Hálfníræð skíðar enn á gervimjaðmakúlum 23. febrúar 2013 06:00 Elín Guðmannsdóttir hefur staðið á skíðum í marga áratugi og er ekki af baki dottin þótt hún sé orðin 84 og sé með gervimjaðmaliði. Sonur Elínar kveðst hafa haft áhyggjur af fyrstu skíðaferð hennar í fjögur ár en það hafi reynst óþarft. „Þetta hreyfði við manni," segir Elín Guðmundsdóttir, 84 ára skíðakona og fyrrverandi tannlæknir, sem í síðustu viku renndi sér sína fyrstu ferð í fjögur ár. Myndband sem Ingimar Örn Jónsson, sonur Elínar, tók af henni að renna sér í Bláfjöllum hefur vakið athygli og hrifningu á Facebook. Ingimar viðurkennir að hafa haft dálitlar áhyggjur af móður sinni í skíðabrekkunni í fyrsta skipti í svo langan tíma. „Hún er búin að fara í mjaðmaskipti og þá er maður hræddur um að það sé eitthvað að styrknum eða þrekinu en það var nú ekki að sjá á henni þegar við vorum að skíða niður. En þetta er bara eins og hún sagði sjálf; hræðslan er bara í huganum," segir sonurinn. „Það hefur vantað snjó og svo fóru skíðin mín óvart til Noregs," útskýrir Elín hið langa skíðahlé sem nú er lokið. Hún kveðst við góða heilsu þó að gerviliðirnir í mjöðmunum sem hún fékk fyrir rúmum áratug setji henni viss mörk: „Það er eiginlega það sem heldur aftur af mér að fara í erfiðar brekkur. Ég er ekki bangin en ég veit að það er ekki aftur snúið ef eitthvað kemur upp á í sambandi við það." Öll fjölskyldan hefur alla tíð stundað skíðaíþróttina af miklu kappi. „Hún ól okkur systkinin á sínum tíma upp á skíðum, meðal annars í Kerlingarfjöllum. Svo vorum við svo heppin að mamma og pabbi fengu strax áhuga á að fara til Austurríkis áður en skipulegar ferðir þangað byrjuðu. Það er auðvitað skíðaparadís," segir Ingimar. „Þetta þótti bara sjálfsagt þegar veturinn var genginn í garð og snjór var kominn í fjöllin," bætir Elín við. Síðast fór hún í skíðaferð erlendis til Davos í Sviss fyrir fimm árum. Það sé einfaldlega frábært að vera á skíðum. „Yfirleitt fór ég erlendis á skíði á hverju ári. Annars er ég komin það mikið í golfið að það hefur tekið yfir." Elín neitar því ekki að vera komin nokkuð áleiðis í aldurskalanum fyrir skíðagarp. „Ekkert alvarlega samt," undirstrikar hún þó og hlær hjartanlega. gar@frettabladid.is Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Elín Guðmannsdóttir hefur staðið á skíðum í marga áratugi og er ekki af baki dottin þótt hún sé orðin 84 og sé með gervimjaðmaliði. Sonur Elínar kveðst hafa haft áhyggjur af fyrstu skíðaferð hennar í fjögur ár en það hafi reynst óþarft. „Þetta hreyfði við manni," segir Elín Guðmundsdóttir, 84 ára skíðakona og fyrrverandi tannlæknir, sem í síðustu viku renndi sér sína fyrstu ferð í fjögur ár. Myndband sem Ingimar Örn Jónsson, sonur Elínar, tók af henni að renna sér í Bláfjöllum hefur vakið athygli og hrifningu á Facebook. Ingimar viðurkennir að hafa haft dálitlar áhyggjur af móður sinni í skíðabrekkunni í fyrsta skipti í svo langan tíma. „Hún er búin að fara í mjaðmaskipti og þá er maður hræddur um að það sé eitthvað að styrknum eða þrekinu en það var nú ekki að sjá á henni þegar við vorum að skíða niður. En þetta er bara eins og hún sagði sjálf; hræðslan er bara í huganum," segir sonurinn. „Það hefur vantað snjó og svo fóru skíðin mín óvart til Noregs," útskýrir Elín hið langa skíðahlé sem nú er lokið. Hún kveðst við góða heilsu þó að gerviliðirnir í mjöðmunum sem hún fékk fyrir rúmum áratug setji henni viss mörk: „Það er eiginlega það sem heldur aftur af mér að fara í erfiðar brekkur. Ég er ekki bangin en ég veit að það er ekki aftur snúið ef eitthvað kemur upp á í sambandi við það." Öll fjölskyldan hefur alla tíð stundað skíðaíþróttina af miklu kappi. „Hún ól okkur systkinin á sínum tíma upp á skíðum, meðal annars í Kerlingarfjöllum. Svo vorum við svo heppin að mamma og pabbi fengu strax áhuga á að fara til Austurríkis áður en skipulegar ferðir þangað byrjuðu. Það er auðvitað skíðaparadís," segir Ingimar. „Þetta þótti bara sjálfsagt þegar veturinn var genginn í garð og snjór var kominn í fjöllin," bætir Elín við. Síðast fór hún í skíðaferð erlendis til Davos í Sviss fyrir fimm árum. Það sé einfaldlega frábært að vera á skíðum. „Yfirleitt fór ég erlendis á skíði á hverju ári. Annars er ég komin það mikið í golfið að það hefur tekið yfir." Elín neitar því ekki að vera komin nokkuð áleiðis í aldurskalanum fyrir skíðagarp. „Ekkert alvarlega samt," undirstrikar hún þó og hlær hjartanlega. gar@frettabladid.is
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira