Innlent

„Blöndum okkur ekki í þetta“

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
„Við í Bjartri framtíð blöndum okkur ekki í þetta, en hvetjum alla til þess að kynna sér hlið Bjartrar,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, um umfjöllun DV um missætti innan stjórnar Geðhjálpar.

Þar er Björt Ólafsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi og fyrrverandi formaður Geðhjálpar, borin þungum sökum af tveimur stjórnarmeðlimum Geðhjálpar. Vantrauststillaga var samþykkt á hendur Björtu áður en hún sagði af sér formennsku í félaginu í desember. Hún var meðal annars sökuð um að hafa falsað gögn, reynt að ráða vinkonu sína til félagsins og smalað fólki í samtökin sem var algjörlega ótengt geðheilbrigðismálum.

Björt vísar öllum ásökunum á bug í DV og segir þetta sprottið frá þremur stjórnarmönnum af tíu innan Geðhjálpar.

Guðmundur segir flokkinn ekki ætla að aðhafast vegna málsins.

„Okkur var kunnugt um þetta en Björt hefur farið vandlega yfir þetta með okkur og við sjáum nú ekki að í þessu felist mjög þungar ásakanir,“ segir Guðmundur. „Hún hefur farið fram á að þetta sé allt tekið út skynsamlega og mér finnst öll svör hennar mjög sannfærandi.“ - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×