Hrafnista borgar ekki lífeyrisskuldbindingar Þórður Snær Júlíusson skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa árum saman barist fyrir því að fá daggjöld til reksturs hjúkrunarheimila leiðrétt. Nú hefur Hrafnista ákveðið að senda alla reikninga sem berast vegna áfallinna lífeyrisskuldbindinga til velferðarráðuneytisins. Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, hefur hætt að greiða áfallnar lífeyrisskuldbindingar til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Þetta samþykkti stjórnin að gera frá og með síðastliðnum þriðjudegi og tilkynnti Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra og Katrínu Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, ákvörðun sína í bréfi. Fréttablaðið hefur bréfið undir höndum. Heimildir blaðsins herma að fleiri aðilar, sem eiga aðild að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), íhugi að hætta einnig greiðslu lífeyrisskuldbindinga. Ákvörðun um hvort af því verði mun verða tekin á næstu stjórnarfundum þeirra. Deilan snýst um hvort svokölluð daggjöld til reksturs hjúkrunarheimila eigi einnig að ná yfir lífeyrisskuldbindingar eða ekki. Daggjöld eru föst krónutala sem greidd er fyrir hvert hjúkrunarrými stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum. Samkvæmt reglugerð er þeim ætlað að mæta eðlilegum rekstrarkostnaði án viðhalds húsnæðis. Afstaða SFV og aðildarfyrirtækja þess er sú að daggjöldin, eins og þau eru í dag, eigi ekki að ná yfir lífeyrisskuldbindingar. Því er fjármálaráðuneytið ósammála. Í bréfinu segir að SFV hafi „í mörg ár reynt að fá daggjöld til reksturs hjúkrunarheimila leiðrétt, meðal annars þannig að daggjaldagreiðslur feli í sér upphæðir til greiðslu lífeyrisskuldbindinga […] Þær tilraunir hafa því miður engu skilað, að því er virðist vegna afstöðu fjármálaráðuneytis, þrátt fyrir góðan ásetning margra. Áhugaleysi stjórnvalda við að leysa úr þessu máli er með eindæmum. Það sannar fjöldi ítrekaðra tölvupósta, bréfa og fundarbeiðna frá SFV um málið, þar sem erindum er stundum svarað með mjög „ómarkvissum“ hætti eða alls ekki svarað“. Forsvarsmenn Hrafnistu segi að í kjölfar mikillar hagræðingarkröfu á síðustu árum sé ljóst að daggjöld dugi einungis til að veita heimilisfólki lágmarksþjónustu. „Óhjákvæmilegt er að greiðsla umræddra lífeyrisskuldbindinga skerði þjónustu heimilisfólks Hrafnistuheimilanna. Til fróðleiks má geta þess að þessar greiðslur námu um 335 milljónum króna á árunum 2001-2012.“ Fjárhæðin er áætluð um 56 milljónir króna fyrir Hrafnistuheimilin árið 2013. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, hefur hætt að greiða áfallnar lífeyrisskuldbindingar til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Þetta samþykkti stjórnin að gera frá og með síðastliðnum þriðjudegi og tilkynnti Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra og Katrínu Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, ákvörðun sína í bréfi. Fréttablaðið hefur bréfið undir höndum. Heimildir blaðsins herma að fleiri aðilar, sem eiga aðild að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), íhugi að hætta einnig greiðslu lífeyrisskuldbindinga. Ákvörðun um hvort af því verði mun verða tekin á næstu stjórnarfundum þeirra. Deilan snýst um hvort svokölluð daggjöld til reksturs hjúkrunarheimila eigi einnig að ná yfir lífeyrisskuldbindingar eða ekki. Daggjöld eru föst krónutala sem greidd er fyrir hvert hjúkrunarrými stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum. Samkvæmt reglugerð er þeim ætlað að mæta eðlilegum rekstrarkostnaði án viðhalds húsnæðis. Afstaða SFV og aðildarfyrirtækja þess er sú að daggjöldin, eins og þau eru í dag, eigi ekki að ná yfir lífeyrisskuldbindingar. Því er fjármálaráðuneytið ósammála. Í bréfinu segir að SFV hafi „í mörg ár reynt að fá daggjöld til reksturs hjúkrunarheimila leiðrétt, meðal annars þannig að daggjaldagreiðslur feli í sér upphæðir til greiðslu lífeyrisskuldbindinga […] Þær tilraunir hafa því miður engu skilað, að því er virðist vegna afstöðu fjármálaráðuneytis, þrátt fyrir góðan ásetning margra. Áhugaleysi stjórnvalda við að leysa úr þessu máli er með eindæmum. Það sannar fjöldi ítrekaðra tölvupósta, bréfa og fundarbeiðna frá SFV um málið, þar sem erindum er stundum svarað með mjög „ómarkvissum“ hætti eða alls ekki svarað“. Forsvarsmenn Hrafnistu segi að í kjölfar mikillar hagræðingarkröfu á síðustu árum sé ljóst að daggjöld dugi einungis til að veita heimilisfólki lágmarksþjónustu. „Óhjákvæmilegt er að greiðsla umræddra lífeyrisskuldbindinga skerði þjónustu heimilisfólks Hrafnistuheimilanna. Til fróðleiks má geta þess að þessar greiðslur námu um 335 milljónum króna á árunum 2001-2012.“ Fjárhæðin er áætluð um 56 milljónir króna fyrir Hrafnistuheimilin árið 2013.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira