Fiskveiði og stjórnarskrá stóru málin 12. janúar 2013 06:00 Alþingi Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru 27 fundardagar fram að þinglokum, sem verða 15. mars. Alls liggja 56 stjórnarmál fyrir, auk aragrúa þingmannamála.fréttablaðið/gva Alþingi kemur saman á ný eftir jólafrí á mánudaginn. Þingmenn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur varðandi þingmál, en fyrsta mál á dagskrá er atkvæðagreiðsla um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Þeim er heldur ekki til setunnar boðið, en aðeins eru 27 þingfundir eftir fram að þingfrestun, samkvæmt starfsáætlun. Störfum Alþingis lýkur 15. mars og þá tekur kosningabaráttan við. 66 stjórnarmál Fyrir Alþingi liggja 65 mál frá ríkisstjórninni; 56 frumvörp til laga og 9 þingsályktunartillögur. Ein þeirra verður afgreidd strax á mánudaginn, eins og áður segir, þegar atkvæðagreiðsla fer fram um rammaáætlun. Við þetta má bæta einu nefndarfrumvarpi; frumvarpi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um nýja stjórnarskrá. Þegar litið er til stöðu mála á þinginu verður að beina sjónum fyrst og fremst að málum ríkisstjórnarflokkanna. Afgreiðsla þeirra segir til um hvernig viðkomandi ríkisstjórn hefur tekist til með að koma stefnumálum sínum áfram. Auk stjórnarmálanna liggur fjöldi þingmannamála fyrir; 84 lagafrumvörp og 86 þingsályktunartillögur. Samanlagður málafjöldi er því yfir 200 mál, en stjórnarmálin eru 66. Tiltölulega normalt Þó 66 mál virðist mikið, sérstaklega þegar litið er til þess að aðeins eru 27 þingfundir eftir, er ástandið hvorki verra né betra en oft áður. „Þetta er nú ekkert óvenjulega mikið af málum sem bíður afgreiðslu. Ástandið er bara tiltölulega normalt,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann segir að mörg af mest aðkallandi málum yfirstandandi þings hafi verið afgreidd fyrir jól og önnur hafi einnig komið úr nefndum fyrir jól. Allnokkur mál liggi fyrir sem ekki hafi komist á dagskrá og reynt verði í vikunni að koma þeim áfram. En á hann von á að það náist að klára megnið af málunum fyrir þinglok? „Já, ég held það. Auðvitað ræðst það af því hvaða önnur mál koma inn í þingið, það er ekki mikill tími til stefnu.“ Tvö stór mál Tvö mál standa upp úr og munu að öllu óbreyttu taka mestan tíma þingsins. Þingsályktunartillaga um stjórnarskrá er í umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Stjórnarmeirihlutinn hyggur á að ljúka því máli svo kjósa megi um nýja stjórnarskrá samhliða alþingiskosningum í vor. Liggi þingmönnum jafn mikið á hjarta um málið og fyrir áramót verður það trauðla. Framtíð þess máls veltur því á samningum á milli flokka. Frumvarp um fiskveiðistjórnun var lagt fram á síðasta þingi. Það var dregið til baka gegn því að frumvarp um veiðigjald yrði samþykkt. Síðan hafa ótal fundir verið haldnir þar sem reynt er að ná saman um málið. Það hefur ekki enn tekist og því er óvíst um afdrif þess. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Alþingi kemur saman á ný eftir jólafrí á mánudaginn. Þingmenn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur varðandi þingmál, en fyrsta mál á dagskrá er atkvæðagreiðsla um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Þeim er heldur ekki til setunnar boðið, en aðeins eru 27 þingfundir eftir fram að þingfrestun, samkvæmt starfsáætlun. Störfum Alþingis lýkur 15. mars og þá tekur kosningabaráttan við. 66 stjórnarmál Fyrir Alþingi liggja 65 mál frá ríkisstjórninni; 56 frumvörp til laga og 9 þingsályktunartillögur. Ein þeirra verður afgreidd strax á mánudaginn, eins og áður segir, þegar atkvæðagreiðsla fer fram um rammaáætlun. Við þetta má bæta einu nefndarfrumvarpi; frumvarpi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um nýja stjórnarskrá. Þegar litið er til stöðu mála á þinginu verður að beina sjónum fyrst og fremst að málum ríkisstjórnarflokkanna. Afgreiðsla þeirra segir til um hvernig viðkomandi ríkisstjórn hefur tekist til með að koma stefnumálum sínum áfram. Auk stjórnarmálanna liggur fjöldi þingmannamála fyrir; 84 lagafrumvörp og 86 þingsályktunartillögur. Samanlagður málafjöldi er því yfir 200 mál, en stjórnarmálin eru 66. Tiltölulega normalt Þó 66 mál virðist mikið, sérstaklega þegar litið er til þess að aðeins eru 27 þingfundir eftir, er ástandið hvorki verra né betra en oft áður. „Þetta er nú ekkert óvenjulega mikið af málum sem bíður afgreiðslu. Ástandið er bara tiltölulega normalt,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann segir að mörg af mest aðkallandi málum yfirstandandi þings hafi verið afgreidd fyrir jól og önnur hafi einnig komið úr nefndum fyrir jól. Allnokkur mál liggi fyrir sem ekki hafi komist á dagskrá og reynt verði í vikunni að koma þeim áfram. En á hann von á að það náist að klára megnið af málunum fyrir þinglok? „Já, ég held það. Auðvitað ræðst það af því hvaða önnur mál koma inn í þingið, það er ekki mikill tími til stefnu.“ Tvö stór mál Tvö mál standa upp úr og munu að öllu óbreyttu taka mestan tíma þingsins. Þingsályktunartillaga um stjórnarskrá er í umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Stjórnarmeirihlutinn hyggur á að ljúka því máli svo kjósa megi um nýja stjórnarskrá samhliða alþingiskosningum í vor. Liggi þingmönnum jafn mikið á hjarta um málið og fyrir áramót verður það trauðla. Framtíð þess máls veltur því á samningum á milli flokka. Frumvarp um fiskveiðistjórnun var lagt fram á síðasta þingi. Það var dregið til baka gegn því að frumvarp um veiðigjald yrði samþykkt. Síðan hafa ótal fundir verið haldnir þar sem reynt er að ná saman um málið. Það hefur ekki enn tekist og því er óvíst um afdrif þess.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira