Hverjum treystir þú út í beljandi elginn? Lára Óskarsdóttir skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Hoppar þú út í straumharða á fyrir hvern sem er? Þessari spurningu var varpað til okkar nemenda í félagssálfræðikúrs í HÍ fyrir nokkrum árum. Manneskja fellur út í straumharða á. Hvað gerir þú? Flestir svöruðu; hoppa út í að sjálfsögðu! Við erum að tala um lífshættulega á, áréttaði prófessorinn. Það sló þögn á hópinn, pínulítið skömmustulegri þögn. Prófessorinn hélt áfram: Ef við stæðum á bakkanum og okkar eigið barn dytti í ána? Nú var ekkert hik á mönnum, allir sögðust stinga sér án umhugsunar. Þessu svari virtist prófessorinn ekki geta hnekkt. Við stökkvum út í eftir okkar eigin fólki, það er óvefengjanlegt. Þessar vangaveltur komu upp í huga mér eftir að hafa hlustað á umræður í Silfri Egils þann 3. febrúar. Þar kom m.a. fram að næstu ríkisstjórnar biði líklega eitt það erfiðasta sem nokkur íslensk ríkisstjórn hefði tekist á við. Þetta er líklega ekki fjarri sanni. Við lifum á viðsjárverðum tímum og það mun reyna á þá sem veljast á þing. Eins og þann sem stendur á árbakka og horfir á eftir annarri manneskju í elginn. Við kjósendur þurfum að spyrja okkur sjálfa: Hverjir munu þora út í beljandi elginn? Hverjir munu hefja málefnið hærra en sjálft sig? Hverjir munu þora að gera mistök? Hverjir munu þora að viðurkenna mistök? Hverjir munu læra af mistökum? Hverjir geta unnið málefnalega með ólíkum aðilum við björgunarstörfin? Við kjósendur munum ekki þola annað kjörtímabil þar sem málefnin rekur lífvana niður ána. Við munum ekki þola neinn rolugang. Þor og ákveðni með árangur að leiðarljósi er það eina sem þessi vinnusama þjóð á skilið. Við megum ekki gleyma að börnin okkar leika sér við árbakkann. Ég set mitt traust á frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins. Ég er þess fullviss hvaðan af landinu sem þeir koma, muni þeir vinna málefnalega með sér ólíku fólki. Ég treysti því að þeir hefji þjóðþrifamál yfir sjálf sig. Ég treysti því að þeir stingi sér út í beljandi elginn og tryggi okkur Íslendingum farsæla framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Sjá meira
Hoppar þú út í straumharða á fyrir hvern sem er? Þessari spurningu var varpað til okkar nemenda í félagssálfræðikúrs í HÍ fyrir nokkrum árum. Manneskja fellur út í straumharða á. Hvað gerir þú? Flestir svöruðu; hoppa út í að sjálfsögðu! Við erum að tala um lífshættulega á, áréttaði prófessorinn. Það sló þögn á hópinn, pínulítið skömmustulegri þögn. Prófessorinn hélt áfram: Ef við stæðum á bakkanum og okkar eigið barn dytti í ána? Nú var ekkert hik á mönnum, allir sögðust stinga sér án umhugsunar. Þessu svari virtist prófessorinn ekki geta hnekkt. Við stökkvum út í eftir okkar eigin fólki, það er óvefengjanlegt. Þessar vangaveltur komu upp í huga mér eftir að hafa hlustað á umræður í Silfri Egils þann 3. febrúar. Þar kom m.a. fram að næstu ríkisstjórnar biði líklega eitt það erfiðasta sem nokkur íslensk ríkisstjórn hefði tekist á við. Þetta er líklega ekki fjarri sanni. Við lifum á viðsjárverðum tímum og það mun reyna á þá sem veljast á þing. Eins og þann sem stendur á árbakka og horfir á eftir annarri manneskju í elginn. Við kjósendur þurfum að spyrja okkur sjálfa: Hverjir munu þora út í beljandi elginn? Hverjir munu hefja málefnið hærra en sjálft sig? Hverjir munu þora að gera mistök? Hverjir munu þora að viðurkenna mistök? Hverjir munu læra af mistökum? Hverjir geta unnið málefnalega með ólíkum aðilum við björgunarstörfin? Við kjósendur munum ekki þola annað kjörtímabil þar sem málefnin rekur lífvana niður ána. Við munum ekki þola neinn rolugang. Þor og ákveðni með árangur að leiðarljósi er það eina sem þessi vinnusama þjóð á skilið. Við megum ekki gleyma að börnin okkar leika sér við árbakkann. Ég set mitt traust á frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins. Ég er þess fullviss hvaðan af landinu sem þeir koma, muni þeir vinna málefnalega með sér ólíku fólki. Ég treysti því að þeir hefji þjóðþrifamál yfir sjálf sig. Ég treysti því að þeir stingi sér út í beljandi elginn og tryggi okkur Íslendingum farsæla framtíð.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar