Afnám stimpilgjalda núna Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2013 06:00 Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp til laga um breytingar á lögum um stimpilgjald nr. 36/1978 og er undirrituð fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Með frumvarpinu eru tekin fyrstu skref í afnámi stimpilgjalda, þessa óverjandi skatts sem lagður er á fólk og fyrirtæki sem taka lán í formi veðskuldabréfa. Þar er lagt til að stimpilgjöld vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði til eigin nota verði afnumin. Augljós rök hníga að því að auðvelda einstaklingum að koma sér þaki yfir höfuðið og slík viðskipti á ekki að nýta til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Í gildandi lögum er kaupandi undanþeginn stimpilgjaldi við fyrstu kaup en breytingarnar taka til allra almennra kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Jafnframt er í frumvarpinu lagt til að endurfjármögnun lána vegna íbúðarhúsnæðis verði varanlega undanþegin stimpilgjaldi. Nú þegar margir leita leiða til að skuldbreyta húsnæðisláni sínu og íhuga til dæmis að breyta úr verðtryggðu láni í óverðtryggt og að færa sig á milli lánastofnana er eðlilegt að fólk leiti tilboða hjá fjármálafyrirtækjum og beini viðskiptum sínum þangað sem bestu kjörin bjóðast. Afnám stimpilgjalda auðveldar það. Af veðskuldabréfum og tryggingarbréfum, þegar skuld ber vexti, þarf að greiða 1,5% stimpilgjald af fjárhæð bréfs. Af afsölum, kaupsamningum og öðrum yfirfærslugerningum um fasteign greiðist 0,4% stimpilgjald af fasteignamati eignar að lóðarréttindum eignar meðtöldum. Afnám þessara gjalda, sem geta numið umtalsverðum fjárhæðum, er því til augljósra hagsbóta fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Eftirlitsstofnun ESA hefur gert athugasemdir við stimpilgjöldin og ríkisstjórnin boðaði þess vegna breytingar í október síðastliðnum en hefur nú sagt að nefnd muni skila af sér tillögum á vordögum. Við skulum ekki bíða eftir því heldur afgreiða á þessu þingi það frumvarp sem liggur fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd, það yrði gjörningur sem kæmi bæði einstaklingum og fjölskyldum í þessu landi til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp til laga um breytingar á lögum um stimpilgjald nr. 36/1978 og er undirrituð fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Með frumvarpinu eru tekin fyrstu skref í afnámi stimpilgjalda, þessa óverjandi skatts sem lagður er á fólk og fyrirtæki sem taka lán í formi veðskuldabréfa. Þar er lagt til að stimpilgjöld vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði til eigin nota verði afnumin. Augljós rök hníga að því að auðvelda einstaklingum að koma sér þaki yfir höfuðið og slík viðskipti á ekki að nýta til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Í gildandi lögum er kaupandi undanþeginn stimpilgjaldi við fyrstu kaup en breytingarnar taka til allra almennra kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Jafnframt er í frumvarpinu lagt til að endurfjármögnun lána vegna íbúðarhúsnæðis verði varanlega undanþegin stimpilgjaldi. Nú þegar margir leita leiða til að skuldbreyta húsnæðisláni sínu og íhuga til dæmis að breyta úr verðtryggðu láni í óverðtryggt og að færa sig á milli lánastofnana er eðlilegt að fólk leiti tilboða hjá fjármálafyrirtækjum og beini viðskiptum sínum þangað sem bestu kjörin bjóðast. Afnám stimpilgjalda auðveldar það. Af veðskuldabréfum og tryggingarbréfum, þegar skuld ber vexti, þarf að greiða 1,5% stimpilgjald af fjárhæð bréfs. Af afsölum, kaupsamningum og öðrum yfirfærslugerningum um fasteign greiðist 0,4% stimpilgjald af fasteignamati eignar að lóðarréttindum eignar meðtöldum. Afnám þessara gjalda, sem geta numið umtalsverðum fjárhæðum, er því til augljósra hagsbóta fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Eftirlitsstofnun ESA hefur gert athugasemdir við stimpilgjöldin og ríkisstjórnin boðaði þess vegna breytingar í október síðastliðnum en hefur nú sagt að nefnd muni skila af sér tillögum á vordögum. Við skulum ekki bíða eftir því heldur afgreiða á þessu þingi það frumvarp sem liggur fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd, það yrði gjörningur sem kæmi bæði einstaklingum og fjölskyldum í þessu landi til góða.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun