Sterkt kvótaþing helsta breytingin 2. febrúar 2013 06:00 Helsta breytingin á frumvarpi um stjórn fiskveiða, frá því það var lagt fram síðast, er sterkt kvótaþing, þaðan sem aflaheimildir verða leigðar út á vegum ríkisins. Útgerðarmenn og þingmenn stjórnarandstöðunnar fullyrða að ekkert hafi breyst og frumvarpið sé verra en forveri þess, ef eitthvað er. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, lagði fram nýtt frumvarp til laga um stjórn fiskveiða síðdegis á fimmtudag. Um þriðju útgáfu frumvarpsins er að ræða [fjórðu ef frumvarpsdrög Jóns Bjarnasonar eru talin með] en síðasta frumvarp var lagt fram í mars í fyrra. Helsta breytingin er að gert er ráð fyrir verulega sterku kvótaþingi á vegum ríkisins í umsjá Fiskistofu. Til kvótaþings eiga strax í haust að renna tæp 19 þúsund þorskígildistonn en tæp 33 þúsund tonn fyrir fiskveiðiárið sem hefst 1. september 2015. Hluti af aukningunni er tilfærsla frá byggðakvóta, línuívilnun og skel- og rækjubótum en megnið er varanleg tilfærsla frá útgerðarmönnum. Í umsögn með frumvarpinu kemur fram að áætlaðar tekjur ríkisins af kvótaþinginu muni verða, nái frumvarpið að ganga fram óbreytt, á bilinu 2,3 til 2,7 milljarðar króna á næsta fiskveiðiári, miðað við 19 þúsund tonn. Reiknað er með að leigutekjurnar fari síðan vaxandi ár frá ári samfara auknu magni sem ráðstafað verður á kvótaþingi. Eins og kunnugt er stóð til að leggja frumvarpið fram í desember en því var frestað vegna andstöðu innan þingflokks Samfylkingarinnar. Sterkara kvótaþing, sem hefur ekki breyst í eðli sínu, er ein meginástæða þess að Samfylkingin skrifar upp á að frumvarpið er lagt fram. Þar ræður mestu að leigupotturinn stækkar að mun. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að þessar breytingar hafi skipt miklu máli en fleira komi til. „Eins er jafnræðiskrafan skýrari í markmiðsgrein laganna. Svo það að nýtingarleyfin framlengjast ekki sjálfkrafa heldur verður fjallað um það sérstaklega hver lengdin á framhaldssamningunum verður." Nú er gert ráð fyrir 20 ára nýtingartíma. Kveðið er á um að ráðherra skuli, eigi síðar en í desember 2016, leggja fram lagafrumvarp þar sem mælt verður fyrir um ráðstöfun nýtingarleyfa og aflahlutdeilda að liðnum þeim tíma. Í bráðabirgðaákvæði við frumvarpið er mælt fyrir um nefndarskipan fyrir upphaf næsta fiskveiðiárs, sem undirbýr frumvarpið. Ólína segir að þessar breytingar séu allar til bóta og rétt sé að leggja frumvarpið fram. Hún minnir þó á að fyrir þinginu liggi frumvarp sem kveður á um framtíðarfyrirkomulag strandveiða sem flutningsmenn, Ólína og flokksbræður hennar Mörður Árnason og Skúli Helgason, vona að verði samþykkt og falli inn í frumvarp Steingríms eftir samhliða umfjöllun í atvinnuveganefnd. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir frumvarpið skref aftur á bak, ekki fram á við. „Ég undrast það að menn skuli ekki með neinum hætti taka tillit til þeirrar gagnrýni sem hefur komið fram. Það á jafnt við um hagsmunaaðila og sérfræðinga í sjávarútvegi. Það er ljóst að eingöngu er verið að semja um málið á milli stjórnarflokkanna en ekki að vinna málið efnislega. Þetta er pólitískt útspil sem er hvorki sjávarútveginum né þjóðarbúinu til hagsbóta, en jafnframt er ekki ljóst hvað mönnum gengur til," segir Einar og minnir á að vart verði séð að hægt verði að klára málið þar sem innan við tuttugu þingdagar séu eftir samkvæmt starfsáætlun. Spurður um afdrif laganna, komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda eftir kosningar, segir Einar það ljóst að á löggjöfinni verði gerðar nauðsynlegar breytingar. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Helsta breytingin á frumvarpi um stjórn fiskveiða, frá því það var lagt fram síðast, er sterkt kvótaþing, þaðan sem aflaheimildir verða leigðar út á vegum ríkisins. Útgerðarmenn og þingmenn stjórnarandstöðunnar fullyrða að ekkert hafi breyst og frumvarpið sé verra en forveri þess, ef eitthvað er. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, lagði fram nýtt frumvarp til laga um stjórn fiskveiða síðdegis á fimmtudag. Um þriðju útgáfu frumvarpsins er að ræða [fjórðu ef frumvarpsdrög Jóns Bjarnasonar eru talin með] en síðasta frumvarp var lagt fram í mars í fyrra. Helsta breytingin er að gert er ráð fyrir verulega sterku kvótaþingi á vegum ríkisins í umsjá Fiskistofu. Til kvótaþings eiga strax í haust að renna tæp 19 þúsund þorskígildistonn en tæp 33 þúsund tonn fyrir fiskveiðiárið sem hefst 1. september 2015. Hluti af aukningunni er tilfærsla frá byggðakvóta, línuívilnun og skel- og rækjubótum en megnið er varanleg tilfærsla frá útgerðarmönnum. Í umsögn með frumvarpinu kemur fram að áætlaðar tekjur ríkisins af kvótaþinginu muni verða, nái frumvarpið að ganga fram óbreytt, á bilinu 2,3 til 2,7 milljarðar króna á næsta fiskveiðiári, miðað við 19 þúsund tonn. Reiknað er með að leigutekjurnar fari síðan vaxandi ár frá ári samfara auknu magni sem ráðstafað verður á kvótaþingi. Eins og kunnugt er stóð til að leggja frumvarpið fram í desember en því var frestað vegna andstöðu innan þingflokks Samfylkingarinnar. Sterkara kvótaþing, sem hefur ekki breyst í eðli sínu, er ein meginástæða þess að Samfylkingin skrifar upp á að frumvarpið er lagt fram. Þar ræður mestu að leigupotturinn stækkar að mun. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að þessar breytingar hafi skipt miklu máli en fleira komi til. „Eins er jafnræðiskrafan skýrari í markmiðsgrein laganna. Svo það að nýtingarleyfin framlengjast ekki sjálfkrafa heldur verður fjallað um það sérstaklega hver lengdin á framhaldssamningunum verður." Nú er gert ráð fyrir 20 ára nýtingartíma. Kveðið er á um að ráðherra skuli, eigi síðar en í desember 2016, leggja fram lagafrumvarp þar sem mælt verður fyrir um ráðstöfun nýtingarleyfa og aflahlutdeilda að liðnum þeim tíma. Í bráðabirgðaákvæði við frumvarpið er mælt fyrir um nefndarskipan fyrir upphaf næsta fiskveiðiárs, sem undirbýr frumvarpið. Ólína segir að þessar breytingar séu allar til bóta og rétt sé að leggja frumvarpið fram. Hún minnir þó á að fyrir þinginu liggi frumvarp sem kveður á um framtíðarfyrirkomulag strandveiða sem flutningsmenn, Ólína og flokksbræður hennar Mörður Árnason og Skúli Helgason, vona að verði samþykkt og falli inn í frumvarp Steingríms eftir samhliða umfjöllun í atvinnuveganefnd. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir frumvarpið skref aftur á bak, ekki fram á við. „Ég undrast það að menn skuli ekki með neinum hætti taka tillit til þeirrar gagnrýni sem hefur komið fram. Það á jafnt við um hagsmunaaðila og sérfræðinga í sjávarútvegi. Það er ljóst að eingöngu er verið að semja um málið á milli stjórnarflokkanna en ekki að vinna málið efnislega. Þetta er pólitískt útspil sem er hvorki sjávarútveginum né þjóðarbúinu til hagsbóta, en jafnframt er ekki ljóst hvað mönnum gengur til," segir Einar og minnir á að vart verði séð að hægt verði að klára málið þar sem innan við tuttugu þingdagar séu eftir samkvæmt starfsáætlun. Spurður um afdrif laganna, komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda eftir kosningar, segir Einar það ljóst að á löggjöfinni verði gerðar nauðsynlegar breytingar.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira