Innlent

Hakið hentar nýrri Valhöll best

Gar skrifar
Hótel Valhöll Brann til kaldra kola í júlí 2009.
Hótel Valhöll Brann til kaldra kola í júlí 2009.
Staðarval fyrir „nýja Valhöll“ á Þingvöllum er enn til umræðu hjá Þingvallanefnd. Á fundi nefndarinnar í desember var kynnt verkfræðileg úttekt sem tók til samgöngukerfis, veitukerfis, jarðfræði, verndar vatnasviðs og fleira.

„Uppbygging við Hakið fellur best að þeim matsþáttum sem til skoðunar voru. Næst væri það Gjábakki, svo Efri-Vellir og að lokum Valhallarsvæðið,“ segir í fundargerð Þingvallanefndar sem undirstrikar að mat verkfræðistofunnar byggist eingöngu á tæknilegum forsendum. „Eftir er að skoða svæðin með tilliti til sjónrænna áhrifa, notagildis og annarra þátta sem skoðaðir verða í framhaldi af þessari úttekt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×