Netsíur leysa engan vanda Bjarni Rúnar Einarsson skrifar 19. febrúar 2013 06:00 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði nýlega nefnd til að kanna, meðal annars, hvernig hægt væri að takast á við dreifingu ólögmæts efnis um Internetið. Að sögn nefndarinnar kemur til greina að hreinsun verði framkvæmd með svokölluðum netsíum, en það er búnaður sem getur hlerað Netið og gripið inn í þegar reynt er að nálgast efni sem stjórnvöld hafa sett á bannlista. Þessar hugmyndir njóta stuðnings úr ýmsum áttum, enda geta undirheimar Netsins verið ansi ógeðfelldir. Það er eðlilegt og sjálfsagt að ríkið stígi fram og kanni hvað sé hægt að gera til að stemma stigu við því ofbeldi sem þar þrífst. Hins vegar er það samdóma álit tæknimanna og netverja, hérlendis og erlendis, að netsíur séu hvorki hentug né boðleg lausn við þessum vanda. Ég leyfi mér að fullyrða að nánast einu tæknimenn sem mæla netsíum bót séu þeir sem smíði eða selji slíkan búnað. Hörð andstaða tæknigeirans stafar af ýmsu. Netsíutæknin felur í sér aukinn kostnað og rýrir áreiðanleika Internetsins. Tæknin er ónákvæm og síur hindra alltaf eðlileg samskipti fólks. Bannlistarnir sem síurnar vinna eftir eru vandsmíðaðir og vandmeðfarnir og úreldast fljótt. Loks verður ekki horft framhjá því að netsíur eru í raun mjög gerræðisleg eftirlitstæki: Þetta er sama tækni og harðstjórar um allan heim nota til að hlera, ritskoða og kúga þegna sína.Til góðs eða ills Þar liggur hundurinn grafinn. Ritskoðun Netsins helst gjarnan í hendur við önnur mannréttindabrot og því hafa margir færustu tölvunarfræðingar heims gert það að ævistarfi sínu að berjast gegn netsíum. Þeir vilja tryggja samskipti fólksins sem berst fyrir bættum mannréttindum í Kína, Íran og öðrum löndum þar sem afskipti ríkisins af Netinu eru óeðlilega mikil, en eins konar vopnakapphlaup skapaðist í þessum geira og hefur nú staðið yfir í mörg ár. Afraksturinn er mikið úrval af frjálsum hugbúnaði sem allir geta notað, forrit sem renna í gegnum netsíur eins og hnífar gegnum smjör. Eins og önnur verkfæri má nota þann hugbúnað hvort sem er til góðs eða ills. Í þætti sínum Málinu, þar sem fjallað var um barnaníð, minntist Sölvi Tryggvason á eitt slíkt forrit, „Tor-vafrann“. Rannsóknir Sölva leiddu í ljós að níðingarnir á Netinu nota þennan vafra og hafa þar með fært sig inn á þau svæði Netsins sem netsíurnar ná ekki til. Þeir sem ætla að sækja sér efni finna nefnilega alltaf leið til þess. Ef sett verður sía á annað klám, þá færist klámið og neytendur þess með. Ef reynt verður að hindra niðurhal afþreyingarefnis, eins og kom til tals á síðasta málþingi SAFT, þá færa sig líklega allir Íslendingar undir þrítugu. Netverjar vita af fenginni reynslu að netsían er dæmd til að mistakast. Hún leysir engan vanda, en er kostnaðarsöm aðferð til þess eins að sópa soranum undir teppið. Meðan svo er sjá tæknimenn, Píratar, Félag um stafrænt frelsi og í raun allir sem er annt um Netið enga réttlætingu fyrir að taka á okkur aukinn kostnað, þjónustuskerðingu og gróft inngrip inn í friðhelgi einkalífs okkar og samskipta. Ég skora því á Ögmund og nefndina að skemma ekki Internetið, heldur leita annarra leiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði nýlega nefnd til að kanna, meðal annars, hvernig hægt væri að takast á við dreifingu ólögmæts efnis um Internetið. Að sögn nefndarinnar kemur til greina að hreinsun verði framkvæmd með svokölluðum netsíum, en það er búnaður sem getur hlerað Netið og gripið inn í þegar reynt er að nálgast efni sem stjórnvöld hafa sett á bannlista. Þessar hugmyndir njóta stuðnings úr ýmsum áttum, enda geta undirheimar Netsins verið ansi ógeðfelldir. Það er eðlilegt og sjálfsagt að ríkið stígi fram og kanni hvað sé hægt að gera til að stemma stigu við því ofbeldi sem þar þrífst. Hins vegar er það samdóma álit tæknimanna og netverja, hérlendis og erlendis, að netsíur séu hvorki hentug né boðleg lausn við þessum vanda. Ég leyfi mér að fullyrða að nánast einu tæknimenn sem mæla netsíum bót séu þeir sem smíði eða selji slíkan búnað. Hörð andstaða tæknigeirans stafar af ýmsu. Netsíutæknin felur í sér aukinn kostnað og rýrir áreiðanleika Internetsins. Tæknin er ónákvæm og síur hindra alltaf eðlileg samskipti fólks. Bannlistarnir sem síurnar vinna eftir eru vandsmíðaðir og vandmeðfarnir og úreldast fljótt. Loks verður ekki horft framhjá því að netsíur eru í raun mjög gerræðisleg eftirlitstæki: Þetta er sama tækni og harðstjórar um allan heim nota til að hlera, ritskoða og kúga þegna sína.Til góðs eða ills Þar liggur hundurinn grafinn. Ritskoðun Netsins helst gjarnan í hendur við önnur mannréttindabrot og því hafa margir færustu tölvunarfræðingar heims gert það að ævistarfi sínu að berjast gegn netsíum. Þeir vilja tryggja samskipti fólksins sem berst fyrir bættum mannréttindum í Kína, Íran og öðrum löndum þar sem afskipti ríkisins af Netinu eru óeðlilega mikil, en eins konar vopnakapphlaup skapaðist í þessum geira og hefur nú staðið yfir í mörg ár. Afraksturinn er mikið úrval af frjálsum hugbúnaði sem allir geta notað, forrit sem renna í gegnum netsíur eins og hnífar gegnum smjör. Eins og önnur verkfæri má nota þann hugbúnað hvort sem er til góðs eða ills. Í þætti sínum Málinu, þar sem fjallað var um barnaníð, minntist Sölvi Tryggvason á eitt slíkt forrit, „Tor-vafrann“. Rannsóknir Sölva leiddu í ljós að níðingarnir á Netinu nota þennan vafra og hafa þar með fært sig inn á þau svæði Netsins sem netsíurnar ná ekki til. Þeir sem ætla að sækja sér efni finna nefnilega alltaf leið til þess. Ef sett verður sía á annað klám, þá færist klámið og neytendur þess með. Ef reynt verður að hindra niðurhal afþreyingarefnis, eins og kom til tals á síðasta málþingi SAFT, þá færa sig líklega allir Íslendingar undir þrítugu. Netverjar vita af fenginni reynslu að netsían er dæmd til að mistakast. Hún leysir engan vanda, en er kostnaðarsöm aðferð til þess eins að sópa soranum undir teppið. Meðan svo er sjá tæknimenn, Píratar, Félag um stafrænt frelsi og í raun allir sem er annt um Netið enga réttlætingu fyrir að taka á okkur aukinn kostnað, þjónustuskerðingu og gróft inngrip inn í friðhelgi einkalífs okkar og samskipta. Ég skora því á Ögmund og nefndina að skemma ekki Internetið, heldur leita annarra leiða.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun