Hve "alvarlegar“ eru athugasemdir Feneyjanefndarinnar? Ómar Þ. Ragnarsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Áður en álit Feneyjanefndar um frumvarp að nýrri stjórnarskrá hefur komið út í heild á íslensku hafa fjölmiðlar hent á lofti nokkur atriði úr því sem talist gætu „alvarlegar athugasemdir". Hitt þykir síður fréttnæmt, eins og gengur, sem nefndin hefur gott að segja um frumvarpið. En hvers eðlis eru þær og hve alvarlegar eru þær? Og hve alvarlegar, stórar og margar hefðu athugasemdir nefndarinnar orðið um núverandi stjórnarskrá? Nefndin bendir á að málskotsréttur forseta Íslands geti valdið togstreitu milli hans og þingsins þar sem hætta sé á að annar aðilinn lúti illa í lægra haldi. En í nýrri stjórnarskrá er þessi réttur þó orðinn mun takmarkaðri en í núverandi stjórnarskrá af því að frumkvæði kjósenda hefur verið bætt við og þörfin á aðkomu forsetans því minnkuð. Einnig eru sett nauðsynleg tímatakmörk og kveðið skýrt á um hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla geti fallið niður, en gat í núverandi ákvæði 26. greinar olli deilum 2004 um það hvort niðurfelling þjóðaratkvæðagreiðslu þá hefði verið stjórnarskrárbrot.Vilji þjóðar Meirihluti kjósenda hefur látið sér það vel líka að undanförnu að forsetinn hafi málskotsréttinn sem Feneyjanefndin gerir athugasemdir við. Spurningin er því þessi: Hvort á vilji þjóðarinnar um þetta efni að ráða eða Feneyjanefndin? Eigum við að fella málskotsrétt forsetans niður úr núverandi stjórnarskrá af því að Feneyjanefndin gerir athugasemdir við hann? Þetta er spurningin um pólitískan vilja þjóðarinnar. Tökum þá hliðstæðu að Feneyjanefndinni væri falið að gefa álit á stjórnarskrá Bandaríkjanna og að hún benti á að neitunar- eða frestunarvald forsetans gæti skapað togstreitu þingsins og forsetans þar sem annar aðilinn gæti lotið illa í lægra haldi. Myndu Bandaríkjamenn breyta stjórnarskránni út af þessu áliti? Það hygg ég að væri ólíklegt og líklegra væri að pólitískur vilji bandarísku þjóðarinnar sé að viðhalda núverandi valddreifingu, valdmörkum og valdtemprun sem felst í ákvæðum um samskipti forseta og þings. Feneyjanefndin bendir á að Alþingi hljóti mikil völd samkvæmt frumvarpi stjórnlagaráðs og að það geti skapað „þrátefli og óstöðugleika". Nú er það svo að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og umræðum um völd og virðingu Alþingis hefur um árabil verið kvartað yfir því að framkvæmdavaldið hafi beitt löggjafarvaldið ofríki svo að Alþingi hafi orðið að máttlausri afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnir. Þess vegna er gert ráð fyrir því í frumvarpi stjórnlagaráðs að skerpa á þingræðinu sem hluta af aukinni valddreifingu og valdtemprun sem hamlað geti sumu af því sem skóp aðdraganda hrunsins. Feneyjanefndin bendir á að skapast geti „þrátefli" í samskiptum þings og ráðherra. Það getur auðvitað gerst ef áfram er viðhaldið því andrúmslofti hótana og trúnaðarbrests sem þjakað hefur íslensk stjórnmál. Skoðum hliðstæðu. Í nágrannalöndum okkar ýmsum eru minnihlutastjórnir algengar. Ef Feneyjanefndin gæfi álit um það gæti hún bent á að slíkt ástand gæti skapað togstreitu og þrátefli. En samt hefur það ekki gerst í þessum löndum af því að valdtemprunin og valddreifingin hefur leitt af sér annað og betra stjórnmálaástand samvinnu og samræðu en hér ríkir. Feneyjanefndin bendir á að vald einstakra ráðherra sé mikið í frumvarpi stjórnlagaráðs. En hvað myndi hún segja um núverandi ástand þar sem hver ráðherra um sig er í raun einráður á sínu sviði þegar hann vill það við hafa og ráðherrar telja að þeir beri ekki hver ábyrgð á gerðum annars?Kærkomið álit Í nýrri stjórnarskrá yrðu ákvæði sem draga eiga úr vanköntum þessa ástands með því að sköpuð sé samábyrgð ráðherra hvers á gerðum annars sem þeir geti ekki skorast undan nema með sérstakri bókun um það efni. Álit Feneyjanefndarinnar er kærkomið inn í umræðuna um stjórnarskrána og hefði betur verið farið að óskum stjórnlagaráðs á sínum tíma um að fá það álit strax þegar frumvarpið kom fram. Álitið skerpir á sýn okkar um það hvers vegna meirihluti þátttakenda í þjóðaratkvæðagreiðslu lét í ljós þann pólitíska vilja að leggja meginatriði frumvarps stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri og betri stjórnarskrá, þar með talda aukna valddreifingu og valdtemprun með auknu þingræði og að forsetinn geti verið þáttur í auknu beinu lýðræði. Frumvarpið tekur fyrirmyndir í stjórnarskrám þeirra þjóða þar sem stjórnarfar er einna best og farsælast þótt valdinu sé dreift og það geti kallað á togstreitu um stefnu og aðferðir. Úr því hafa þessar þjóðir unnið á þann veg að ástand íslenskra stjórnmála stingur í augu í samanburðinum. Feneyjanefndin telur völd forseta Íslands lítil samkvæmt frumvarpinu en forsetinn sjálfur telur þau mikil. Ætli raunveruleikinn liggi ekki þarna á milli, að þau verði í heild svipuð og verið hefur? Ef menn vilja að engin hætta sé á þrátefli milli valdþátta geta menn farið þá leið, sem reynd var forðum: „Ein Volk, ein Führer". Eða unað því að Alþingi sé afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið. Ég hef hér að ofan rakið nokkur atriði sem Feneyjanefndin bendir á og rökstutt þá skoðun mína að þau felli ekki þann vilja sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það tel ég aðalatriði málsins sem og það að rofið sé það raunverulega þrátefli neitunarvalds minnihlutans sem hefur í 70 ár komið í veg fyrir að loforð landsfeðranna um nýja stjórnarskrá sé efnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Sjá meira
Áður en álit Feneyjanefndar um frumvarp að nýrri stjórnarskrá hefur komið út í heild á íslensku hafa fjölmiðlar hent á lofti nokkur atriði úr því sem talist gætu „alvarlegar athugasemdir". Hitt þykir síður fréttnæmt, eins og gengur, sem nefndin hefur gott að segja um frumvarpið. En hvers eðlis eru þær og hve alvarlegar eru þær? Og hve alvarlegar, stórar og margar hefðu athugasemdir nefndarinnar orðið um núverandi stjórnarskrá? Nefndin bendir á að málskotsréttur forseta Íslands geti valdið togstreitu milli hans og þingsins þar sem hætta sé á að annar aðilinn lúti illa í lægra haldi. En í nýrri stjórnarskrá er þessi réttur þó orðinn mun takmarkaðri en í núverandi stjórnarskrá af því að frumkvæði kjósenda hefur verið bætt við og þörfin á aðkomu forsetans því minnkuð. Einnig eru sett nauðsynleg tímatakmörk og kveðið skýrt á um hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla geti fallið niður, en gat í núverandi ákvæði 26. greinar olli deilum 2004 um það hvort niðurfelling þjóðaratkvæðagreiðslu þá hefði verið stjórnarskrárbrot.Vilji þjóðar Meirihluti kjósenda hefur látið sér það vel líka að undanförnu að forsetinn hafi málskotsréttinn sem Feneyjanefndin gerir athugasemdir við. Spurningin er því þessi: Hvort á vilji þjóðarinnar um þetta efni að ráða eða Feneyjanefndin? Eigum við að fella málskotsrétt forsetans niður úr núverandi stjórnarskrá af því að Feneyjanefndin gerir athugasemdir við hann? Þetta er spurningin um pólitískan vilja þjóðarinnar. Tökum þá hliðstæðu að Feneyjanefndinni væri falið að gefa álit á stjórnarskrá Bandaríkjanna og að hún benti á að neitunar- eða frestunarvald forsetans gæti skapað togstreitu þingsins og forsetans þar sem annar aðilinn gæti lotið illa í lægra haldi. Myndu Bandaríkjamenn breyta stjórnarskránni út af þessu áliti? Það hygg ég að væri ólíklegt og líklegra væri að pólitískur vilji bandarísku þjóðarinnar sé að viðhalda núverandi valddreifingu, valdmörkum og valdtemprun sem felst í ákvæðum um samskipti forseta og þings. Feneyjanefndin bendir á að Alþingi hljóti mikil völd samkvæmt frumvarpi stjórnlagaráðs og að það geti skapað „þrátefli og óstöðugleika". Nú er það svo að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og umræðum um völd og virðingu Alþingis hefur um árabil verið kvartað yfir því að framkvæmdavaldið hafi beitt löggjafarvaldið ofríki svo að Alþingi hafi orðið að máttlausri afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnir. Þess vegna er gert ráð fyrir því í frumvarpi stjórnlagaráðs að skerpa á þingræðinu sem hluta af aukinni valddreifingu og valdtemprun sem hamlað geti sumu af því sem skóp aðdraganda hrunsins. Feneyjanefndin bendir á að skapast geti „þrátefli" í samskiptum þings og ráðherra. Það getur auðvitað gerst ef áfram er viðhaldið því andrúmslofti hótana og trúnaðarbrests sem þjakað hefur íslensk stjórnmál. Skoðum hliðstæðu. Í nágrannalöndum okkar ýmsum eru minnihlutastjórnir algengar. Ef Feneyjanefndin gæfi álit um það gæti hún bent á að slíkt ástand gæti skapað togstreitu og þrátefli. En samt hefur það ekki gerst í þessum löndum af því að valdtemprunin og valddreifingin hefur leitt af sér annað og betra stjórnmálaástand samvinnu og samræðu en hér ríkir. Feneyjanefndin bendir á að vald einstakra ráðherra sé mikið í frumvarpi stjórnlagaráðs. En hvað myndi hún segja um núverandi ástand þar sem hver ráðherra um sig er í raun einráður á sínu sviði þegar hann vill það við hafa og ráðherrar telja að þeir beri ekki hver ábyrgð á gerðum annars?Kærkomið álit Í nýrri stjórnarskrá yrðu ákvæði sem draga eiga úr vanköntum þessa ástands með því að sköpuð sé samábyrgð ráðherra hvers á gerðum annars sem þeir geti ekki skorast undan nema með sérstakri bókun um það efni. Álit Feneyjanefndarinnar er kærkomið inn í umræðuna um stjórnarskrána og hefði betur verið farið að óskum stjórnlagaráðs á sínum tíma um að fá það álit strax þegar frumvarpið kom fram. Álitið skerpir á sýn okkar um það hvers vegna meirihluti þátttakenda í þjóðaratkvæðagreiðslu lét í ljós þann pólitíska vilja að leggja meginatriði frumvarps stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri og betri stjórnarskrá, þar með talda aukna valddreifingu og valdtemprun með auknu þingræði og að forsetinn geti verið þáttur í auknu beinu lýðræði. Frumvarpið tekur fyrirmyndir í stjórnarskrám þeirra þjóða þar sem stjórnarfar er einna best og farsælast þótt valdinu sé dreift og það geti kallað á togstreitu um stefnu og aðferðir. Úr því hafa þessar þjóðir unnið á þann veg að ástand íslenskra stjórnmála stingur í augu í samanburðinum. Feneyjanefndin telur völd forseta Íslands lítil samkvæmt frumvarpinu en forsetinn sjálfur telur þau mikil. Ætli raunveruleikinn liggi ekki þarna á milli, að þau verði í heild svipuð og verið hefur? Ef menn vilja að engin hætta sé á þrátefli milli valdþátta geta menn farið þá leið, sem reynd var forðum: „Ein Volk, ein Führer". Eða unað því að Alþingi sé afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið. Ég hef hér að ofan rakið nokkur atriði sem Feneyjanefndin bendir á og rökstutt þá skoðun mína að þau felli ekki þann vilja sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það tel ég aðalatriði málsins sem og það að rofið sé það raunverulega þrátefli neitunarvalds minnihlutans sem hefur í 70 ár komið í veg fyrir að loforð landsfeðranna um nýja stjórnarskrá sé efnt.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun