Íbúar mótmæla læknisleysi um helgar 15. janúar 2013 07:00 Grundarfjörður Íbúar vilja ekki vera læknislausir um helgar í Grundarfirði.Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta er grafalvarlegt mál og í raun spurning um hvort fólk geti búið hér áfram,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, einn íbúa í Grundarfirði sem berjast gegn fyrirhuguðum niðurskurði sem þýðir að ekki verður starfandi læknir í bænum um helgar. Hópur Grundfirðinga mætti á síðasta fund bæjarstjórnar til að afhenda mótmælabréf sem 350 manns skrifuðu undir vegna niðurskurðarins. Sameina á vaktsvæði lækna í Ólafsvík og Grundarfirði. Læknislaust verður þess vegna í Grundarfirði aðra hverja helgi og jafnvel oftar. Óskaði hópurinn eftir samvinnu við bæjarstjórnina, sem segir fyrir sitt leyti að með skerðingu á grundvallarþjónustu í heilsugæslu sé ráðist með grafalvarlegum hætti að öryggi íbúa og búsetuskilyrðum í sveitarfélaginu. Hjördís segir það hafa sannast hvað eftir annað að undanförnu hversu miklu máli skipti að hafa lækni í bænum. Til dæmis megi gera ráð fyrir að það hafi bjargað lífi konu sem fékk heilahimnubólgu í desember. Til Ólafsvíkur séu 28 kílómetrar og einstaka sinnum sé jafnvel ófært þar á milli. „Þarf að kosta mannslífi til svo menn sjái hversu mikið óráð þetta er?“ spyr Hjördís og minnir á að Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hafi sagt í sjónvarpsviðtölum nýlega að ekki yrði lengra gengið í niðurskurði í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins. „Á sama tíma er verið að læða þessum niðurskurði inn hér.“- gar Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt mál og í raun spurning um hvort fólk geti búið hér áfram,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, einn íbúa í Grundarfirði sem berjast gegn fyrirhuguðum niðurskurði sem þýðir að ekki verður starfandi læknir í bænum um helgar. Hópur Grundfirðinga mætti á síðasta fund bæjarstjórnar til að afhenda mótmælabréf sem 350 manns skrifuðu undir vegna niðurskurðarins. Sameina á vaktsvæði lækna í Ólafsvík og Grundarfirði. Læknislaust verður þess vegna í Grundarfirði aðra hverja helgi og jafnvel oftar. Óskaði hópurinn eftir samvinnu við bæjarstjórnina, sem segir fyrir sitt leyti að með skerðingu á grundvallarþjónustu í heilsugæslu sé ráðist með grafalvarlegum hætti að öryggi íbúa og búsetuskilyrðum í sveitarfélaginu. Hjördís segir það hafa sannast hvað eftir annað að undanförnu hversu miklu máli skipti að hafa lækni í bænum. Til dæmis megi gera ráð fyrir að það hafi bjargað lífi konu sem fékk heilahimnubólgu í desember. Til Ólafsvíkur séu 28 kílómetrar og einstaka sinnum sé jafnvel ófært þar á milli. „Þarf að kosta mannslífi til svo menn sjái hversu mikið óráð þetta er?“ spyr Hjördís og minnir á að Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hafi sagt í sjónvarpsviðtölum nýlega að ekki yrði lengra gengið í niðurskurði í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins. „Á sama tíma er verið að læða þessum niðurskurði inn hér.“- gar
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira