Hagkerfi í ógöngum Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir skrifar 21. febrúar 2013 06:00 Vaxtakostnaður Íslendinga vegna íslensku krónunnar er óásættanlegur. Mat Alþýðusambandsins og Viðskiptaráðs Íslands á fjármagnskostnaði vegna íslensku krónunnar er 4%-4,5% að meðaltali á ári til langs tíma. Það eru þeir vextir sem Íslendingar greiða, svokallað Íslandsálag, umfram evrulöndin, Bandaríkin o.fl. lönd vegna verðbólgu, verðtryggingar og óstöðugleika sem rekja má til krónunnar vegna smæðar hennar. Skuldir ríkissjóðs eru 1.500 milljarðar. Gróflega reiknað má gera ráð fyrir því að aukakostnaður ríkissjóðs vegna Íslandsálagsins sé um 60 milljarðar á ári. Ef við veltum bara fyrir okkur 60 milljarða aukavaxtakostnaði ríkisins vegna íslensku krónunnar má til samanburðar nefna að rekstur Landspítalans kostar árlega 30 milljarða. Þessi vitneskja er óbærileg þegar niðurskurður og ástandið í heilbrigðiskerfinu er haft í huga. Um 3,8% af landsframleiðslunni fara í Íslandsálagið vegna skulda ríkissjóðs. Samanlagðar skuldir ríkissjóðs, heimila og fyrirtækja á Íslandi eru 5.200 milljarðar. Íslandsálagið af öllum þessum skuldum var 221 milljarður árið 2011. Þessi aukakostnaður er gríðarlegur og er meiri en rekstur alls heilbrigðiskerfisins. Það munar um minna. Þeir sem þekkja þessa stöðu hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því að við þetta geta heimilin og atvinnulífið í landinu ekki búið. Stór hópur þjóðarinnar sér að þessi viðfangsefni verða ekki leyst öðruvísi en með upptöku evru og inngöngu í Evrópusambandið. Annar hópur sem einnig gerir sér grein fyrir því að við þetta verður ekki unað talar mjög ákaft fyrir einhliða upptöku annars gjaldmiðils þrátt fyrir yfirlýsingar Seðlabanka Íslands, álit Viðskiptaráðs Íslands og fleiri aðila um að það sé ekki raunverulegur valkostur við núverandi aðstæður. Peningastefnunni yrði kippt úr sambandi, enginn lánveitandi yrði til þrautavara og Seðlabankinn gæti ekki haft áhrif á þróun verðlags eða sveiflur í atvinnulífinu. Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa það á stefnuskrá sinni að fækka valkostum og möguleikum íslensku þjóðarinnar í mikilvægasta hagsmunamáli Íslendinga með því að slíta viðræðum við ESB bera ekki hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Vaxtakostnaður Íslendinga vegna íslensku krónunnar er óásættanlegur. Mat Alþýðusambandsins og Viðskiptaráðs Íslands á fjármagnskostnaði vegna íslensku krónunnar er 4%-4,5% að meðaltali á ári til langs tíma. Það eru þeir vextir sem Íslendingar greiða, svokallað Íslandsálag, umfram evrulöndin, Bandaríkin o.fl. lönd vegna verðbólgu, verðtryggingar og óstöðugleika sem rekja má til krónunnar vegna smæðar hennar. Skuldir ríkissjóðs eru 1.500 milljarðar. Gróflega reiknað má gera ráð fyrir því að aukakostnaður ríkissjóðs vegna Íslandsálagsins sé um 60 milljarðar á ári. Ef við veltum bara fyrir okkur 60 milljarða aukavaxtakostnaði ríkisins vegna íslensku krónunnar má til samanburðar nefna að rekstur Landspítalans kostar árlega 30 milljarða. Þessi vitneskja er óbærileg þegar niðurskurður og ástandið í heilbrigðiskerfinu er haft í huga. Um 3,8% af landsframleiðslunni fara í Íslandsálagið vegna skulda ríkissjóðs. Samanlagðar skuldir ríkissjóðs, heimila og fyrirtækja á Íslandi eru 5.200 milljarðar. Íslandsálagið af öllum þessum skuldum var 221 milljarður árið 2011. Þessi aukakostnaður er gríðarlegur og er meiri en rekstur alls heilbrigðiskerfisins. Það munar um minna. Þeir sem þekkja þessa stöðu hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því að við þetta geta heimilin og atvinnulífið í landinu ekki búið. Stór hópur þjóðarinnar sér að þessi viðfangsefni verða ekki leyst öðruvísi en með upptöku evru og inngöngu í Evrópusambandið. Annar hópur sem einnig gerir sér grein fyrir því að við þetta verður ekki unað talar mjög ákaft fyrir einhliða upptöku annars gjaldmiðils þrátt fyrir yfirlýsingar Seðlabanka Íslands, álit Viðskiptaráðs Íslands og fleiri aðila um að það sé ekki raunverulegur valkostur við núverandi aðstæður. Peningastefnunni yrði kippt úr sambandi, enginn lánveitandi yrði til þrautavara og Seðlabankinn gæti ekki haft áhrif á þróun verðlags eða sveiflur í atvinnulífinu. Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa það á stefnuskrá sinni að fækka valkostum og möguleikum íslensku þjóðarinnar í mikilvægasta hagsmunamáli Íslendinga með því að slíta viðræðum við ESB bera ekki hag þjóðarinnar fyrir brjósti.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar