Innlent

Auka menntun á vinnumarkaði

Þorgils Jónsson skrifar
Ráðherrarnir Guðbjartur Hannesson og Katrín Jakobsdóttir kynntu í gær nýtt tilraunaverkefni í vinnumarkaðsmálum. Fréttablaðið/GVA
Ráðherrarnir Guðbjartur Hannesson og Katrín Jakobsdóttir kynntu í gær nýtt tilraunaverkefni í vinnumarkaðsmálum. Fréttablaðið/GVA
Nýju tilraunaverkefni til að hækka menntunarstig á vinnumarkaði verður hleypt af stokkunum í haust. Það verður fjármagnað með afgangsfé úr vinnumarkaðs- og menntunarátaki síðustu tveggja ára. Þetta kynntu Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í gær eftir fund með aðilum vinnumarkaðarins.

Verkefnið verður til eins árs og fer fram í Breiðholtshverfi í Reykjavík og í Norðvesturkjördæmi.

Þar verður meðal annars könnuð eftirspurn eftir endurmenntun, þróað samstarf milli símenntunarstöðva, framhaldsskóla og háskóla um endurmenntun, og nýjar námsleiðir út frá þörfum hvers svæðis, auk þess sem lagt verður mat á mögulegan kostnað við að beita úrræðunum um land allt.

Í minnisblaði sem var kynnt á fundinum kemur fram að 950 milljónum króna er óráðstafað hjá menntamálaráðuneyti og Atvinnuleysistryggingasjóði, miðað við áætlun vinnumarkaðs- og menntaátaks stjórnvalda og aðila vinnumarkaðsins árið 2011. Þeir fjármunir, auk þess sem af mun ganga í ár, verða notaðir til að fjármagna verkefnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×