Leikkonan Jessica Chastain segist ekki hafa lagt leiklistina fyrir sig í þeim tilgangi að öðlast frægð og frama.
„Frægð og peningar hafa ekki verið markmið mín. Ef svo hefði verið hefði þetta líklega aldrei gerst því frægðin kom eftir að ég lék í sjálfstæðum kvikmyndum. Hjálpin var líka sjálfstæð kvikmynd. Við fengum hlutverkin löngu áður en bókin sló í gegn. Guði sé lof, því ég hefði örugglega aldrei fengið hlutverk Celiu Foote ef fólk hefði vitað hversu vinsæl myndin yrði,“ sagði leikkonan í viðtali við In Style.
Hún segist einnig hafa átt erfitt með að næla sér í hlutverk vegna háralitarins. „Það kom fyrir að ég íhugaði að lita hárið á mér ljóst. Ég skildi ekki af hverju ég komst ekki í áheyrnarprufur.“
Vildi ekki frægðina
