Notar þú galdralausnir gegn hökkurum? Dr. Ýmir Vigfússon skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Í nýlegri rannsókn Imperva á gæðum algengustu veiruvarna (e. anti-virus), lausna sem fyrirtæki nota í dag, kom í ljós að þær finna og stöðva aðeins um 5% nýrra veira í besta falli. Það tók enn fremur eina og hálfa til fjórar vikur þar til helstu varnirnar lærðu að þekkja hinar nýju óværur. Í netheimum eru jafnvel örfáir dagar ríflegur athafnatími fyrir hakkara og glæpasamtök til að ná settum markmiðum, hvort sem það er að stela eða breyta forritskóða, upplýsingum, kreditkortanúmerum eða setja upp njósnaforrit hjá fórnarlambinu. Þar fyrir utan er auðvelt fyrir flesta tölvurefi að sniðganga margar af helstu vörnum sem notaðar eru, eins og kom í ljós á dögunum þegar hakkarar áttu fullan aðgang að innviðum New York Times í nokkra mánuði án þess að þeirra yrði vart. Veiruvarnir eru á allan hátt erfitt viðfangsefni en eru á margan hátt barn síns tíma og hafa átt fullt í fangi með að aðlagast þeim margslungnu árásaraðferðum sem fyrirfinnast nú á Internetinu. Ef veiruvarnir eru pensillín þá eru tölvuveirur nútímans eins og berklaafbrigði sem hafa þróað með sér ónæmi fyrir sýklalyfjum.Alvarlegt spurningarmerki Það skal taka fram að hér er ekki verið að mæla með að hætt sé að nota veiruvarnir eða önnur slík tól. Aftur á móti setur þessi rannsókn og fleiri af svipuðum toga alvarlegt spurningarmerki við hvaða fjárhagslegu áherslur ber að hafa í öryggismálum: rúmlega þriðjungur fjármagns fyrir öryggishugbúnað er notaður í vírusvarnir samkvæmt könnun Gartners, þrátt fyrir að slík tól séu mun takmarkaðri en sölumenn þeirra gefa til kynna. Slík virðist því miður vera raunin með flestan öryggisbúnað sem hægt er að kaupa. Þegar öllu er á botninn hvolft er öryggi ekki ástand heldur ferill og það er því mikilvægt að líta heildrænt á tölvuvarnir hvers fyrirtækis og spyrja: Hver er líklegasta leiðin til að brjótast inn? Hverju væri árásáraðilinn á höttunum eftir? Ef einhver kemst inn fyrir girðinguna, hvað þá? Hvernig er hægt að efla varnirnar hverju sinni? Hvernig veistu að þær hafi verið bættar? Á UT-messunni í Hörpunni 8. og 9. febrúar verður meðal fjölda annarra atriða rætt um þessi upplýsingaöryggismál í fyrirlestrinum „Hinn blákaldi sannleikur: Maður er alltaf óöruggur“. Ég mun þar, ásamt öðrum sérfræðingum hjá hinu nýstofnaða tölvuöryggis- og rannsóknarfyrirtæki Syndis slf., sem er með höfuðstöðvar í Háskólanum í Reykjavík, útskýra þróun í undirheimum internetsins og misræmisins milli þess öryggis sem við teljum okkur geta keypt og þess sem nútímavörur raunverulega veita, enda hafa þær allar sína kosti og galla. Við munum meðal annars sýna og útskýra nákvæmlega hvernig tölvurefur hefði fyrir sex vikum síðan komist inn á tölvuna þína í gegnum Internet Explorer, þrátt fyrir að hún hefði verið uppfærð og kveikt hefði verið á öllum vörnum. Jafnframt verður rætt um hvað sé til bragðs að taka og hvernig við getum barist saman gegn hinni landamæralausu internetvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri rannsókn Imperva á gæðum algengustu veiruvarna (e. anti-virus), lausna sem fyrirtæki nota í dag, kom í ljós að þær finna og stöðva aðeins um 5% nýrra veira í besta falli. Það tók enn fremur eina og hálfa til fjórar vikur þar til helstu varnirnar lærðu að þekkja hinar nýju óværur. Í netheimum eru jafnvel örfáir dagar ríflegur athafnatími fyrir hakkara og glæpasamtök til að ná settum markmiðum, hvort sem það er að stela eða breyta forritskóða, upplýsingum, kreditkortanúmerum eða setja upp njósnaforrit hjá fórnarlambinu. Þar fyrir utan er auðvelt fyrir flesta tölvurefi að sniðganga margar af helstu vörnum sem notaðar eru, eins og kom í ljós á dögunum þegar hakkarar áttu fullan aðgang að innviðum New York Times í nokkra mánuði án þess að þeirra yrði vart. Veiruvarnir eru á allan hátt erfitt viðfangsefni en eru á margan hátt barn síns tíma og hafa átt fullt í fangi með að aðlagast þeim margslungnu árásaraðferðum sem fyrirfinnast nú á Internetinu. Ef veiruvarnir eru pensillín þá eru tölvuveirur nútímans eins og berklaafbrigði sem hafa þróað með sér ónæmi fyrir sýklalyfjum.Alvarlegt spurningarmerki Það skal taka fram að hér er ekki verið að mæla með að hætt sé að nota veiruvarnir eða önnur slík tól. Aftur á móti setur þessi rannsókn og fleiri af svipuðum toga alvarlegt spurningarmerki við hvaða fjárhagslegu áherslur ber að hafa í öryggismálum: rúmlega þriðjungur fjármagns fyrir öryggishugbúnað er notaður í vírusvarnir samkvæmt könnun Gartners, þrátt fyrir að slík tól séu mun takmarkaðri en sölumenn þeirra gefa til kynna. Slík virðist því miður vera raunin með flestan öryggisbúnað sem hægt er að kaupa. Þegar öllu er á botninn hvolft er öryggi ekki ástand heldur ferill og það er því mikilvægt að líta heildrænt á tölvuvarnir hvers fyrirtækis og spyrja: Hver er líklegasta leiðin til að brjótast inn? Hverju væri árásáraðilinn á höttunum eftir? Ef einhver kemst inn fyrir girðinguna, hvað þá? Hvernig er hægt að efla varnirnar hverju sinni? Hvernig veistu að þær hafi verið bættar? Á UT-messunni í Hörpunni 8. og 9. febrúar verður meðal fjölda annarra atriða rætt um þessi upplýsingaöryggismál í fyrirlestrinum „Hinn blákaldi sannleikur: Maður er alltaf óöruggur“. Ég mun þar, ásamt öðrum sérfræðingum hjá hinu nýstofnaða tölvuöryggis- og rannsóknarfyrirtæki Syndis slf., sem er með höfuðstöðvar í Háskólanum í Reykjavík, útskýra þróun í undirheimum internetsins og misræmisins milli þess öryggis sem við teljum okkur geta keypt og þess sem nútímavörur raunverulega veita, enda hafa þær allar sína kosti og galla. Við munum meðal annars sýna og útskýra nákvæmlega hvernig tölvurefur hefði fyrir sex vikum síðan komist inn á tölvuna þína í gegnum Internet Explorer, þrátt fyrir að hún hefði verið uppfærð og kveikt hefði verið á öllum vörnum. Jafnframt verður rætt um hvað sé til bragðs að taka og hvernig við getum barist saman gegn hinni landamæralausu internetvá.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun