Í Kvosinni kvartöld síðar 9. febrúar 2013 17:00 "Planið sem loksins stendur undir nafni, því þarna hefur aldrei ríkt eins mikið hallæri og nú. Ef ekki væri fyrir hjólabretta- og mótorhjólafólkið væri þarna ansi fátt,“ segir Guðmundur og hlær. "Mótorhjólafólkið hefur elst, þótt ekki sé sama fólkið á báðum myndunum. Þeir sem leyfa sér að hafa áhuga á mótorhjólum eru eldri nú en árið 1986.“ Á sýningunni Kvosin – 1986 & 2011 má sjá myndir sem ljósmyndarinn Guðmundur Ingólfsson tók í miðbæ Reykjavíkur á 200 ára afmæli borgarinnar og af sömu stöðum 25 árum síðar. Ég hef alltaf verið að snuðra í miðbænum og ljósmynda það sem mér finnst fyndið og furðulegt," segir ljósmyndarinn Guðmundur Ingólfsson. Á sýningunni Kvosin – 1986 & 2011, sem stendur yfir til 12. maí í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, má sjá myndir sem Guðmundur tók með 25 ára millibili í miðbæ Reykjavíkur.Byrjaði sem bók Sýningin er samstarfsverkefni Ljósmyndasafnsins og Minjasafns Reykjavíkur og byggir á myndum sem Guðmundur tók fyrst árið 1986 í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar. Á þeim tíma sat Guðmundur í stjórn Torfusamtakanna, sem tóku að sér að ljúka við húsakönnun sem hafin var á vegum borgaryfirvalda. "Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður lagði til alla forvinnu varðandi þessa húsakönnun. Hjörleifur Stefánsson arkitekt skrifaði texta og ég tók myndir fyrir bókina Kvosin, sem við gáfum út árið 1987 og er enn viðurkennt uppflettirit um miðbæinn fyrir þá sem fást við húsafriðun," segir Guðmundur um tilurð upphaflegu myndanna. Árið 2011, 25 árum síðar, hitti Guðmundur Guðný Gerði og minjavörðurinn benti ljósmyndaranum á að Reykjavík væri orðin 225 ára og ekki væri vitlaus hugmynd að endurtaka leikinn. "Þetta er nokkuð mikil vinna því ég ljósmyndaði hvert einasta hús í Kvosinni, frá Lækjargötu að Aðalstræti, eða Reykjavík eins og hún var allra fyrst," útskýrir Guðmundur og tekur fram að allar þær myndir komist fráleitt fyrir á sýningunni í Ljósmyndasafninu, sem telur 54 myndir frá 1986 og fimmtíu myndir frá 2011.Heilmargt hefur breyst Hann segir viðtökurnar við sýningunni hafa verið góðar. "Fólk hefur gaman af þessu því þetta er sýning sem hægt er að gleyma sér á. Sumir muna vel eftir þessum tíma og svo eru aðrir sem muna hann tæplega og finnst gaman að rifja upp. Margir gera sér grein fyrir því að þótt fátt virðist hafa breyst í fljótu bragði þá hefur heilmargt breyst, margt til hins verra en ótrúlega margt til hins betra. Einn helsti kosturinn við ljósmyndina er sá að það er engin mynd svo ómerkileg að hún batni ekki með tímanum." Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Á sýningunni Kvosin – 1986 & 2011 má sjá myndir sem ljósmyndarinn Guðmundur Ingólfsson tók í miðbæ Reykjavíkur á 200 ára afmæli borgarinnar og af sömu stöðum 25 árum síðar. Ég hef alltaf verið að snuðra í miðbænum og ljósmynda það sem mér finnst fyndið og furðulegt," segir ljósmyndarinn Guðmundur Ingólfsson. Á sýningunni Kvosin – 1986 & 2011, sem stendur yfir til 12. maí í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, má sjá myndir sem Guðmundur tók með 25 ára millibili í miðbæ Reykjavíkur.Byrjaði sem bók Sýningin er samstarfsverkefni Ljósmyndasafnsins og Minjasafns Reykjavíkur og byggir á myndum sem Guðmundur tók fyrst árið 1986 í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar. Á þeim tíma sat Guðmundur í stjórn Torfusamtakanna, sem tóku að sér að ljúka við húsakönnun sem hafin var á vegum borgaryfirvalda. "Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður lagði til alla forvinnu varðandi þessa húsakönnun. Hjörleifur Stefánsson arkitekt skrifaði texta og ég tók myndir fyrir bókina Kvosin, sem við gáfum út árið 1987 og er enn viðurkennt uppflettirit um miðbæinn fyrir þá sem fást við húsafriðun," segir Guðmundur um tilurð upphaflegu myndanna. Árið 2011, 25 árum síðar, hitti Guðmundur Guðný Gerði og minjavörðurinn benti ljósmyndaranum á að Reykjavík væri orðin 225 ára og ekki væri vitlaus hugmynd að endurtaka leikinn. "Þetta er nokkuð mikil vinna því ég ljósmyndaði hvert einasta hús í Kvosinni, frá Lækjargötu að Aðalstræti, eða Reykjavík eins og hún var allra fyrst," útskýrir Guðmundur og tekur fram að allar þær myndir komist fráleitt fyrir á sýningunni í Ljósmyndasafninu, sem telur 54 myndir frá 1986 og fimmtíu myndir frá 2011.Heilmargt hefur breyst Hann segir viðtökurnar við sýningunni hafa verið góðar. "Fólk hefur gaman af þessu því þetta er sýning sem hægt er að gleyma sér á. Sumir muna vel eftir þessum tíma og svo eru aðrir sem muna hann tæplega og finnst gaman að rifja upp. Margir gera sér grein fyrir því að þótt fátt virðist hafa breyst í fljótu bragði þá hefur heilmargt breyst, margt til hins verra en ótrúlega margt til hins betra. Einn helsti kosturinn við ljósmyndina er sá að það er engin mynd svo ómerkileg að hún batni ekki með tímanum."
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira