar ferðir þangað byrjuðu. Það er auðvitað skíðaparadís," segir Ingimar. „Þetta þótti bara sjálfsagt þegar veturinn var genginn í garð og snjór var kominn í fjöllin," bætir Elín við. Síðast fór hún í skíðaferð erlendis til Davos í Sviss fyrir fimm árum. Það sé einfaldlega frábært að vera á skíðum. „Yfirleitt fór ég erlendis á skíði á hverju ári. Annars er ég komin það mikið í golfið að það hefur tekið yfir." Elín neitar því ekki að vera komin nokkuð áleiðis í aldurskalanum fyrir skíðagarp. „Ekkert alvarlega samt," undirstrikar hún þó og hlær hjartanlega. gar@frettabladid.is Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Elín Guðmannsdóttir hefur staðið á skíðum í marga áratugi og er ekki af baki dottin þótt hún sé orðin 84 og sé með gervimjaðmaliði. Sonur Elínar kveðst hafa haft áhyggjur af fyrstu skíðaferð hennar í fjögur ár en það hafi reynst óþarft. „Þetta hreyfði við manni," segir Elín Guðmundsdóttir, 84 ára skíðakona og fyrrverandi tannlæknir, sem í síðustu viku renndi sér sína fyrstu ferð í fjögur ár. Myndband sem Ingimar Örn Jónsson, sonur Elínar, tók af henni að renna sér í Bláfjöllum hefur vakið athygli og hrifningu á Facebook. Ingimar viðurkennir að hafa haft dálitlar áhyggjur af móður sinni í skíðabrekkunni í fyrsta skipti í svo langan tíma. „Hún er búin að fara í mjaðmaskipti og þá er maður hræddur um að það sé eitthvað að styrknum eða þrekinu en það var nú ekki að sjá á henni þegar við vorum að skíða niður. En þetta er bara eins og hún sagði sjálf; hræðslan er bara í huganum," segir sonurinn. „Það hefur vantað snjó og svo fóru skíðin mín óvart til Noregs," útskýrir Elín hið langa skíðahlé sem nú er lokið. Hún kveðst við góða heilsu þó að gerviliðirnir í mjöðmunum sem hún fékk fyrir rúmum áratug setji henni viss mörk: „Það er eiginlega það sem heldur aftur af mér að fara í erfiðar brekkur. Ég er ekki bangin en ég veit að það er ekki aftur snúið ef eitthvað kemur upp á í sambandi við það." Öll fjölskyldan hefur alla tíð stundað skíðaíþróttina af miklu kappi. „Hún ól okkur systkinin á sínum tíma upp á skíðum, meðal annars í Kerlingarfjöllum. Svo vorum við svo heppin að mamma og pabbi fengu strax áhuga á að fara til Austurríkis áður en skipulegar ferðir þangað byrjuðu. Það er auðvitað skíðaparadís," segir Ingimar. „Þetta þótti bara sjálfsagt þegar veturinn var genginn í garð og snjór var kominn í fjöllin," bætir Elín við. Síðast fór hún í skíðaferð erlendis til Davos í Sviss fyrir fimm árum. Það sé einfaldlega frábært að vera á skíðum. „Yfirleitt fór ég erlendis á skíði á hverju ári. Annars er ég komin það mikið í golfið að það hefur tekið yfir." Elín neitar því ekki að vera komin nokkuð áleiðis í aldurskalanum fyrir skíðagarp. „Ekkert alvarlega samt," undirstrikar hún þó og hlær hjartanlega. gar@frettabladid.is
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira