Ungt fólk og lífeyrismál Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 21. febrúar 2013 06:00 Framfærsla í ellinni er sennilega ekki efst í huga ungs fólks sem leggur út á vinnumarkaðinn, stofnar fjölskyldu og kemur sér fyrir á eigin spýtur. Á námsárunum snýst lífið um að komast áfram milli anna, sinna félagslífinu og hafa í sig og á. Síðan taka oftast við ár þar sem markmiðið er að komast milli mánaða, ná endum saman og skutlast milli staða með sjálfan sig og aðra. Þannig geta liðið nokkur ár áður en ljóst verður að leiðin liggur sífellt nær miðaldra tilveru hins ráðsetta. Lífeyrissjóðir eru fyrst og fremst áhugamál á seinni hluta ævinnar, þegar styttist í að framfærslan verði sótt til þeirra og starfslok verða annað og meira en fjarlæg hugmynd. Vinnandi fólk á öllum aldri tekur þó þátt í uppbyggingu sjóðanna, enda greiðslur í þá lögbundin skylda frá fyrsta starfsdegi. Hafi einhvern tímann verið mikilvægt að ungt fólk láti til sín taka í lífeyrismálum þá er það núna, enda hefur framtíðaruppbygging þeirra verið til umræðu síðustu ár. Í sjálfu orðinu „framtíðarkerfi“ er augljós sú staðreynd að uppbygging þess er fyrst og fremst málefni ungs fólks sem verður á vinnumarkaði í framtíðinni. Kerfisbreyting á kjörum þeirra sem þegar eru langt komnir með uppbyggingu lífeyris síns er ólíkleg, enda væri slík framkvæmd afar ómálefnaleg. Nýtt kerfi getur þannig fyrst og fremst beinst að sjóðfélögum framtíðarinnar. En hverjir eiga að stýra breytingunum? Mikilvægt er að ungt fólk kynni sér lífeyrismál og móti sér skoðun um hvernig kerfi það vill sjá. Meðal spurninga sem vert er að athuga er hversu stór hluti tekna eigi að renna til uppbyggingar ellilífeyris. Og hvernig á sparnaðurinn að vera saman settur; hversu stór hluti ætti að renna til samtryggingar og hvað vill fólk geta lagt til hliðar með öðrum hætti? Að sama skapi er mikilvægt að íhuga hversu stór hluti greiðslur úr lífeyrissjóðum ættu að vera af framfærslu fólks í ellinni og hvaða aðrar tegundir sparnaðar ættu að vera hluti af þeirri heild. Ég hvet ungt fólk eindregið til að leiða hugann að skipulagi lífeyrismála og ef þú, lesandi góður, ert kominn yfir miðjan aldur (sem allar líkur eru á miðað við að þessi grein fjallar um lífeyrismál) vil ég hvetja þig til að hjálpa mér að ná eyrum þeirra sem yngri eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Sjá meira
Framfærsla í ellinni er sennilega ekki efst í huga ungs fólks sem leggur út á vinnumarkaðinn, stofnar fjölskyldu og kemur sér fyrir á eigin spýtur. Á námsárunum snýst lífið um að komast áfram milli anna, sinna félagslífinu og hafa í sig og á. Síðan taka oftast við ár þar sem markmiðið er að komast milli mánaða, ná endum saman og skutlast milli staða með sjálfan sig og aðra. Þannig geta liðið nokkur ár áður en ljóst verður að leiðin liggur sífellt nær miðaldra tilveru hins ráðsetta. Lífeyrissjóðir eru fyrst og fremst áhugamál á seinni hluta ævinnar, þegar styttist í að framfærslan verði sótt til þeirra og starfslok verða annað og meira en fjarlæg hugmynd. Vinnandi fólk á öllum aldri tekur þó þátt í uppbyggingu sjóðanna, enda greiðslur í þá lögbundin skylda frá fyrsta starfsdegi. Hafi einhvern tímann verið mikilvægt að ungt fólk láti til sín taka í lífeyrismálum þá er það núna, enda hefur framtíðaruppbygging þeirra verið til umræðu síðustu ár. Í sjálfu orðinu „framtíðarkerfi“ er augljós sú staðreynd að uppbygging þess er fyrst og fremst málefni ungs fólks sem verður á vinnumarkaði í framtíðinni. Kerfisbreyting á kjörum þeirra sem þegar eru langt komnir með uppbyggingu lífeyris síns er ólíkleg, enda væri slík framkvæmd afar ómálefnaleg. Nýtt kerfi getur þannig fyrst og fremst beinst að sjóðfélögum framtíðarinnar. En hverjir eiga að stýra breytingunum? Mikilvægt er að ungt fólk kynni sér lífeyrismál og móti sér skoðun um hvernig kerfi það vill sjá. Meðal spurninga sem vert er að athuga er hversu stór hluti tekna eigi að renna til uppbyggingar ellilífeyris. Og hvernig á sparnaðurinn að vera saman settur; hversu stór hluti ætti að renna til samtryggingar og hvað vill fólk geta lagt til hliðar með öðrum hætti? Að sama skapi er mikilvægt að íhuga hversu stór hluti greiðslur úr lífeyrissjóðum ættu að vera af framfærslu fólks í ellinni og hvaða aðrar tegundir sparnaðar ættu að vera hluti af þeirri heild. Ég hvet ungt fólk eindregið til að leiða hugann að skipulagi lífeyrismála og ef þú, lesandi góður, ert kominn yfir miðjan aldur (sem allar líkur eru á miðað við að þessi grein fjallar um lífeyrismál) vil ég hvetja þig til að hjálpa mér að ná eyrum þeirra sem yngri eru.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar