Hve "alvarlegar“ eru athugasemdir Feneyjanefndarinnar? Ómar Þ. Ragnarsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Áður en álit Feneyjanefndar um frumvarp að nýrri stjórnarskrá hefur komið út í heild á íslensku hafa fjölmiðlar hent á lofti nokkur atriði úr því sem talist gætu „alvarlegar athugasemdir". Hitt þykir síður fréttnæmt, eins og gengur, sem nefndin hefur gott að segja um frumvarpið. En hvers eðlis eru þær og hve alvarlegar eru þær? Og hve alvarlegar, stórar og margar hefðu athugasemdir nefndarinnar orðið um núverandi stjórnarskrá? Nefndin bendir á að málskotsréttur forseta Íslands geti valdið togstreitu milli hans og þingsins þar sem hætta sé á að annar aðilinn lúti illa í lægra haldi. En í nýrri stjórnarskrá er þessi réttur þó orðinn mun takmarkaðri en í núverandi stjórnarskrá af því að frumkvæði kjósenda hefur verið bætt við og þörfin á aðkomu forsetans því minnkuð. Einnig eru sett nauðsynleg tímatakmörk og kveðið skýrt á um hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla geti fallið niður, en gat í núverandi ákvæði 26. greinar olli deilum 2004 um það hvort niðurfelling þjóðaratkvæðagreiðslu þá hefði verið stjórnarskrárbrot.Vilji þjóðar Meirihluti kjósenda hefur látið sér það vel líka að undanförnu að forsetinn hafi málskotsréttinn sem Feneyjanefndin gerir athugasemdir við. Spurningin er því þessi: Hvort á vilji þjóðarinnar um þetta efni að ráða eða Feneyjanefndin? Eigum við að fella málskotsrétt forsetans niður úr núverandi stjórnarskrá af því að Feneyjanefndin gerir athugasemdir við hann? Þetta er spurningin um pólitískan vilja þjóðarinnar. Tökum þá hliðstæðu að Feneyjanefndinni væri falið að gefa álit á stjórnarskrá Bandaríkjanna og að hún benti á að neitunar- eða frestunarvald forsetans gæti skapað togstreitu þingsins og forsetans þar sem annar aðilinn gæti lotið illa í lægra haldi. Myndu Bandaríkjamenn breyta stjórnarskránni út af þessu áliti? Það hygg ég að væri ólíklegt og líklegra væri að pólitískur vilji bandarísku þjóðarinnar sé að viðhalda núverandi valddreifingu, valdmörkum og valdtemprun sem felst í ákvæðum um samskipti forseta og þings. Feneyjanefndin bendir á að Alþingi hljóti mikil völd samkvæmt frumvarpi stjórnlagaráðs og að það geti skapað „þrátefli og óstöðugleika". Nú er það svo að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og umræðum um völd og virðingu Alþingis hefur um árabil verið kvartað yfir því að framkvæmdavaldið hafi beitt löggjafarvaldið ofríki svo að Alþingi hafi orðið að máttlausri afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnir. Þess vegna er gert ráð fyrir því í frumvarpi stjórnlagaráðs að skerpa á þingræðinu sem hluta af aukinni valddreifingu og valdtemprun sem hamlað geti sumu af því sem skóp aðdraganda hrunsins. Feneyjanefndin bendir á að skapast geti „þrátefli" í samskiptum þings og ráðherra. Það getur auðvitað gerst ef áfram er viðhaldið því andrúmslofti hótana og trúnaðarbrests sem þjakað hefur íslensk stjórnmál. Skoðum hliðstæðu. Í nágrannalöndum okkar ýmsum eru minnihlutastjórnir algengar. Ef Feneyjanefndin gæfi álit um það gæti hún bent á að slíkt ástand gæti skapað togstreitu og þrátefli. En samt hefur það ekki gerst í þessum löndum af því að valdtemprunin og valddreifingin hefur leitt af sér annað og betra stjórnmálaástand samvinnu og samræðu en hér ríkir. Feneyjanefndin bendir á að vald einstakra ráðherra sé mikið í frumvarpi stjórnlagaráðs. En hvað myndi hún segja um núverandi ástand þar sem hver ráðherra um sig er í raun einráður á sínu sviði þegar hann vill það við hafa og ráðherrar telja að þeir beri ekki hver ábyrgð á gerðum annars?Kærkomið álit Í nýrri stjórnarskrá yrðu ákvæði sem draga eiga úr vanköntum þessa ástands með því að sköpuð sé samábyrgð ráðherra hvers á gerðum annars sem þeir geti ekki skorast undan nema með sérstakri bókun um það efni. Álit Feneyjanefndarinnar er kærkomið inn í umræðuna um stjórnarskrána og hefði betur verið farið að óskum stjórnlagaráðs á sínum tíma um að fá það álit strax þegar frumvarpið kom fram. Álitið skerpir á sýn okkar um það hvers vegna meirihluti þátttakenda í þjóðaratkvæðagreiðslu lét í ljós þann pólitíska vilja að leggja meginatriði frumvarps stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri og betri stjórnarskrá, þar með talda aukna valddreifingu og valdtemprun með auknu þingræði og að forsetinn geti verið þáttur í auknu beinu lýðræði. Frumvarpið tekur fyrirmyndir í stjórnarskrám þeirra þjóða þar sem stjórnarfar er einna best og farsælast þótt valdinu sé dreift og það geti kallað á togstreitu um stefnu og aðferðir. Úr því hafa þessar þjóðir unnið á þann veg að ástand íslenskra stjórnmála stingur í augu í samanburðinum. Feneyjanefndin telur völd forseta Íslands lítil samkvæmt frumvarpinu en forsetinn sjálfur telur þau mikil. Ætli raunveruleikinn liggi ekki þarna á milli, að þau verði í heild svipuð og verið hefur? Ef menn vilja að engin hætta sé á þrátefli milli valdþátta geta menn farið þá leið, sem reynd var forðum: „Ein Volk, ein Führer". Eða unað því að Alþingi sé afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið. Ég hef hér að ofan rakið nokkur atriði sem Feneyjanefndin bendir á og rökstutt þá skoðun mína að þau felli ekki þann vilja sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það tel ég aðalatriði málsins sem og það að rofið sé það raunverulega þrátefli neitunarvalds minnihlutans sem hefur í 70 ár komið í veg fyrir að loforð landsfeðranna um nýja stjórnarskrá sé efnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Áður en álit Feneyjanefndar um frumvarp að nýrri stjórnarskrá hefur komið út í heild á íslensku hafa fjölmiðlar hent á lofti nokkur atriði úr því sem talist gætu „alvarlegar athugasemdir". Hitt þykir síður fréttnæmt, eins og gengur, sem nefndin hefur gott að segja um frumvarpið. En hvers eðlis eru þær og hve alvarlegar eru þær? Og hve alvarlegar, stórar og margar hefðu athugasemdir nefndarinnar orðið um núverandi stjórnarskrá? Nefndin bendir á að málskotsréttur forseta Íslands geti valdið togstreitu milli hans og þingsins þar sem hætta sé á að annar aðilinn lúti illa í lægra haldi. En í nýrri stjórnarskrá er þessi réttur þó orðinn mun takmarkaðri en í núverandi stjórnarskrá af því að frumkvæði kjósenda hefur verið bætt við og þörfin á aðkomu forsetans því minnkuð. Einnig eru sett nauðsynleg tímatakmörk og kveðið skýrt á um hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla geti fallið niður, en gat í núverandi ákvæði 26. greinar olli deilum 2004 um það hvort niðurfelling þjóðaratkvæðagreiðslu þá hefði verið stjórnarskrárbrot.Vilji þjóðar Meirihluti kjósenda hefur látið sér það vel líka að undanförnu að forsetinn hafi málskotsréttinn sem Feneyjanefndin gerir athugasemdir við. Spurningin er því þessi: Hvort á vilji þjóðarinnar um þetta efni að ráða eða Feneyjanefndin? Eigum við að fella málskotsrétt forsetans niður úr núverandi stjórnarskrá af því að Feneyjanefndin gerir athugasemdir við hann? Þetta er spurningin um pólitískan vilja þjóðarinnar. Tökum þá hliðstæðu að Feneyjanefndinni væri falið að gefa álit á stjórnarskrá Bandaríkjanna og að hún benti á að neitunar- eða frestunarvald forsetans gæti skapað togstreitu þingsins og forsetans þar sem annar aðilinn gæti lotið illa í lægra haldi. Myndu Bandaríkjamenn breyta stjórnarskránni út af þessu áliti? Það hygg ég að væri ólíklegt og líklegra væri að pólitískur vilji bandarísku þjóðarinnar sé að viðhalda núverandi valddreifingu, valdmörkum og valdtemprun sem felst í ákvæðum um samskipti forseta og þings. Feneyjanefndin bendir á að Alþingi hljóti mikil völd samkvæmt frumvarpi stjórnlagaráðs og að það geti skapað „þrátefli og óstöðugleika". Nú er það svo að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og umræðum um völd og virðingu Alþingis hefur um árabil verið kvartað yfir því að framkvæmdavaldið hafi beitt löggjafarvaldið ofríki svo að Alþingi hafi orðið að máttlausri afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnir. Þess vegna er gert ráð fyrir því í frumvarpi stjórnlagaráðs að skerpa á þingræðinu sem hluta af aukinni valddreifingu og valdtemprun sem hamlað geti sumu af því sem skóp aðdraganda hrunsins. Feneyjanefndin bendir á að skapast geti „þrátefli" í samskiptum þings og ráðherra. Það getur auðvitað gerst ef áfram er viðhaldið því andrúmslofti hótana og trúnaðarbrests sem þjakað hefur íslensk stjórnmál. Skoðum hliðstæðu. Í nágrannalöndum okkar ýmsum eru minnihlutastjórnir algengar. Ef Feneyjanefndin gæfi álit um það gæti hún bent á að slíkt ástand gæti skapað togstreitu og þrátefli. En samt hefur það ekki gerst í þessum löndum af því að valdtemprunin og valddreifingin hefur leitt af sér annað og betra stjórnmálaástand samvinnu og samræðu en hér ríkir. Feneyjanefndin bendir á að vald einstakra ráðherra sé mikið í frumvarpi stjórnlagaráðs. En hvað myndi hún segja um núverandi ástand þar sem hver ráðherra um sig er í raun einráður á sínu sviði þegar hann vill það við hafa og ráðherrar telja að þeir beri ekki hver ábyrgð á gerðum annars?Kærkomið álit Í nýrri stjórnarskrá yrðu ákvæði sem draga eiga úr vanköntum þessa ástands með því að sköpuð sé samábyrgð ráðherra hvers á gerðum annars sem þeir geti ekki skorast undan nema með sérstakri bókun um það efni. Álit Feneyjanefndarinnar er kærkomið inn í umræðuna um stjórnarskrána og hefði betur verið farið að óskum stjórnlagaráðs á sínum tíma um að fá það álit strax þegar frumvarpið kom fram. Álitið skerpir á sýn okkar um það hvers vegna meirihluti þátttakenda í þjóðaratkvæðagreiðslu lét í ljós þann pólitíska vilja að leggja meginatriði frumvarps stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri og betri stjórnarskrá, þar með talda aukna valddreifingu og valdtemprun með auknu þingræði og að forsetinn geti verið þáttur í auknu beinu lýðræði. Frumvarpið tekur fyrirmyndir í stjórnarskrám þeirra þjóða þar sem stjórnarfar er einna best og farsælast þótt valdinu sé dreift og það geti kallað á togstreitu um stefnu og aðferðir. Úr því hafa þessar þjóðir unnið á þann veg að ástand íslenskra stjórnmála stingur í augu í samanburðinum. Feneyjanefndin telur völd forseta Íslands lítil samkvæmt frumvarpinu en forsetinn sjálfur telur þau mikil. Ætli raunveruleikinn liggi ekki þarna á milli, að þau verði í heild svipuð og verið hefur? Ef menn vilja að engin hætta sé á þrátefli milli valdþátta geta menn farið þá leið, sem reynd var forðum: „Ein Volk, ein Führer". Eða unað því að Alþingi sé afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið. Ég hef hér að ofan rakið nokkur atriði sem Feneyjanefndin bendir á og rökstutt þá skoðun mína að þau felli ekki þann vilja sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það tel ég aðalatriði málsins sem og það að rofið sé það raunverulega þrátefli neitunarvalds minnihlutans sem hefur í 70 ár komið í veg fyrir að loforð landsfeðranna um nýja stjórnarskrá sé efnt.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun