Innlent

Hefðum lagt fram 13 milljarða

Utanríkisráðherra segir í svari við fyrirspurn að Ísland hefði þurft að leggja fram 13 milljarða í stöðugleikasjóð evrusvæðisins, ef landið hefði verið komið þar inn. Fréttablaðið/XXXX
Utanríkisráðherra segir í svari við fyrirspurn að Ísland hefði þurft að leggja fram 13 milljarða í stöðugleikasjóð evrusvæðisins, ef landið hefði verið komið þar inn. Fréttablaðið/XXXX
Væri Ísland aðildarríki í ESB og evrusamstarfinu myndi hlutur landsins í stöðugleikasjóð Evrópusambandsins (ESM) nema ríflega þrettán milljörðum króna í formi ábyrgða á lánveitingum sem evruríkin ábyrgjast. Um einskiptisframlag væri að ræða, sem yrði skráð í fjárlögum sem eign ríkissjóðs, en ekki kostnaður. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokks.

Í svarinu kemur fram að framlög í ESM séu miðuð við hlut evruríkjanna, sem er reiknaður út frá mannfjölda og landsframleiðslu þeirra. Þannig yrði hlutur Íslands um 0,1 prósent af eiginfé ESM, 80 milljónir evra, sem jafngilda þrettán milljörðum króna.

Í svari ráðherra við fyrirspurn frá Ásmundi Einari Daðasyni, flokksbróður Vigdísar, um hugsanlega hlutdeild Íslands í björgunarpökkum til ESB-ríkja í erfiðleikum, segir að það hefði oltið á því hvort Ísland hefði verið aðili að evrusamstarfinu, þar eð aðildarríki utan evrusvæðisins hafi ekki verið skuldbundin til þátttöku. Þá hafi evruríkið Slóvakía fengið að standa utan aðgerðanna, sem og þau ríki sem voru svo illa stödd að þau þurftu á aðstoð að halda.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×