Uppbygging Ljósnets Sævar Freyr Þráinsson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Síminn hefur ákveðið að ljósnetvæða 53 þéttbýlisstaði á landsbyggðinni á árinu. Það þýðir að allt að 16 þúsund heimili, öll á landsbyggðinni, bætast við fyrri áætlanir Símans um 100 þúsund heimili um mitt næsta ár. Þetta er stórt skref fyrir Símann. Það hefur áhrif á mörg minni sveitarfélög úti á landi. Þau hefðu líklega þurft að bíða þess að háhraðanet yrði sett upp að fullu á stærri stöðum áður en röðin kæmi að þeim. Heimili 11 þéttbýlisstaða sem fá Ljósnet í símstöð fá auk þess í fyrsta sinn fulla sjónvarpsþjónustu. Þau munu geta valið úr yfir hundrað sjónvarpsstöðvum í stað á annan tug nú. Og netið eflist. En af hverju þessir 53 staðir umfram aðra? Valinu ræður: a) stærð staðanna, b) tengingar til þeirra og c) staðsetning símstöðvanna í bæjarfélaginu. Við viljum ná til sem flestra. Það fleytir sem flestum fram veginn og hefur mestu áhrifin á þjóðarbúið í heild. 16 þúsund bætast í hópinn Þessi ákvörðun sýnir þá áherslu sem Síminn leggur á þjónustu við landsbyggðina. Nú bíðum við almennt með að leggja Ljósnetið á jöðrum hverrar byggðar þar til símstöðvar þessara 53ja staða hafa verið uppfærðar. Þannig tekst okkur að ljósnetvæða þúsundir heimila fyrir það fé sem kostaði að tengja á jöðrum fárra þeirra. Við breyttum verkáætlun okkar þótt það þýddi að bæjarbúar eða þéttbýli innan hvers sveitarfélags tengdist ekki háhraðaneti á sama tíma. Við veljum þessa leið því hún hefur þann ótvíræða kost að færri þurfa að bíða þess að fá háhraðanet heim til sín. Við hjá Símanum viljum benda á að 62 þúsund heimili geta nýtt Ljósnetið. Með þessari ákvörðun er stefnt að því að þau verði orðin allt að 116 þúsund um mitt næsta ár. Uppbyggingin hefur verið hröð. Hún hefur aðeins staðið frá árinu 2009. Þetta eru fyrstu stóru skref Símans á landsbyggðinni; tekin fyrr en stóð til. Við hjá Símanum hefjum þessa vegferð því við gerum okkur fulla grein fyrir því að fjarskipti skipa lykilsess í grósku samfélaga. Með ákvörðuninni viljum við skapa tækifæri fyrir landsmenn að hasla sér völl þar sem þeir vilja helst. Þetta er fyrsta skrefið til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Sjá meira
Síminn hefur ákveðið að ljósnetvæða 53 þéttbýlisstaði á landsbyggðinni á árinu. Það þýðir að allt að 16 þúsund heimili, öll á landsbyggðinni, bætast við fyrri áætlanir Símans um 100 þúsund heimili um mitt næsta ár. Þetta er stórt skref fyrir Símann. Það hefur áhrif á mörg minni sveitarfélög úti á landi. Þau hefðu líklega þurft að bíða þess að háhraðanet yrði sett upp að fullu á stærri stöðum áður en röðin kæmi að þeim. Heimili 11 þéttbýlisstaða sem fá Ljósnet í símstöð fá auk þess í fyrsta sinn fulla sjónvarpsþjónustu. Þau munu geta valið úr yfir hundrað sjónvarpsstöðvum í stað á annan tug nú. Og netið eflist. En af hverju þessir 53 staðir umfram aðra? Valinu ræður: a) stærð staðanna, b) tengingar til þeirra og c) staðsetning símstöðvanna í bæjarfélaginu. Við viljum ná til sem flestra. Það fleytir sem flestum fram veginn og hefur mestu áhrifin á þjóðarbúið í heild. 16 þúsund bætast í hópinn Þessi ákvörðun sýnir þá áherslu sem Síminn leggur á þjónustu við landsbyggðina. Nú bíðum við almennt með að leggja Ljósnetið á jöðrum hverrar byggðar þar til símstöðvar þessara 53ja staða hafa verið uppfærðar. Þannig tekst okkur að ljósnetvæða þúsundir heimila fyrir það fé sem kostaði að tengja á jöðrum fárra þeirra. Við breyttum verkáætlun okkar þótt það þýddi að bæjarbúar eða þéttbýli innan hvers sveitarfélags tengdist ekki háhraðaneti á sama tíma. Við veljum þessa leið því hún hefur þann ótvíræða kost að færri þurfa að bíða þess að fá háhraðanet heim til sín. Við hjá Símanum viljum benda á að 62 þúsund heimili geta nýtt Ljósnetið. Með þessari ákvörðun er stefnt að því að þau verði orðin allt að 116 þúsund um mitt næsta ár. Uppbyggingin hefur verið hröð. Hún hefur aðeins staðið frá árinu 2009. Þetta eru fyrstu stóru skref Símans á landsbyggðinni; tekin fyrr en stóð til. Við hjá Símanum hefjum þessa vegferð því við gerum okkur fulla grein fyrir því að fjarskipti skipa lykilsess í grósku samfélaga. Með ákvörðuninni viljum við skapa tækifæri fyrir landsmenn að hasla sér völl þar sem þeir vilja helst. Þetta er fyrsta skrefið til þess.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar