
Með réttlætið á heilanum
Við vitum að þetta verður ekki auðvelt. Talsmenn skuldafjötra og verðtryggingar munu halda áfram áróðursstríði sínu til að halda heimilunum áfram í skuldafangelsi. Þeir munu klifa á því að við getum engu breytt og ekkert gert.
Þessu höfnum við Framsóknarmenn. Tími er kominn til að rjúfa umsátrið um heimilin og tryggja þeim réttlæti.
Á þessu kjörtímabili hefur þingflokkur Framsóknarmanna ítrekað lagt fram tillögur til lausna. Ætíð hafa þær tillögur verið talaðar niður. Við höfum barist fyrir almennri leiðréttingu skulda, lagt fram tillögur um hvernig taka megi á þeim vanda sem verðtryggingin veldur íslenskum heimilum, varað við ólögmæti gengistryggðra lána og bent á að engin sanngirni felist í að bankarnir og erlendir vogunarsjóðir græði á tá og fingri á því að mergsjúga íslensk heimili.
Eflaust hafa einhverjir talið okkur jafnvel með skuldavandann á heilanum. En í stórum málum dugar ekkert annað en staðfesta og þor.
Vandinn þríþættur
Vandinn er þríþættur. Taka þarf á uppsafnaða vandanum, þeim sem ekki var leiðréttur eftir efnahagshrunið. Í öðru lagi þarf að koma í veg fyrir að lánin geti aftur stökkbreyst með því að taka á verðtryggingunni og loks þarf að tryggja fólki betri lífskjör til framtíðar. Ekkert réttlæti er í að lánþegar verðtryggðra húsnæðislána sitji einir uppi með afleiðingar þess að lánin stökkbreyttust af völdum efnahagshruns.
Tryggja þarf neytendavernd á fjármálamarkaði og skipta ábyrgð jafnar á milli lánveitenda og lántaka. Setja þarf „lyklalög" og auðvelda fólki að færa lánaviðskipti á milli lánastofnana. Við viljum afnema verðtryggingu á neytendalánum og skal starfshópur ljúka þeirri vinnu fyrir árslok 2013. Jafnframt höfum við lagt til nýtt húsnæðislánakerfi og hefur ASÍ lagt fram sambærilegar hugmyndir. Þá verða betri lífskjör aðeins tryggð með aukinni verðmætasköpun þjóðarbúsins.
Á sama tíma og heilu kynslóðirnar hafa orðið eignalausar hafa bankarnir og kröfuhafar hagnast mjög á viðskiptum sínum og uppfærslu lánasafnanna. Eðlilegt er að þeim ávinningi sé skipt á sanngjarnan máta milli þjóðarinnar og kröfuhafanna.
Til þess þarf kjark og þor. Til þess þarf Framsókn fyrir Ísland.
Skoðun

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar