Drættir í heildarmynd óskast Ari Trausti Guðmundsson skrifar 14. janúar 2013 06:00 Í stjórnmálum verða menn að sjá heildarmyndir og skoða margvísleg rök –ekki aðeins ræða þau sem henta einu sjónarmiði hverju sinni. Sé það ekki gert vaknar tortryggni og vantraust. Náttúrunytjar eru ein af undirstöðum samfélagsins. Brýnt er að menn læri af fortíðinni í þeim efnum og horfist í augu við framtíðina eins og gerst má sjá hana hverju sinni. Nýting orkulinda hefur að verulegu leyti byggst á orkufrekum iðnaði. Endalausar deilur vakna um raforkuverð, iðjuver, sæstreng og hvaða ár eða jarðhitasvæði megi virkja. Litlu hefur þar miðað til lendingar. Einfaldar staðreyndir heyrast varla, t.d. að 500-600 MW þurfi til að koma til móts við íbúaþróun og hægan vöxt venjulegra umsvifa fram til 2050 – hvað þá ef framleiða á vistvænt eldsneyti fyrir samgöngur og flota. Með þessu er fátt eitt nefnt sem miklu máli skiptir um framvindu orkumála í landinu. Raforkuauðlindir okkar næstu fjörutíu árin eru afar takmarkaðar að öllu óbreyttu; innan við tvöföldun núverandi afls ef allt er til tekið – en sem ekki verður raungert vegna margvíslegra sjónarmiða er þarf að sætta. Þar hljóta að koma inn atriði eins og áhersla á innlenda nýtingu raforku til að framleiða t.d. mat, eldsneyti og hátæknivörur. Þar duga stefnuyfirlýsingar í skýrslum skammt.Stærstu flotarnir Stærsti bílafloti heims og stærsti fiskiskipafloti heims (miðað við höfðatölu) ásamt mörg hundruð vöruflutningabílum, 800 þúsund tonna álframleiðsla á ári og útblástur jarðhitaorkuvera skipa Íslendingum á bekk með mengunarglöðustu þjóðum. Gildir þá einu þótt við losum aðeins einn þúsundasta af gróðurhúsalofttegundum heims. Deilur eða umræður um þá stöðu og úrbætur eru fremur hljóðar. Ástæðurnar eru nokkrar. Ein er sú að allt of margir hafa enn ekki gert sér fulla grein fyrir hve langt kolefnisbrennsla og gróðurhnignun á heimsvísu hefur leitt mannkynið, hvað sem öllum náttúrulegum hitasveiflum líður. Allt of margir sjá ekki hve langt hlýnunin mun ná næstu áratugi, jafnvel þótt dregið verði úr gaslosun og hve fokdýrum vanda við verðum að taka á, bara í ljósi sjávarborðshækkunarinnar. Allt of margir hér, en þó sérlega meðal stórþjóðanna, halda í þá tálsýn að hlýnunin eigi sér náttúrulegar orsakir að mestu og fljótlega snúist þróunin við. Ekki einu sinni sú staðreynd að í fyrsta sinn á milljón árum gengur koltvísýringsaukningin á undan hlýnun en verður ekki eftir meginhlýnunina eins og við náttúrulegar sveiflur. Heldur ekki sú staðreynd að árleg aukning gasmagnsins í lofti er hraðari en verið hefur á öðrum hlýindaskeiðum í 800 þúsund ár og magnið að ná áður óþekktum hæðum. Pollýönnuleikur dugar skammt þegar alvaran er annars vegar. Vissulega ber að virða og þakka tryggð Íslands, vegna starfa stjórnvalda og þá einkum umhverfisráðuneytsins, við Kyoto-bókunina - eins þótt sagan muni dæma hana sem lítils megnuga í heild, frá 1997, því miður. Samkomulagið var framlengt til 2020 í Doha, með átaki allmargra þjóða sem standa fyrir aðeins 15% losunar gróðurhúsalofttegunda. Þarna erum við meðal skynsamari þjóðanna, svo langt sem það nær.Þolmörkin Íslendingar hafa skuldbundið sig til að minnka losun gasanna um 20%. Þá þarf meiri umræður, samstöðu, skýr markmið, skilvirkar lausnir og skilning á að í raun verður að gera betur, bæði heima og heiman. Vonin um að þjóðir heims geri með sér bindandi losunarsamning sem innan þriggja ára er enn afar dauf. Ég bendi á að inn í umræður um samdrátt við losun hér á landi verður að blanda hugmyndum eða áætlunum um leit og hugsanlega vinnslu dýrrar olíu norðan við Ísland, bæði á Drekasvæði (okkar torfa) og við Grænland (annarra torfur). Mikið vinnsludýpi á fyrrnefnda svæðinu og gríðarlegt rek stórra borgarísjaka við Austur-Grænland setja olíuvinnsluna í flokk óþolandi áhættuatriða, svo ekki sé minnst á önnur hæpin úrlausnarefni við gas- eða olíuvinnsluna, jafnvel kolavinnslu í norðrinu. En það allt er þó léttvægara en að ætla sér yfirhöfuð að halda áfram að brenna jarðefnaeldsneyti í auknum mæli næstu áratugi. Sannarlega liggja miklir peningar í norðurslóðaolíunni, ef hún er vinnanleg, en útilokað að láta eins og reynslan af rangri stefnu í náttúrunytjum (skógar, mýrar, síld, virkjunarstefna á öldinni sem leið o.s.frv.) kenni okkur ekki neitt. Skammsýn sölumennska á heldur ekki við. Finnist olía á norðurslóðum og verði unnt að teygja þolmörk heimsins til að vinna hana á fáeinum forsvaranlegum stöðum, má aðeins nota hana sem takmarkaða auðlind í efnaiðnaði. Þetta eiga að vera tímabundin skilaboð Íslendinga um leið og þeir stuðla áfram að samvinnu þjóða um nýtingu og siglingar á norðurslóðum. Olíuleit er ekki sjálfvirk ávísun á vinnslu en ástand í loftslagsbeltum jarðar verður brátt sjálfvirkur loki á síaukna losun gróðurhúsalofttegunda, eins þótt ársmeðalhiti heims hækki aðeins um 2 stig í stað 0,8 °C sem nú þegar valda víðtækum jákvæðum og neikvæðum umhverfisbreytingnum. Meira að segja hörðustu efasemdarmenn í loftslagsmálum vita að þar liggja þolmörkin. Vanti einhvern hlutlægar upplýsingar um kolefnisbúskap jarðar má benda á nýja bók Sigurðar R. Gíslasonar: Kolefnishringrásin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Loftslagsmál Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í stjórnmálum verða menn að sjá heildarmyndir og skoða margvísleg rök –ekki aðeins ræða þau sem henta einu sjónarmiði hverju sinni. Sé það ekki gert vaknar tortryggni og vantraust. Náttúrunytjar eru ein af undirstöðum samfélagsins. Brýnt er að menn læri af fortíðinni í þeim efnum og horfist í augu við framtíðina eins og gerst má sjá hana hverju sinni. Nýting orkulinda hefur að verulegu leyti byggst á orkufrekum iðnaði. Endalausar deilur vakna um raforkuverð, iðjuver, sæstreng og hvaða ár eða jarðhitasvæði megi virkja. Litlu hefur þar miðað til lendingar. Einfaldar staðreyndir heyrast varla, t.d. að 500-600 MW þurfi til að koma til móts við íbúaþróun og hægan vöxt venjulegra umsvifa fram til 2050 – hvað þá ef framleiða á vistvænt eldsneyti fyrir samgöngur og flota. Með þessu er fátt eitt nefnt sem miklu máli skiptir um framvindu orkumála í landinu. Raforkuauðlindir okkar næstu fjörutíu árin eru afar takmarkaðar að öllu óbreyttu; innan við tvöföldun núverandi afls ef allt er til tekið – en sem ekki verður raungert vegna margvíslegra sjónarmiða er þarf að sætta. Þar hljóta að koma inn atriði eins og áhersla á innlenda nýtingu raforku til að framleiða t.d. mat, eldsneyti og hátæknivörur. Þar duga stefnuyfirlýsingar í skýrslum skammt.Stærstu flotarnir Stærsti bílafloti heims og stærsti fiskiskipafloti heims (miðað við höfðatölu) ásamt mörg hundruð vöruflutningabílum, 800 þúsund tonna álframleiðsla á ári og útblástur jarðhitaorkuvera skipa Íslendingum á bekk með mengunarglöðustu þjóðum. Gildir þá einu þótt við losum aðeins einn þúsundasta af gróðurhúsalofttegundum heims. Deilur eða umræður um þá stöðu og úrbætur eru fremur hljóðar. Ástæðurnar eru nokkrar. Ein er sú að allt of margir hafa enn ekki gert sér fulla grein fyrir hve langt kolefnisbrennsla og gróðurhnignun á heimsvísu hefur leitt mannkynið, hvað sem öllum náttúrulegum hitasveiflum líður. Allt of margir sjá ekki hve langt hlýnunin mun ná næstu áratugi, jafnvel þótt dregið verði úr gaslosun og hve fokdýrum vanda við verðum að taka á, bara í ljósi sjávarborðshækkunarinnar. Allt of margir hér, en þó sérlega meðal stórþjóðanna, halda í þá tálsýn að hlýnunin eigi sér náttúrulegar orsakir að mestu og fljótlega snúist þróunin við. Ekki einu sinni sú staðreynd að í fyrsta sinn á milljón árum gengur koltvísýringsaukningin á undan hlýnun en verður ekki eftir meginhlýnunina eins og við náttúrulegar sveiflur. Heldur ekki sú staðreynd að árleg aukning gasmagnsins í lofti er hraðari en verið hefur á öðrum hlýindaskeiðum í 800 þúsund ár og magnið að ná áður óþekktum hæðum. Pollýönnuleikur dugar skammt þegar alvaran er annars vegar. Vissulega ber að virða og þakka tryggð Íslands, vegna starfa stjórnvalda og þá einkum umhverfisráðuneytsins, við Kyoto-bókunina - eins þótt sagan muni dæma hana sem lítils megnuga í heild, frá 1997, því miður. Samkomulagið var framlengt til 2020 í Doha, með átaki allmargra þjóða sem standa fyrir aðeins 15% losunar gróðurhúsalofttegunda. Þarna erum við meðal skynsamari þjóðanna, svo langt sem það nær.Þolmörkin Íslendingar hafa skuldbundið sig til að minnka losun gasanna um 20%. Þá þarf meiri umræður, samstöðu, skýr markmið, skilvirkar lausnir og skilning á að í raun verður að gera betur, bæði heima og heiman. Vonin um að þjóðir heims geri með sér bindandi losunarsamning sem innan þriggja ára er enn afar dauf. Ég bendi á að inn í umræður um samdrátt við losun hér á landi verður að blanda hugmyndum eða áætlunum um leit og hugsanlega vinnslu dýrrar olíu norðan við Ísland, bæði á Drekasvæði (okkar torfa) og við Grænland (annarra torfur). Mikið vinnsludýpi á fyrrnefnda svæðinu og gríðarlegt rek stórra borgarísjaka við Austur-Grænland setja olíuvinnsluna í flokk óþolandi áhættuatriða, svo ekki sé minnst á önnur hæpin úrlausnarefni við gas- eða olíuvinnsluna, jafnvel kolavinnslu í norðrinu. En það allt er þó léttvægara en að ætla sér yfirhöfuð að halda áfram að brenna jarðefnaeldsneyti í auknum mæli næstu áratugi. Sannarlega liggja miklir peningar í norðurslóðaolíunni, ef hún er vinnanleg, en útilokað að láta eins og reynslan af rangri stefnu í náttúrunytjum (skógar, mýrar, síld, virkjunarstefna á öldinni sem leið o.s.frv.) kenni okkur ekki neitt. Skammsýn sölumennska á heldur ekki við. Finnist olía á norðurslóðum og verði unnt að teygja þolmörk heimsins til að vinna hana á fáeinum forsvaranlegum stöðum, má aðeins nota hana sem takmarkaða auðlind í efnaiðnaði. Þetta eiga að vera tímabundin skilaboð Íslendinga um leið og þeir stuðla áfram að samvinnu þjóða um nýtingu og siglingar á norðurslóðum. Olíuleit er ekki sjálfvirk ávísun á vinnslu en ástand í loftslagsbeltum jarðar verður brátt sjálfvirkur loki á síaukna losun gróðurhúsalofttegunda, eins þótt ársmeðalhiti heims hækki aðeins um 2 stig í stað 0,8 °C sem nú þegar valda víðtækum jákvæðum og neikvæðum umhverfisbreytingnum. Meira að segja hörðustu efasemdarmenn í loftslagsmálum vita að þar liggja þolmörkin. Vanti einhvern hlutlægar upplýsingar um kolefnisbúskap jarðar má benda á nýja bók Sigurðar R. Gíslasonar: Kolefnishringrásin.
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun